Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 72. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGT LÍF ENGIN VETTLINGATÖK Í RUÐNINGNUM »10 «BLÚSARINN SUPER CHIKAN Snillingur sem smíð- ar eigin gítara »48 6 ENGU var líkara en varðeldur hefði verið kveiktur ofan á Eyjafjallajökli þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór um svæðið í fyrrakvöld. Þótt sólin hafi verið sest lýstu eldgosið og tunglið upp himininn, auk þess sem ljós frá bílum þeirra fjöl- mörgu ferðamanna sem mættir voru til að skoða bjarmann lýstu upp svæðið. Gríðarleg umferð var í gærkvöldi um Fljóts- hlíðina og raunar Suðurlandsveginn allt frá Reykjavík. Hjón sem voru á leið inn Fljótshlíð í gærkvöld mættu 300 bílum á leið út úr Fljótshlíðinni, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Nokkur dæmi eru um að fólk sem hefur haldið í gönguferð á Fimmvörðuháls til að berja gosstöðvarnar augum hafi verið vanbúið, jafnvel aðeins í strigaskóm og gallabuxum. | 4 Tunglið, eldurinn og ferðamenn lýstu upp himininn Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ENDURHEIMTUR á 319 milljarða heildarkröfum í þrotabú Baugs stefna, eins og mál standa nú, í að verða á bilinu 1-2%. Eignir félagsins í Bretlandi voru undir eignarhalds- félaginu BG Holding. Þær voru að mestu veðsettar, en skilanefnd Landsbankans gekk að veðunum í febrúar á síðasta ári. Svipaða sögu má segja um eigna- safn félaga tengdra Baugi hérlendis. Riftanir gætu skilað milljörðum Einhverjar breytingar gætu þó orðið á þeim endurheimtuhlutföllum sem um er rætt í dag. Fjárhæð krafna gæti breyst, og ef þrotabúið hefur betur í þeim riftunarmálum sem höfð- uð hafa verið gæti staðan batnað. Stærsta riftunarmálið er vegna sölu Baugs á Högum til eignarhalds- félagsins 1998 ehf. sumarið 2008. Það riftunarmál snýr ekki að sölunni sem slíkri og skiptastjóri þrotabúsins er ekki á höttunum eftir hlutabréfum Haga, heldur snýr riftunin að ráðstöf- un kaupverðsins, en þeir 30 milljarðar sem fengust fyrir Haga voru notaðir í að greiða niður skuldir við Kaupþing og Glitni, auk þess sem 15 milljarðar voru notaðir í að kaupa hlutabréf Gaums, ISP Eignarhaldsfélags og Bague AS í Baugi. Eigendur félag- anna eru þau Jón Ásgeir Jóhannes- son, Ingibjörg Pálmadóttir og Hreinn Loftsson. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að skiptastjóri Baugs kanni hvort félagið hafi verið ógjaldfært á þeim tíma sem kaup á eigin bréfum fóru fram. Hafi þrotabúið sigur í mál- inu og þeir sem seldu bréfin eru borg- unarmenn 15 milljarða, mun það hækka endurheimtuhlutfall upp í 6-7%, að því gefnu að fjárhæð krafna haldist nokkuð óbreytt. Önnur riftunarmál sem höfðuð hafa verið eru á hendur Gaumi vegna færslu eigna frá Baugi í október 2008, upp á samtals sex milljarða. Þrotabú- ið hefur einnig gjaldfellt milljarðslán til Haga, sem veitt var á árinu 2004. Einnig hafa verið höfðuð riftunarmál vegna gjafagerninga til handa Skarp- héðni Berg Steinarssyni, samtals 104 milljónir, og Karli G. Sigurbjörns- syni, alls 10 milljónir. Kröfuhafar Baugs fá lítið í sinn hlut  Stefnir í 1-2% endurheimtur  Niðurstaða riftunarmála gæti bætt stöðuna » Endurheimtur að óbreyttum kröfum 1-2% » Heildarkröfur í þrotabú Baugs 319 milljarðar » Riftun vegna ráðstöfunar söluverðs Haga gæti skilað þrotabúi allt að 15 milljörðum króna » Milljarður gæti komið frá Högum  Læknum hér á landi hefur fækkað um 100 frá ársbyrjun 2008 samkvæmt upplýsingum Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélags Íslands. 41 sér- fræðilæknir hefur útskrifast er- lendis frá því í september síðast- liðið haust og hafa átta þeirra komið heim. »20 Veruleg fækkun lækna síðustu ár Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.