Austri - 22.11.1961, Síða 2

Austri - 22.11.1961, Síða 2
AUSTRI Neskaupstað, 22. nóvember 1961. 2 Afmæliskveðj a Hinn 21. okt. varð Pétur Ein- arsson, Hafursá ’á Völlum átt- ræður. Pétur fór ungur til vandalausra og var haldið fast að vinnu, sem venja var á þeim árum, enda var hann fljótt ötull, trúverðugur og þrautseigur. Vinnuharkan hleypti þrótti í þá, sem vel voru gerðir og burðarmiklir, en reyndist oft ofjarl þeim, er tápminni voru. Á þessum árum var alsiða að hefja verk eldsnemma að morgni og standa við langt fram á kvöld, fram til kl. 9 eða 10. Pétur var í vist á ýmsum bæjum í Fljótsdal í uppvexti og réðist svo til frænda síns Tryggva Ól- afssonar á Víðivöllum. Á þeim árum gekk hann að eiga Ingileif Sigurðardóttur. Pétur réðst á fullorðinsárum til Skógyæktar ríkisins á Hall- ormsstað og vann þar óslitið í 15 ár. Haft liefur verið á orði, að ýmsir í þjónustu ríkisins skili litlu dagsverki. Þetta átti ekki við um Pétur Einansson, Hann var skógræktinni jafntrúr og öðrum húsbændum sínum og vann henni vel og dyggilega. Eru mörg hand- verk hans enn að bera ávöxt í þessum fagra gróðrarreit Aust- urlands. Pétur hafði litla setu á skóla- bekk, en er þó vel menntur og mest af sjálfum sér. Hann er bókelskur, les mikið og kann vel til margra hluta, er reifur og glaður, ræðinn og skemmtilegur samvistum. Og enn er hann léttur í lund og ungur í anda þótt ald- inn sé að árum. Pétur hefur alla ævi unað svo að segja í sömu sveit og er bund- J inn henni sterkum böndum, en jafn annt er honum um þjóð sína og fósturjörð og er næmur á fegurð landsins. Á afmælisdaginn heimsóttu hann ýmsir vinir og árnuðu hon- um heilla. Þá sem fyrr lék hann á alls oddi og hreif alla með sér af fölskvalausri lífsgleði. Með honum er alltaf gott að vera. Vinur. Sldtrun lokið hjó K. H. B. Slátrun sauðfjár er nýlokið hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Alls var slátrað 49.400 fjár og er það tæp- lega 5.000 fleira en sl. ár. og hef- ur aldrei fyrr verið slátrað jafn- mörgu fé á vegum félagsins. Kemur hvort tveggja til, að bænd- ur hafa undanfarin ár fjölgað fé sínu og að vegna lélegs heyfengs víða á félagssvæðinu eru færri líflömb sett á vetur. Þá hafa margir af sömu ástæðu fargað eldri ám og lélegum. Meðal fallþungi dilka varð 13.39 kg. og er það nokkru minna en í fyrra. Beztu meðalvikt fékk, eins og undanfarin ár, Halldór Sigvarðs- son, Brú, Jökuldal. Hann lagði inn 157 dilka og varð meðalþungi þeirra 18.75 kg. Halldór átti einnig fallþyngsta dilkinn, sem vóg 26.1 kg. Mestur hluti kjötsins fer á inn- anlandsmarkað, en eitthvað verð- ur selt úr landi. Til England hafa þegar verið send 270 tonn af kjöti og 14 tonn af innmat. »Lömun þjóðarlíkamans« Þegar „viðreisn" stjórnar- flokkanna hafði verið fram- kvæmd um það bil þrjá ársfjórð- unga, sagði þjóðkunnur maður, sem starfar í Sjálfstæðisflokkn- um, að áhrif „viðreisnarinnar" hefðu reynzt eins og lömun á þjóðarlíkamann. Hafði hann þá einkum í huga afkomu sjávarút- vegsins. Fleiri og fleiri vitnisburðir úr ýmsum áttum styðja þetta álit á verkum núverandi stjórnarflokka. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins hefur lagt áherzlu á það í ræðu, að á þessu ári hafi átt sér stað fimmtán stór verk- föll og víðtæk, sem hafi dregið úr framleiðslu þjóðarbúsins. Um þessar mundir segja verka- lýðsfélög á ýmsum stöðum upp kaupgjaldssamningum enn að nýju, þar á meðal stór félög, þar sem stjórnarliðar hafa tögl og hagldir, s. s. Iðja í Reykjavík. S j ávarútve gsm ál ar áðh e r ra skýrir sjálfur frá því á aðalfundi Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, að við borð liggi truflun á framleiðslustarfseminni við sjávarsíðuna sökum ágrein- ings um fiskverð. Verkfræðingar hafa horfið frá störfum fyrir nokkrum mánuðum og er starf margra ríkisstofnana lamað af þeim sökum. Morgunblaðið skýrir frá því, að tíu verkfræðingar hafi flutzt úr landi síðustu vikumar og að við borð liggi, að fleiri í þeirri stétt hverfi af landi brott. Starf Atvinnudeildar Háskól- ans að jarðvegsrannsóknum er að stöðvast. Fyrir nokkrum