Austri - 21.02.1962, Side 2

Austri - 21.02.1962, Side 2
2 AUSTRI Marteinn Magnússon: Lílið reisukorn Mér datt í hug að senda Austra fáeinar línur, mér til gamans, og þá varð ég auð- vitað að heimsækja ritstjór- ann, því að sjálfsagt verður hann að vega og meta allt, sem fer í hans blað. Ég rölti því til hans þarna upp í hæðimar og hringdi bjöll- unni. Kona hans kom til dyra og ég innti hana eftir ritstjór- anum. Hann var þá ekki heima helv .. . það tama og ekki vissi hún hvar hann eyddi tímanum þá stundina. Það er ljótt af mönnum að láta ekki konurnar vita um sínar ferðir og ljótt af öðrum mönnum að tefja lengi í heimsókn, þegar maðurinn er ekki heima. Ég hafði mig því á brott hið bráðasta. I. Fyrir löngu síðan ráðgerðum við hjónin að fara til Akureyrar, því að þangað höfðum við aldrei kom- ið, en sú ráðagerð komst aldrei til framkvæímda, meðan vfið vlorum bæði ofan moldar, en í fyrrahaust var mér boðin þátttaka í skemmti- ferð með Sæsilfursfólkinu til Mý- vatns, Húsavíkur og áfram um Tjömes, Ásbyrgi, upp í Gríms- staði og svo beina leið heim. Ferð- in hófst snemma morguns 24. sept. og heim var komið um tvö leytið mánudagsnótt. Þá var haustslátrun byrjuð hjá kaupfé- laginu og glóðvolgar gærur biðu mín. En ég vissi ekkert um þá ráð- stöfun og svaf hinn rólegasti fram um kl. níu. Samt var víst enginn tími af mér dreginn, þótt ég mætti ekki á réttum tíma. Kannske er það ekki lengur tízka nú á dogum, kannske á ég það að þakka tign minni sem gærumála- ráðherra og aldursforseti á þess- um vinnustað. Og ekki var flakki mínu til Norðurlands lokið með þessari ferð. Seint í sept. sl. haust var mér enn boðin þátttaka í skemmti- ferð starfsfólks Sæsilfurs, og í þetta sinn til Akureyrar. Ég vissi ekki til að neinir af mínum nán- ustu yrðu með í förinni og sló því frá mér þátttöku. Nú var enn komið fram undir sláturtíð og ég byrjaður að puða við lagfæringar á sláturhúsinu, Þar er alltaf eitt- hvað að lagfæra og nú var það frárennslið, sem var bilað, víst stíflað og rennustjórinn hvergi nálægur. Hann kemur þó brátt á vettvang og skipar að grafa upp rörin. Þau muni brotin — og strax er hafizt handa. Sláturhússstjór- inn vill aðra læknisaðgerð. Kall- ar á bæjarverkstjórann, loftpressu og helvítamikinn járngaur. Og á svipstundu er öll stífla úr rörun- um, allt táhreint! Svona getur þeim missýnzt, blessuðum sér- fræðingunum, en þrátt fyrir þetta býst ég ekki við, að rennustjórinn missi embættið í þetta sinn. Og rétt í þessu kemur Guð- mundur síldarmatsmaður aðvíf- andi og spyr enn, hvort ég komi ekki með norður. I þetta sinn slæ ég til, enda fæ ég að vita, að með í förinni verður Halli Bergs og hans káta kona. Næsta morgun árla mæti ég við rútuna með kýld- an mal, úttroðinn hangikjöti, sviðum, nýju og söltuðu kjöti. Mér var ekki ætlað að svelta í reisunni. Veður var með afbrigðum illt þennan septembermorgun, en ekki létu menn það á sig fá, en sumir eru kannske seinna á ferðinni og daufan í dálkinn vegna rigning- arinnar. Að lokum eru þó allir komnir, nema ein hjón. Hinkrað er við, en ekki