Skólablaðið - 01.04.1961, Síða 26
- 162 -
leik sínum, jeppanums og líkist þá mjög
HoVLendingnum fljugandi„ En í strætö
heyrist þá grátur og gnístran tanna..
SíðastliðiG sumar vann BöSvar að
hvalskurSi hjá Lofti ríka og gerðist brátt
ristill góður. Hvaldauninn kæfði hann
með angan blomarósa og "gentilhomma"
og varð af því vinsæll mjög meðal hinna
kanversku nágranna sinnap sem reyndu
að vinna hylli hans. En Böðvar lét ekki
blekkjast enda minnugur þesss að and-
skotinn getur tekið á sig gervi guðdóms-
ins, ef því er að skipta. Má af þessu
verða Ijóst, að Böðvar mun aldrei leggj-
ast svo lágt að gerast varnarliðsvarnar-
maður.
Hervistin.
Er Böðvar knuði dyra hins lærða
skola hrúkku kennarar upp með andfæl-
um, en skólameyjar sungu lofsöngva um,
að þeim væri frelsari fæddur. Skóla-
sveinar létu eigi kristnazt, íyrr en þeir
sáu himnaför hans, sem var reisulegri
en allra annarra, svo að sagt er, að
hann hafi himin höndum tekið, enda mað-
urínn háfleygur mjög„ Er Böðvar fann
til jarðneskju sinnar á ný varð þeim
Ijóst, að þeim var foringi íæddur, send-
ur af himnum ofan. Síðan hefur Böðvar
verið sómi þeirra, sverð og skjöldur,
þó ekki handboltaskjöldur„
Böðvar er fjölíræðingur hinn mesti,
bæði skáld og skrifari, rithöfundur og
ræðumaður, söngmaður og syndari, leik-
fimismaður og leikari, glímumaður og
glæsimenni, tónsnillingur og teiknari,
kommunisti og kvennamaður og guð veit
hvað. Hann er sannarlega hið andlega
afsprenjji íslenzkrar bændamenningar,
sem þjaist af Bragást og bóhemju.
Vart er haldinn svo málfundur, að hann
stígi ekki upp í pontu með einhverja
nýstárlega kenningu, svo sem a.ð menn
gangi á fjórum fótum eða kornabörnum
sé gefið brennivín á pelann eða eitthvað
enn gáfulegra.
Skólablaðið nýtur góðs af andagift
þessa ofurmennis, ýmist í rímum eða
lofgjörðum um meðalmennskuna, sem lýs-
ir lítillæti hans, enda hefur Böðvar
aldrei tekið upp hið séníala göngulag,
hversu mjög sem hin sjálf&sögðu s'éní
hafa hvatt hann til þess.
Bekkjarbræður Böðvars eiga miklu
láni að fagna að hafa slíkan vizkubrunn,
sem þeir dæla óspart úr„ Stundum spyr
hann kennarana svo gáfulegra spurninga,
að þeir fá vart haldið vatni við mikinn
fögnuð nemenda.
Enn má telja Böðvari það til lofs
eða lasts, að hann er einn af' hinum
þremur sveskjuberum þessa skóla og
sver sig í ætt við hina hvað myndarleik
og mælsku snertir.
Böðvar hefur nú náð því æskumarki
sínu að verða skrifari og það meira að
segja scriba scholaris. Því embætti
gegnir hann af slíkri reisu og skörungs-
skap, að fair eða engir embættismenn
hérskælis gera betur.
Tími er kominn að máli linni.
Framkoma Böðvars og glæsimennska
ásamt vizku eru honum meiri meðmæli
en prentsverta á pappír. Þeir, sem aug-
um hafa litið garpinn, sjá, hversu orð
mín eru fátækleg miðað við reyndina.
Svo kveð ég þennan bólspaka Kirkju-
bæling og óska honum gæfu og rétts
gengis á hinni hálu braut lífsins.
Þess má að lokum geta, að Böðvar
sefur í rauðröndóttum náttfötum.
Noi
SPJALLARINN, frh. af bls. 164.
bera sig að öðru eins húmorleysi og J.
gerir þarna. JHK yrkir Á leið í skyndi-
próf. Efnislega er þetta vitanlega marg-
stolið, en mér þótti þetta nokkuð vel sett
saman. Ór fóstbræðrasögu yngri er
margtuggið efni og þrautleiðinlega skrif-
að. Skákþætti hef ég ekki vit á. Tveir
busar segja álit sitt á þéringum, og er
álit Atla Magnússonar eitt það fyndnasta,
sem ég hef lesið á ævi minni. Þó leyfi
ég mér að draga í efa, að Atli hafi ætl-
azt til, að hann væri fyndinn, en allt um
það, þessi pistill hans ber af öllu öðru
efni í blaðinu. Fyrirsagnir blaðsins eru
ekki ólaglegar, en auglýsingar illa gerð-
ar. Blaðið hefur tekið þann góða sið
eftir Skólablaðinu að nota upphaf sstafi í
greinum.
í heild er blaðið misjafnt. Margt í
blaðinu er fyrir neðan allar hellur, eins
og holtaþokuvælið á 10. síðu, en innan
um eru greinar, sem eru sæmilega rit-
aðar, og rætist e.t.v. úr sumum þeim,
Frh. á bls. 158.