Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.01.1970, Page 39

Skólablaðið - 01.01.1970, Page 39
U M GÁFUR O G HÆFILEIKA I ) GAFNAVISITALA . Þegar talað er um gáfur, er venjulega talað um hæfileika til að leysa þrautir, nákvæmni hugans, fmyndunarafl, dómgreind, athygli, lærdóm o.s.frv. Allir þessir hlutir, ásamt fleirum, flokkast undir skilgreininguna "hæfileika-framkoma". Gáfur eða hæfileikar er eitt það erfiðasta hugtak sem reynt hefur verið að útskýra. Margir sál- fræðingar hafa verið mjög ósammála um þetta fyrirbrigði heilans, gáfur. Eitt er þó venjulega notað til útskýringar á gáfum, en það er gáfnavfsitalan, sem fundin er með hæfileikaþrautum ( gáfnapróf ). Gáfnavfsitala er meðaltal af kerfisbundnum tölum, sem eiga að tákna þá andlegu hæfileika sem augljósastir eru. II ) ÞRÓUN HÆFILEI KAÞRAUTA. Fyrr á tfmum voru gerðar tilraunir til að mæla hæfileika með krufningu heilans. Þessar tilraunir reyndust þó algerlega árangurslausar, þvf enginn munur reyndist á heilum aumingja og "sénfa". - Aðrir vfsindamenn byggðu tilraunir sfn- ar á skynjun fólks. Var þá um tfma talið, að allt, sem gerðist f heilanum væri f beinu sambandi við skynjunina, þó einkum sjónina og heyrnina. Eftir miklar rannsóknir á þessu sviði komu sálfræðingarn- ir með eftirfarandi getgátu : "Einstaklingar, sem hafa næmari skynjun, þ.e. heyrnogsjón, eru betri námsmenn en þeir, sem ekki hafa hana. " Þessi tilraun til að tengja saman skynjun og námshæfi- leika reyndist eins oghinar . alveg út f bláinn. Jafnt góðir, sem lélegir nemendur reyndust vera næm- ir eða ónæmir. Arið 1905 tókst franska sálfræðingnum Dr. Alfred Binet að koma góðri og nothæfri mælingu á gáfur. Hann hafði fengið það verkefni að grennslast eftir gáfnafari barna f skólum Parfsar. Dr. Binet ákvað að prófa aðferð, sem hann hafði sjálfur fundið upp. Aðferð hans byggðist upp á að safna hegðunarprufum eftir vissu og ströngu kerfi. Til þess að fá þessar hegðunarprufur, lét hann börnin leysa þrautir úr daglegu umhverfi sfnu. Þegar f byrjun gerði þessi merki sálfræðingur sér grein fyrir einni árfðandi staðreynd: "Treggáfuð börn voru eðlileg börn, aðeins andlega seinþroska. " Binet útbjó ýmsar tegundir þrauta og miðaði hverja við vissan aldursflokk. Ef 60-90% barnanna gátu leyst þrautirnar voru þær taldar hæfa þessum aldursflokki. En ef öll börn gátu leyst þrautirnar voru þær taldar of léttarog einsof þungar ef ekkert þeirra gat það. Með endurteknum þrautum og endur- bótum tókst Binet að skipuleggja gáfnapróf, sem hæfði hverjum aldursflokki. Þegar Binet hafði lokið skipulagningu kerfisins olli það byltingu f mælingum á gáfum. - Dæmi um þrautir Binets : 15 ára A) endurtaka 7 tölur eftir prófdómara - B) túlka myndir - C) túlka gefnar staðreyndir 3 " A) benda á nef, munn og augu - B) telja upp nöfn fjölskyldu sinnar C) endurtaka 2 tölur eftir prófdómara ORVINNSLA PROFANNA. Ef barn sem gekkst undir þessar þrautir hafði andlegan aldur ( aldur skv. útkomu þrautarinnar ) lægri en réttur aldur þess var, var barnið illa gefið eða seinþroska. Ef andlegur aldur var hærri en réttur aldur , var barnið vel gefið eða bráðþroska. Orvinnsla formúla Binets : ANDLEGUR ALDUR RÉTTUR ALDUR sinnum 100 GÁFNAVISITALA ATH : Vegna ýmissa tækni- og tölfræðilegra atriða er aðferðin við útreikning gáfnafars flóknari en hér hefur verið sýnd. Það sem hér hefur verið sýnt er þó meginkjarni þessarar flóknu aðferðar. Astæðan fyrir þvf að brotið er margfaldað með hundrað er sú,að meðalgreind almennings er hundrað. Helmingur mannkynsins hefur gáfnavfsitöluna 90-110. FRÁ HÖFUNDI. Eru þessi gáfnapróf fullnægjandi mælikvarði og réttlátur dómur á gáfnafar fólks? ( f þessu tilfelli barna.) Gasti ekki verið svo, að eitthvert barnið hafi orðið leitt f prófinu og hreinlega hætt. Eða t. d. að prófdómarinn hafi verið, að dómi barnsins, Ijótur og leiðinlegur karl. Svo getur það hreinlega verið, að barnið hafi ekki verið vel frískt þennan dag og þvf ekki beitt öllum sfnum andlegu kröftum. Margt kemur hér til greina, sem veikir áreiðanleika gáfnaprófa. Þó er reynt að beita ýmsum aðferðum á móti þessu, þ. e. reynt er að hafa prófið hlutlaust og allar prófanir eins kerfisbundnar og hægt er. Eins er farið að með börnin. Þau.sem af einhverjum ástæðum eru óupplögð, eða eru ekki við fulla heilsu , eru látin bfða betri tfma. Einnig er reynt að láta börnin taka fleiri en eina þraut og allar þrautimar sfðan bornar saman. Þar til betri tæki og aðferðir koma fram, verður aðeins hægt að mæla gáfna- far eftir þeim augljósustu hæfileikum, sem hver persóna kann að hafa. Af athugunum sálfræðinga á þvf hvað maðurinn gerir, getum við betur gert okkur grein fyrir hvað hann ( Þýtt, endursagt og stytt úr "Psychology of Everyman" kafli um "Ability and Intelligence testing" ) "PATRIK"

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.