Austri - 21.02.1962, Blaðsíða 1
7. árgangur.
Neskaupstað, 21. febrúar 1962.
4. tölublað.
Mjólkurframleiðsla færist í aukana
Rætt við mjólkurbússtjórana í Neskaupstað og Egiisstöðuni
V —JOikJ
Þess var nýlega getið í útvarps-
fréttum um rekstur mjólkurbúa á
liðnu ári, að mest hefði mjólkur-
aukningin orðið hlutfallslega á
svæði Mjólkurbús KHB á Egils-
stöðum, en mjólkurstöð Kf. Fram
í Neskaupstað haft jafnbeztu
mjólkina.
Það hefðu einhverntíma þótt
tíðindi, að Austfirðinga væri sér-
staklega getið að ágætum á þessu
sviði. — Austri hefur af þessu
tilefni átt stutt samtöl við þá
Svavar Stefánsson, mjólkurbús-
stjóra á Egilsstöðum og Inga Sig-
mundsson kollega hans í Neskaup-
stað og innt þá frétta.
Ingi:
Já, við byrjuðum að flokka
mjólkina fyrir rúmum fimm árum.
Fyrst flokkaðist hún misjafnlega,
talsvert fór í II. og III. flokk, en
þetta hefur farið batnandi. Flokk-
unin er nauðsynleg könnun á því,
hvar við vorum staddir um gæði
framleiðslunnar og þegar sú könn-
un lá fyrir, var hægt að leita að
því hvar skórinn kreppti og reyna
að bæta úr ágöllunum. Þetta hef-
ur með góðum vilja, tekizt það vel,
að sl. ár fóru 434.358 kg. í I. fl.,
6040 í H. og 265 í HL, en innvegin
mjólk það ár varð 440.663 kg.
E\r nokkuð að marka þessa
flokkun ykkar?
Það á að vera. Sömu aðferðum
er beitt um land allt, og raunar
nálæg lönd, og sömu matsreglur
gilda um flokkaskipunina. Mjólk-
in er litarprófuð og segir sú próf-
un til um gerlafjölda mjólkurinn-
ar, en undir honum eru bragð og
geymsluþol mjólkurinnar mjög
komið. Þá er hún fituprófuð við
og við. Einkum til leiðbeiningar
fyrir nautgriparæktarfélag fram-
leiðenda.
Hve oft er mjólkin litarprófuð?
Vikulega, en ekki á fyrirfram
tilteknum dögum. Framleiðandi
veit þannig ekki hvenær mjólk
hans verður athuguð, en er látinn
vita um niðurstöður hennar. Á
þann hátt fylgist hann að jafnaði
með framleiðslunni og fær jafn-
skjótt að vita, ef út af bregður um
gæði hennar. Komi það fyrir, er
aldrei látið undir höfuð leggjast
að finna orsökina og bæta úr eftir
föngum. Við stærri mjólkurbú eru
fleiri prófanir gerðar. Þeim verð-
ur varla við komið hér. Ég hef
þó hug á að taka upp prófanir
sem segja til um það, hvort kýrn-
ar hafa júgurbólgur.
Hvað veldur gæðum mjólkur-
innar ?
Framleiðendur eru fáir, að stað-
aldri 12—14, flestir um 20, mjólk-
in er flutt daglega til mjólkur-
búsins og um skamman veg. Það
eru um 7 km frá innsta bæ í sveit-
inni að stöðvarvegg, en fyrst og
fremst má þakka þetta góðri um-
gengni í fjósum og nákvæmni í
meðhöndlun mjólkurinnar, hirðu-
semi í meðferð mjaltavéla og
mjólkuríláta samhliða góðri kæl-
ingu. Bændur lcggja metnað sinn
í að vanda framleiðslu sína og
samstarfið við þá hefur frá upp-
hafi verið hið bezta.
Þess vil ég geta, að þótt flutn-
ingar á mjólkinni séu auðveldir að
sumri til, er aðra sögu að segja að
vetri. Vegurinn um sveitina er
gamall, lítið uppbyggður í upp-
hafi og víða siginn. Það er því
mjög aðkallandi að endurbyggja
veginn og velja honum stað með
tilliti til snjóalaga.
Kaupfélagið rekur mjólkurstöð-
ina?
Já, og lét reisa vandað hús vfir
þá starfsemi. Stöðin var tekin í
notkun í des. 1959 og hefur reynzt
vel, bæði innrétting og vélarbún-
aður. I sama húsi er mjólkurbúð,
þar sem seld er mjólk í lausu máli,
rjómi og sýrð mjólk.
Mjólkin fer öll, að kalla til
neyzlu. Mjólkurmagnið, sem stöð-
inni berst, er misjafnt eftir árs-
tímum, mest í júní-ágúst, en
minnst í okt.-nóv. Mjólkurþörfin
er misjöfn, en oftast fullnægir
heimaframleiðslan ekki eftirspurn-
inni og þarf þá að kaupa mjólk
að. Síðari hluta vetrar er alltaf
nokkuð í afgangi og látið ganga í
rjóma og skyr, en meginið af
rjóma og skyri og allar aðrar
mjólkurvörur verður að kaupa
að. Innflutningur af skyri,
rjóma og mjólk varð sl. ár, ná-
lægt 600.000 í krónum talið.
