Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.01.1970, Page 19

Skólablaðið - 01.01.1970, Page 19
Það bar til aíðla vetrar í fyrra, að Guðlaugur Þorbergsson og undirritaður sátu á ónefndu veitingahúsi í borginni yfir kaffi og kökum. Þetta var í þann tíma, þegar fátt var um fína drætti í þjóðlífinu: ekkert læknadeildarmál til að eeaa sig ut af, ekkert Fjaðrafok. Því síður voru auðvaldsbandalög að færa sig upp á skaftið eða Kvennaskólinn. Et nous n avons pas parle de l'affaire de RÓsixdcranz. En þrátt fyrir allt þrefuðum við Guðlaugur um sitthvað a himni og jörð. Við vorum að mig minnir búnir með kaffið og rétt að byrja á kökunum, þegar við fórum að tala. um menntaskólamál: Við vorum og erum raunar enn ákaflega hlynnt- ir framförum af öllu tagi, ekki sízt framförum þesea skóla, því að okkur er málið skylt. Og okkur var_ ljóst og er enn, hvernig framför skóla á sér stað. HÚn er í þvi folgin, að ein breytingin til batnaðar rekur aðra, steinn er lagöur við stein, svo að úr verður traustur grjótgarður: framför. Á þetta hljóta allir skyn- ugir menn að geta fallizt. Hitt er svo önnur saga og öllu viðkvæmari: Hvað er "breyting til batnaðar? " Um það geta menn ekki einlægt orð- ið sammála, enda er mér til efs, að eilíft sam- komulag í 'því efni væri æskilegt. Því að góðu heilli hafa menn mismunandi skoðanir. Barátta fyrir betri skóla má teljast { tvennu folgin : 1) að hafa skoðun, hafa hugmynd, sem getur talizt likleg til að koma skólanum að gagni, og 2) að afla þá hugmyndinni þess fylgis meðal kennara og nemenda, sem verði til þess, að hun verði framkvæmd. Siðast, en ekki sizt, var okkur og er ljóst, að markið, sem að er stefnt, er "betri skóli", en alls ekki "léttari skóli". Því að skólans er að láta nemendur sína vaxa að þroska og þekkingu, en annarra, ef þa einhverra, að auka þeim leti. Þegar hér var komið samræðunni, urðu einkum tvær hugmyndir til að sækja á okkur : 1) Kennsludögum hverrar viku verði fækkað úr sex niður í_ fimm. Skoðun okkar var og er enn sú, að sjálfstæð vinnubrögð séu nemendum mjög mikils verð, en Bleitulaus skólaseta undir eilifri handleiðslu kennara sé ekki til .þess fallin að efla þroska. Enda má ég fullyrða, að sú skoðun, sem mjög var { tízku fyrir nokkrum árum, að allt nám eigi að felast 1 kennslu á skólabekk, sé mjög í fenum. En sú skoðun er að mínu viti að tals- Verðu leyti runnin fra nemendum, sem þótti fýsi- legt að vera í skólanum frá níu til fimm og vera ■vo með góðri samvizku "lausir" á milli. Þetta ■jonarmið er góðra gjalda vert - svo langt sem það nær. En það tekur ekki til þess, að nem- endur eru mjög misfljótir til náms, þeim henta mismunandi namsaðferðir. Einmitt þess vegna er ákaflega varasamt að vilja ala nemendur eins og skrúfur í vél, alla á sama hátt. Annað mál er svo það, að sú kemur tíð, að aðstaða verður til alls náms innan veggja skólanna, en það nám felst vonandi bæði í kennslu og sjáifstæðu námi nemendanna. NÓg um það. Með því að fækka kennsludögum vikunnar um einn fæst þannig laus dagur tii sjáifstæðs náms heima eða annars staðar. En mikilvægari teljum við þó aðra forsendu þessarar skoðunar. SÚ forsenda, ætla ég, að flestum nemendum, a. m. k. efri bekkingum, se kunn af eigin raun: TÍmafrekum og mikiivæg- um verkefnum, svo sem ritgerðasmið, skýrsiu- gerð og meiri háttar upprifjun, verður ekki með góðu móti sinnt, meðan kennt er hálfan daginn alla virka daga. Eins dags í viku er þörf, til að nemendur geti unnið 1 næði að slikum verk- efnum og öðrum. Við erum raunar þeirrar skoðunar, að rétt sé að fá nemendum öðru hvoru nokkuð viðamikil verkefni, sem þeir geti svo sinnt að talsverðu ieyti sjálfstætt. Alit um það opnar einn laus dagur í viku mikia mögu- ieika tii umsvifa og tiirauna, en er auk þess nokkuð knýjandi nauðsyn að okkar dómi. Eins og fram hefur komið, er hugsunin alls ekki su, að frídögum vikunnar verði fjöigað úr einum í tvo. Hugsunin er aðeins sú að dreifa kennsiu eins dags vikunnar á aðra daga hennar, svo að einn dagur losni til heimanáms. En líti nú hver { eigin barm. Er ekki einsæ misnotk- un nemenda á þessum degi? Er ekki hætt við, að nemendur taki sér frí? Ég svara sjálfur: jú 1 Ekki þarf ég að leita svars iengra en í eigin barm og er vart einn um það. Þess vegna er augijóst, að tryggja þarf með einhverjum hætti, að nemendur lesi þennan dag sem aðra( I) Ég fæ ekki komiö raunsæju auga a aðrar að- ferðir en þær, sem lúta að þvi, að nemendum verði veitt aukið aðhald { einhverri rtiynd. Þvi miður fæ ég heidur ekki annað séð en þetta aðhaid hljóti að meira eða minna leyti að verða { gervi skyndiprófa. En ef til vili og vonandi er unnt að fá nemendum slík verkefni, að próf verði ekki nauðsyniegur mælikvarði á trú- mennsku eða svik. Hitt er svo annað mál og þessu raunar óviðkomandi, að mér þykir prof- hræðsla gersamlega keyra um þverbak meðal nemenda. ÞÓtt mönnum finnist leiðiniegt að lesa undir meinlaust skyndipróf, þá mega þeir vita það, að það er jafnágætt að hafa þo þrauk- að gegnum lesefnið, þegar prófið er yfirstaðið, því að lesa þurfa menn fyrr eða síðar. Svo er einnig uppi það sjónarmið, að próf séu svo erf- ið fyrir blessuð börnin, á öllum skólastigum, svo mikið álag, að þau hljóti að stórskaddast af

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.