dögum birti Morgunblaðið, aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar, svohljóðandi fyrir- sögn: Leggjast jarðhitarann- sóknirnar niður? Dr. Gunnar Böðvarsson hættir störfum. Þannig er ástatt í þjóðfélagi voru í dag. Við augum blasir lömun í mörgum greinum. Framsóknarmenn hafa varað við „viðreisnar“-stefnunni og á- hrifum hennar. — En nú eru stjómarliðar og málgögn þeirra tekin að vitna um afleiðingarnar. Dýrðlegur fagnaður framundan Það hefur lengi verið draumur kommúnista að reisa hér í bæ styttu af félaga Staiín, og í þeim tilgangi var fyrir löngu stofnað- ur sjóður Rússlandsfara, sem veittu því athygli, að þar austur frá var enginn kotbær svo aum- ur, að ekki státaði líkneskja af Stalín á torgi eða stræti. Rann þessum mönnum til rifja um- komuleysi Neskaupstaðar í þessu efni og töldu brýna nauðsyn til þess bera, að reist yrði minnis- merki yfir „mesta velgerðar- mann mannkynssögunnar“ í þeim eina bæ Norðurálfu, sem lærisveinar hans færu með völd. Til þessa hefur hugmyndin ekki náð fram að ganga, en nú opnuð- ust skyndilega nýir möguleikar. Verið er að brjóta niður þúsund- ir minnismerkja af Stalín og hafa verkamenn austantjalds fengið marga eftir- og nætur- vinnustund síðustu vikur. Fyrir þrábeiðni kommúnista hér og sér- staka forgöngu Lúðviks Jós- epssonar, fékkst leyfi rússneskra stjórnarvalda til að flytja eina af styttum Stalíns úr landi, að vísu ekki af þeim stærstu, en þó þokkalega, nokkurra mannhæða háa mittismynd. Á Stórráðsfundi, sem nýlega Hvað á barnið . . .? Framhald af 1. síðu. Héraðsbúar mega ekki láta þá skömm sannast á sér, að þeir séu slíkir verrfeðrungar, að þeim sé um megn að finna skaplegt heiti á veizlunarstað sinn, sem innan tiðar verður líka miðstöð at- hafna og menningar á Héraði. Athugum enn á ný gamlar uppá- stungur, — Lagarás er ágætt nafn, — og komið fram með nýj- ar, runnar af austfirzkri rót, sem minna á Hérað, Múla, Löginn eða önnur kær heiti. Drífum svo fé- iagsmálaráðherra á ný í hemp- una og látum ekki standa á svari, þegar hann spyr: Hvað á þorpið ykkar Héraðsbúa að heita? var haldinn, var samþykkt að koma minnismerkinu fyrir uppi á Júdasarbala og gerð frumdrög að dagskrá hátíðarhalda við afhjúp- un styttunnar. Aðalræðuna held- ur Litli-Stalín yfir texta, sem Ól- afur Jónsson velur úr Rómar- samningnum, Æskulýðsfylkingin endurtekur helztu skemmtiatriði síðasta útbreiðslufundar, grátkór gamalla Línukomma syngur, sólóisti verður Bjarni Þórðarson. Athöfnin hefst við Glaumbæj- ardyr og verður þaðan gengið í prosessíu til hátíðarsvæðisins, en í fararbroddi mun fara Gunnar Ólafsson með mynd hins látna ástmögurs fyrir sér. Lúðvík Jós- epsson afhjúpar styttuna, vænzt er sendinefnda frá flokksdeild- um, m. a. verður viðstödd fjöl- menn sendinefnd frá Sósíalista- flokknum, sem mætir í nafni Al- þýðubandalagsins. Gleymdust bótarnir? pl Fyrir nokkrum árum skutu út- vegsmenn saman fé til smíða á tveimur kappróðrarbátum og lagði bæjarsjóður líka fram fé. Gunnar Þórarinsson smíðaði síðan bátana sem afhentir voru Sjó- mannadagsráði að gjöf á sjó- mannadaginn. Síðar var byggt hús yfir bátana. Þessir bátar hafa lítið verið notaðir, nema til keppni í róðri á sjómannadag ár hvert, en sá þátt- ur þykir nauðsyn á skemmtiskrá dagsins. Með góðri umhirðu gætu bát- arnir enzt lengi og til þess mun hafa verið ætlazt af gefendum. Nú hefur svo brugðið við, að bát- arnir hafa legið úti í allt sumar og liggja enn og hafa þegar orð- ið fyrir áföllum og hnjaski. Væri æskilegt, að forráðamenn eig- enda bátanna settu í sig hörku og kæ’mu þeim í hús, áður en meira tjón hlýzt af. N or ðfirðingar Nýkomnir gúmmískór, kuldaúlpur, fjölbreytt úrval kjóla- efna. Einnig kaffi- og matarstell, stakir bollar og diskar. \ Singer saiunavélar og Singer prjónavélar, armbandsúr og eldhús-, stofu- og vekjaraklukkur, ýmiskonar kristalsvörur. i Silfurvörur, s. s. sykursett á bakka, kjötskurðarsett, barna- sett, krossar o. fl. Tökum upp daglega mibið úrval af alls konar jólavörum. KF. FRAM.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.