Nokkrar nýjungar á döfinni?
Ekki á næstunni. Stöðugt er
leitað eftir nýjum og hagkvæmum
aðferðum við „pökkun" mjólkur-
innar. Þær aðferðir, sem mest eru
notaðar, fullnægja ekki kröfum
neytenda. Hinar glæru flöskur eru
gaálagripir, pappirsumbúðir dýr-
ar, en vitanlega getum við ein-
ungi3 reynt að fylgjast með þeim
nýjungum, sem fram koma og
beðið þess, að eitthvað komi inn-
an tíðar sem henti okkur við þær
aðstæður sem við búum við. Ný-
lega fórum við að selja rjóma í :
flöskum og tökum senn upp sama j
hátt við sýrðu mjólkina. Aðrar
breytingar verður framtíðin að
leiða í ljós á sínum tíma.
Svavar:
Já, það varð mikil aukning á |
imjólkurmagninu síðast liðið ár.
Og svo er enn. — Innvegin mjóik
í janúar núna er um 40 þús. lítr-
um meiri en í fyrra. Þó voru
flutningar núna mjög erfiðir í a.
m. k. eina viku.
Ófullkomið vegakerfi er mjólk-
urframleiðslunni á Héraði mikill
fjötur um fót. Almennt talað má
segja að vegakerfið á Héraði þoli
Fyrir réttum 60 árum bundust
þrjú k'aupfélög í Þingeyjarsýslum
samtökum og stofnuðu Samband
íslenzkra samvinnufélaga.
Fyrstu kaupfélögin voru stofn-
uð í þeim tilgangi að ná verzlun-
inni úr höndum erlendra kaup-
manna og jafnframt að veita
mönnum þau hagstæðustu verzl-
unarkjör sem unnt væri. Forvígis-
menn kaupfélaganna þóttust þess
fullvissir, að bætt verzlunarþjón-
usta í höndum innlendra aðila
myndi verða mikill aflgjafi al-
mennra framfara í búnaði og öllu
athafnalífi þjóðarinnar, en varla
hafa þeir séð fyrir, að þetta fé-
lagsform myndi breiðast út um
land allt og ná þeim þrótti sem
nú er.
Samband kaupfélaganna var í
upphafi í samræmi við frumstarf
kaupfélaganna, einungis verzlun-
armiðstöð. Greiddi fyrir innflutn-
ingi verzlunarvarnings og leitaði
1 hagstæðra markaða fyrr afurðir
svo sem engin snjóalög. Auk þess
eru svo ennþá allvíða einstök höft
sem myndast strax í fyrstu snjó-
um. Þannig er t. d. ástatt í öxl-
unum utan við Eiða, hérna inn hjá
Höfða og víðar og víðar. Er oft
gremjulegt, þegar slík höft loka
leiðum hér skammt undan, en síð-
an er kannske skotfæri um allt á
enda mjólkurleiðarinnar. — Þó er
það ótalið, sem ergir mann kann-
ske hvað mest, aurbleytan á vor-
in, en þá hendir það ósjaldan að
bílum verður alls ekki við komið
og er þá brotizt á dráttarvélum og
jafnvel ýtum — eftir auðum veg-
unum! •— Á hinu leitinu er það
svo náttúrlega gífurlegt óhagræði
hvernig háttað er vegarsamband-
inu við Neskaupstað, fjölmennasta
staðinn í fjórðungnum.
IIver.su víða dragið þið svo
föng til bús?
Fyrst er að nefna hreppana
fyrir austan Fljót, allt frá efstu
bæjum í Skriðdal og Skógunum til
yztu bæja í Hjaltastaðaþinghá.
Nálega hver bóndi á þessu svæði
hefur nú orðið einhverja mjólkur-
sölu. 1 Fellum er mjólkursala orð-
in allalmenn og tveir bæir í Fljóts-
Frarnh. á 3. síðu.
meðlima kaupiélaganna. Fljót-
lega sannaðist, að kaupfélögin
brugðust í engu vonum manna um
bætt verzlunarkjör. Það sannfærði
menn um, að í samstöðu og sam-
vinnu almennings fælist afl, sem
beita mætti við lausn fjölmargra
annarra viðfangsefna. 1 samræmi
við þessa reynslu, leituðu kaupfé-
lögin fleiri viðfangsefna, einkum
á sviði athafnalífsins og urðu
brátt svo öifliug af samstilltujm
kröftum almennings, að atvinnu-
lífið úti um land hvíldi að veru-
legu leyti á þeirra herðum og til
þeirra gátu menn leitað marghátt-
aðrar fyrirgreiðslu og þjónustu.
Heildarsamtökin þróuðust í svip-
aða átt og nú eru hin fámennu
verzlunarsamtök kaupfélaganna
orðin að víðfeðmri samvinnuhreyf-
ingu sem þegar hefur haslað sér
völl á flestum sviðum í athafna-
og viðskiptalífi þjóðarinnar.
En þótt samvinnumenn hafi
Framh. á 4. síðu.
Samb. ísl. samvinnuíélaga 60 ára