Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 1

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 72. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGT LÍF ENGIN VETTLINGATÖK Í RUÐNINGNUM »10 «BLÚSARINN SUPER CHIKAN Snillingur sem smíð- ar eigin gítara »48 6 ENGU var líkara en varðeldur hefði verið kveiktur ofan á Eyjafjallajökli þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór um svæðið í fyrrakvöld. Þótt sólin hafi verið sest lýstu eldgosið og tunglið upp himininn, auk þess sem ljós frá bílum þeirra fjöl- mörgu ferðamanna sem mættir voru til að skoða bjarmann lýstu upp svæðið. Gríðarleg umferð var í gærkvöldi um Fljóts- hlíðina og raunar Suðurlandsveginn allt frá Reykjavík. Hjón sem voru á leið inn Fljótshlíð í gærkvöld mættu 300 bílum á leið út úr Fljótshlíðinni, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Nokkur dæmi eru um að fólk sem hefur haldið í gönguferð á Fimmvörðuháls til að berja gosstöðvarnar augum hafi verið vanbúið, jafnvel aðeins í strigaskóm og gallabuxum. | 4 Tunglið, eldurinn og ferðamenn lýstu upp himininn Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ENDURHEIMTUR á 319 milljarða heildarkröfum í þrotabú Baugs stefna, eins og mál standa nú, í að verða á bilinu 1-2%. Eignir félagsins í Bretlandi voru undir eignarhalds- félaginu BG Holding. Þær voru að mestu veðsettar, en skilanefnd Landsbankans gekk að veðunum í febrúar á síðasta ári. Svipaða sögu má segja um eigna- safn félaga tengdra Baugi hérlendis. Riftanir gætu skilað milljörðum Einhverjar breytingar gætu þó orðið á þeim endurheimtuhlutföllum sem um er rætt í dag. Fjárhæð krafna gæti breyst, og ef þrotabúið hefur betur í þeim riftunarmálum sem höfð- uð hafa verið gæti staðan batnað. Stærsta riftunarmálið er vegna sölu Baugs á Högum til eignarhalds- félagsins 1998 ehf. sumarið 2008. Það riftunarmál snýr ekki að sölunni sem slíkri og skiptastjóri þrotabúsins er ekki á höttunum eftir hlutabréfum Haga, heldur snýr riftunin að ráðstöf- un kaupverðsins, en þeir 30 milljarðar sem fengust fyrir Haga voru notaðir í að greiða niður skuldir við Kaupþing og Glitni, auk þess sem 15 milljarðar voru notaðir í að kaupa hlutabréf Gaums, ISP Eignarhaldsfélags og Bague AS í Baugi. Eigendur félag- anna eru þau Jón Ásgeir Jóhannes- son, Ingibjörg Pálmadóttir og Hreinn Loftsson. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að skiptastjóri Baugs kanni hvort félagið hafi verið ógjaldfært á þeim tíma sem kaup á eigin bréfum fóru fram. Hafi þrotabúið sigur í mál- inu og þeir sem seldu bréfin eru borg- unarmenn 15 milljarða, mun það hækka endurheimtuhlutfall upp í 6-7%, að því gefnu að fjárhæð krafna haldist nokkuð óbreytt. Önnur riftunarmál sem höfðuð hafa verið eru á hendur Gaumi vegna færslu eigna frá Baugi í október 2008, upp á samtals sex milljarða. Þrotabú- ið hefur einnig gjaldfellt milljarðslán til Haga, sem veitt var á árinu 2004. Einnig hafa verið höfðuð riftunarmál vegna gjafagerninga til handa Skarp- héðni Berg Steinarssyni, samtals 104 milljónir, og Karli G. Sigurbjörns- syni, alls 10 milljónir. Kröfuhafar Baugs fá lítið í sinn hlut  Stefnir í 1-2% endurheimtur  Niðurstaða riftunarmála gæti bætt stöðuna » Endurheimtur að óbreyttum kröfum 1-2% » Heildarkröfur í þrotabú Baugs 319 milljarðar » Riftun vegna ráðstöfunar söluverðs Haga gæti skilað þrotabúi allt að 15 milljörðum króna » Milljarður gæti komið frá Högum  Læknum hér á landi hefur fækkað um 100 frá ársbyrjun 2008 samkvæmt upplýsingum Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélags Íslands. 41 sér- fræðilæknir hefur útskrifast er- lendis frá því í september síðast- liðið haust og hafa átta þeirra komið heim. »20 Veruleg fækkun lækna síðustu ár Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.