koma hjónin og menn taka að ræða um hvað kynni að hafa tafið þau. Svona geta menn látið. Eins og öðrum komi það nokkuð við, hvað ein hjón séu að gera yfir nóttina. Og ekki nóg með það, nú er farið að leita, en brátt koma hjónin, hæg og prúð, og áttu eftir að skemmta okkur vel í rútunni. Nú er haldið af stað í hasti, áður en þeir týnast, sem komnir eru. Svo að ekki sannist á okkur vísan hans Teits Hartmanns: Týndur fannst, en fundinn hvarf. Að fundnum týndur leita þarf, týndist sá, sem fundinn fer að leita þess, sem týndur er. Þegar við fórum inn sveitina voru gangnamennirnir að koma með reksturinn inn Búlandið. Ekki eru þeir öfundsverðir af því að hrekjast suður í Kjálkinn í þessu líka fallega veðrinu. Það er bót, að þarna fara bara ungir og harð- duglegir menn. Dauft er yfir í rútunni, menn syfjulegir, en brátt lifnaði yfir. Þegar við vorum að sleppa brúnni á Norðfjarðaránni kvað við hvell- ur, mér heyrðist í brúnni og skyldi ekki hvað brotnað hefði. Sjálfsagt hafði brúin þolað meiri þrekraun en að bera þessa rútu með þeim 29 mönnum, sem í henni voru. En bresturinn var annars eðlis. Ein- hver hafði tekið upp flösku til að fjörga fólkið og lífga forsöngv- arann. Og þetta verkaði eins og þegar hellt er sápulút í Geysi og heyrðist strax yfir hverju Halli Bergs bjó og nú hljómaði söngur- inn um rútuna. Eftir þetta stóð ekki á forsöngvaranum, og ætlaði að dofna yfir honum, þurfti að- eins að dreypa á hann tári. Nú verður ekkert til tíðinda. Við Skjöldólfsstaði er borðað og síðan lagt á öræfin. Þegar komið er í Möðrudalsfjallgarðana hrópar ein- hver: Hreindýr, hreindýr! Nú þótti sjálfsagt að stoppa og líta á hreindýrin, en heldur lítið var á því að græða, svo langt burtu voru þau, 15—20 í hóp, sýnilega tekin að búast vetrarklæðum. Ég sat aftast í rútunni og hafði að sessunaut káta og glaðværa konu, sem fædd er og uppalin rétt við Hólinn minn. Nú er ég hættur að súpa á flösku, er a. m. k. fjarska varfærinn í þeim sökum. Þess vegna var mér falin varzlan á flöskugreyinu og gætti þess vandlega að konurnar kæmust ekki í of náin kynni við þennan ágætis metal. Þessari afskipta- semi minni var ekki sérlega vel tekið af kvenfólkinu, sem taldi að ég hefði ekkert vit, vald eða leyfi Neskaupstað, 21. febrúar 1962. til að stjórna neinu hjá konum. Ég sat samt við minn keip og út- deildi veigunum af stakri varúð. Seinna sá ég, að þetta var óþarfa afskiptasemi af mér. Konumar kunnu hóf á um drykkjuna og stungu aðeins tungunni í skudd- ann. Og því skyldu þær ekki mega það eins og við karlmennirnir ? Ég veit ekki til að neins staðar sé bannað að gleðjast með glöðum og mig minnir, að sjálfur meistar- inn breytti vatni í vín, sjálfsagt til drykkjar. Á því sjáum við, að hann hefur ekkert verið á móti hóflegum og skikkanlegum gleð- skap. Eftir hans dæmi ætti okkur að vera óhætt að breyta. (Framh). M. M. Úr bréfi Um Mörg vandamál steðja að þess- ari þjóð atvinnuleg, fjárhagsleg, og útlend ómenning er að færa margt verðmætt í kaf. Sjálfstæði landsins, jafnvel tilveru þjóðar- innar er ógnað. En þó margar