Skólablaðið - 01.04.1961, Síða 15
151 -
"Hvað álítur þu þá um 20.öldina?"
Þráinn hugsaði sig dálítið um og
sagði: "Það eru tvö sjónarmið, hvort
eigi að miða allt við almenna velferð
eins og nú er gert, eða styrkja heim-
speki og listir með öllum ráðum. Ég hef
ekkert á móti því, að fólki líði vel, svo
að mór finnst 20. öldin ekki eins bölvuð
og sumir vilja vera láta. "
"Þu vilt sem se, að byggðar sóu
blokkir fyrir alþýðuna, þótt listamenn
landsins hafi e.t. v. verri skilyrði þess
vegna ? "
"Þeir þurfa ekki að háfa verri skil-
yrði. Þeir geta búið í blokkunum, "sagði
Þrainn og brosti. "Aftur á móti er kúlt-
ur 20. aldarinnar ekki eins blómlegur og
vænta mætti á því blómlegasta skeiði,
sem dunið hefur yfir mannkynið. "
"Heldurðu, að ekki mætti ráða bót á
því með listfræðslu? "
"Ég er á móti því að pesa fögrum
listum upp á almenning. Slíkt leiðir að-
eins til enn meiri tilgerðar, og er ekki
á það bætandi. Bezt er að hver fáist við
það, sem hann hefur vit á og gaman af. "
"Hvað finnst þer um móralinn, Þrá-
inn? "
"Ég hef engan móral. Ég meina, ef
mer er sagt, að einhver hafi verið á
fylliríi og kvennafari, er mór alveg
sama, eg hneykslast ekkert á því. Þetta
finnst mér allt í lagi, ef maðurinn hefur
haft gaman af því, og það skaðar engan.
En ástæðan fyrir því, að óg er ekki
verri, er sú, að mór finnst það ekki
praktískt. Ég meina, - í slíkum málum
fer óg eftir því, hvað mer finnst praktískt
og hvað ekki. Þetta held ég að só ágæt
aðferð til að forðast umburðarleyéi."
"Hvað heldur þú þá um siðferðiskenn-
ingar ? "
"Þegar maður rekur sig á, hvað sið-
ferðiskenningar eru mismunandi eftir
löndum og tíma sest, að þetta eru engin
algild lög, heldur mannasetningar, í upp-
hafi sprottnar af praktískum ástæðum,
þótt tímar hafi breytzt síðan. Mér finnst
því ástæðulaust að trúa blint á þá sið-
ferðisskoðun, sem ríkjandi er hverju
sinni. Og ekkert angrar mig meira, en
þegar fólk er að dæma náungann, - án
þess að skilja hormónana. "
"Þú álítur þá ekki, að til se algild-
ur sannleikur?"
"Nei, það held ég ekki. Þess vegna
gef eg oft ákaflega loðin svör, þegar
eg er spurður um ýmis málefni, því að
eg skil sjónarmið beggja. Annars var
óg um daginn að undirbúa ritgerð um
persónuleika og stjórnmálaskoðanir, og
tok þa nokkurs konar skoðanapróf, sem
óg fann I enskri bók um sálfræði. Þá
kom í ljós, að óg var fasisti. "
"En hvað álíturðu þá um ástina? "
"Maðurinn, sem sagði: "Ég elska
þig af öllum kirtlum, " svaraði þeirri
spurningu fyrir mig. "
Það var orðið nær aldimmt. Ég
hallaði mer aftur í stólnum og horfði
út um gluggann.
"Hvað segir þú um trúarbrögðin,
Þráinn? "
"Ég er fæddur á fslandi, og er
þess vegna kristinn og prótestant. Ef
eg væri fæddur á Indlandi, tryði eg
sjálfsagt á beljur. Ég geri mer grein
fyrir því , að enginn hefur sína trú að
yfirlögðu ráði. - Annars finnst mer
kristin trú í rauninni stórmerkileg.
Það fylgir auðvitað mörg vitleysan með,
en kjarninn, kærleiksboðskapurinn, er
aðalatriðið, og hann virðist vera sam-
eiginlegur öllum trúarbrögðum. Ég
sleppi því að hugsa um himnaríki og
allt það, en óg reyni að láta alla menn
í friði. Ég held, að það se langheppi-
legast og í rauninni það minnsta, sem
menn geta gert. Svo geta menn sóð
til, hvort þeir lenda í himnaríki
Múhameðs eða annars staðar. "
"En kirkjan? "
"Ég álít, að kirkjan sé nauðsynleg
fyrir fólkið. Ef ég væri kirkjunnar
maður, væri óg rómversk-kaþólskur.
Ég er mjög hrifinn af kaþólsku kirkj-
unni. "
Þar sem nú var orðið áliðið kvölds
stóð ég upp, kvaddi Þráin og gekk út.
En þegar ég var kominn niður tröppurnar,
heyrði ég að hann kallaði á eftir mér :
"Heyrðu, Einar, ætli ég hafi annars
ekki móral. "
E.M.
Þess má geta, að myndin af Þráni
Eggertssyni er tekin úr Faunu með
góðfúslegu leyfi teiknarans,
Kristjáns Thorlacius, og kann blað-
ið honum miklar þakkir fyrir.