þjóðir hafi liðið undir lok vegna erlendrar ásælni og yfirgangs hefur innlend ómenn- ing komið fleiri þjóðum á kné. Ef ég væri spurður hvað væri mesta vandamál íslenzku þjóðar- innar í dag, myndi ég hiklaust svara: áfengisneyzlan í landinu. Sumum finnst þetta sjálfsagt hreinar öfgar, og benda á, að þjóðin og allar þjóðir hafi drukk- ið áfengi frá alda öðli, og ekki orðið meint af. Því er fyrst til að svara, að þjóðum heimsins hefur ekki vegn- að sérlega vel á umliðnum öldum, og enn þann dag í dag líður meiri hluti mannkynsins skort. Á mestu eymdar- og niðurlæg- ingartímum íslenzku þjóðarinnar, 17. og 18. öldinni, var drykkju- skapur mjög mikill og átti áreið- anlega drjúgan þátt í vandræðum þjóðarinnar. Um drykkjuskapinn hjá okkur íslcndingum er í rauninni þrennt nýtt. Það hefur aldrei verið drukk- ið eins mikið og nú, kvenfólk á Isiandi hefur aldrei drukkið áfengi að neinu ráði fyrr en síð- ustu 15—20 árin, það var óþekkt að kalla, að börn og unglingar drykkju, alveg fram á síðustu ár. Hinn ört vaxandi drykkjuskap- ur barna, unglinga og kvenfólks, hlýtur að verða hverjum hugsandi manni áhyggjuefni. 1 opinberum skýrslum er tala áfengissjúklinga aðeins talin fá hundruð, en því miður er ástand- ið ekki svo gott, sem ætla mætti af þeim tölum. Á fjöldamörgum heimilum ríkir hreint vandræða- ástand vegna drykkjuskapar, í rauninni hrein upplausn. Fjárhag- ur í kalda kolum, ósamkomulag til Austra á milli hjóna, börn á refilsstigum. Til glöggvunar skal ég setja íér tvær örugglega sannar sögur. Þær eru að vísu úr Reykjavík, þar sem drykkjuskapur er lang mestur og ástandið í þessum málum miklu verst. Á nýársnótt fyrir rösku ári, var ungur maður á heimleið eftir mjög fjölfarinni götu í Reykjavík. Þeg- ar hann kom á móts við hús nokk- urt, heyrði hann kallað hástöfum á hjálp, og sá konu koma út í glugga á efri hæð hússins. Um- svifalaust hljóp hann inn í húsið um opnar dyr. Þeirri sjón sem þar blasti við honum, gleymir hann aldrei. Þar stóð heimilisfað- irinn með stóra og bitra sveðju í höndunum og hótaði að drepa konu sína, en í pilsum hennar hengu tvö grátandi, ofsahrædd börn. Hin sagan gerðist þessa sömu nótt. Tóíf ára drengur náði með naumindum í afa sinn í síma og fékk hjálp til að skakka leikinn, . en foreldrar hans, bæði ölóð, börðust upp á líf og dauða. Svona dæmi eru undantekning, segja þeir, sem allt vilja humma fram af sér á þægilegasta hátt. En I það er misskilningur, þetta og þvílíkt er algengar en nokkum ór- I ar fyrir. Hvers konar misþyrm- ingar, ofbeldisverk, jafnvel mann- I dráp, eru tíðari en flestir gera sér I ljóst. Það hræðilegasta við drykkju- skapinn er þó þau margháttuðu skaðlegu áhrif, sem bömin verða fyrir og sem svo sorglega oft fylgir í kjölfar hans, auk líkam- legra misþyrminga og hverskonar vanhirðu. Það er tilgangslaust að tala um ástandið í þessum málum, segja ýmsir. Það, sem máli skiptir, er að finna leið til úrbóta. 1 næsta kafla ætla ég að benda á leið úr ógöng- unum. Ulfur Dagsson. drykkjuskap

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.