Austri - 06.04.1967, Qupperneq 1

Austri - 06.04.1967, Qupperneq 1
Ctgefandi: Kjördaemlssamband Framsóknarmanna I Austurlandskjördæml. Eltstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjáimarsson Fjármái og auglýsingar: Bjöm Steindórsson, Neskaupstað. NESPKENT FLOKKSÞINGIÐ Fjórtánda flokksþing Fram- sóknarmanna var að venju mjög fjölsótt. Sátu það nokkuð á 5. hundrað kjörinna fulltrúa auk fjölda gesta, er sátu einstaka fundi. Illviðri og ófærð hamlaði þó fundarsókn úr nokkrum byggðarlögum. Fundarstaður var Súlnasalur- inn í Bændahöllinni. Þingið hófst þriðjudaginn 14. marz og því lauk síðdegis á laugardag. Var þingslitafundurinn jafnframt há- tíðarsamkoma þar sem minnzt var fimmtíu ára afmælis Fram- sóknarflokksins. Fóru þingslit fram í Háskólabíói, sem tekur 1000 manns í sæti. Yfirfylltist húsið og urðu hundruð manna að standa. Fjórtánda flokksþingið mun marka tímamót í landsmálunum. Mikill fjöldi ungra manna sótti þingið. Og í ályktunum þess er lögð þung áherzla á sjónarmið hinnar ungu og vel menntuðu kynslóðar, sem vex upp í land- inu og verður í vaxandi mæli burðarás þjóðféiagsins. í upphafi stjórnmálayfirlýsing- ar 14. flokksþingsins segir svo: Framsóknarflokkurinn starfar sem alhliða umbótaflokkur og stefna hans hefur verið og er í megindráttum þessi: Að vernda og efla menningarlegt, efnalegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar og af- saia í engu réttindum hennar. Að vinna að efnalegu sjálfstæði sem allra flestra einstaklinga á grundvelli samvinnu og einkaframtaks. Að vinna að jafnrétti og jafn- ræði, m. a. með því að sporna gegn yfirdrottnun auðhringa og óeðlilegum afskiptum rík- isvaldsins og með auknum almannatryggingum og góðri aðstöðu til menntunar fyrir alla. Að efla vísindi, tækni og verk- kunnáttu. Að beina fjármagni til aukning- ar framleiðslu og framleiðni atvinnuveganna og að veiga- mestu þjónustuframkvæmdum og að dreifa því til atvinnu- greina og landshluta með við- ráðanlegum kjörum. Að gera hið ítrasta til að efla jafnvægi í byggð landsins. Að vinna að því að sætta fjár- magn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er, að hver og einn beri réttan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Að vinna gegn verðbólgu og dýr- tíð og jafnvægisleysi i fjár- málum þjóðarinnar. Hér er glögglega mörkuð staða Framsóknarflokksins sem alhliða umbótaflokks, sem byggir á þjóðlegum grunni. Þá eru markaðar meginlínur þeirrar umbótastefnu sem flokk- urinn er að móta og Framsókn- armenn telja að verði að koma í stað þess vandræðafálms, er ein- kennt hefur valdaferil núverandi stjórnarflokka. Kjarni þessarar nýju stefnu, sem yfirlýsingin markar, er að ráðstafanir í efnahagsmálum séu miðaðar við almannahag og und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, fjölbreyttni 1 framleiðslu og nýt- ingu hráefna og auðlinda með nánu samstarfi, sem á verði kom- ið milli ríkisins og fulltrúa frá atvinnugreinum, starfsfólki, tækni- og vísindastofnunum. Og á grundvelli slíks samstarfs verði tekin upp skipuleg stjórn í fjárfestingarmálum og byggt á vönduðum áætlunum, gerðum meo það fyrir augum að koma því fram sem mest nauðsyn ber til. Síðasti hluti stjórnmálayfirlýs- ingarinnar fjallar um utanríkis- mál. Er þar áréttuð fyrri afstaða Framsóknarflokksins til alþjóða viðskipta og mótaðar ákveðnar tillögur varðandi afstöðuna til varnarliðsins. Flokksþingið gerði að vanda á- lyktanir í hinum ýmsu mála- flokkum. Var unnið að undirbún- ingi tillaga í nefndum, sem allir þingfulltrúar áttu sæti í. i Ókunnugum manni sem sér þessa fyrirsögn kemur sennilega fyrst í hug að nú hafi einhver málarinn syðra sett upp sýningu á málverkum sínum hér austur á landi. En svo er ekki. Það eru heimamenn, 12 félagar í Mynd- listarfélagi Neskaupstaðar, sem hér eru á ferð. Sýndar eru um 120 myndir, all- ar nýjar. Félagið hafði kennara hálfan annan mánuð eftir áramótin, Sumar þessara ályktana eru mjög ítarlegar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram áð- ur en þing kom saman. Var hún framkvæmd af einstökum starfs- hópum innan flokksins. Allt of langt mál yrði að birta þessar ályktanir hér, enda eiga menn aðgang að þeim annars staðar. En þær bera þess Ijós merki, að innan Framsóknar- flokksins eru að verki sterk öfl frá hinum ólíkustu starfsgrein- um og hvaðanæfa af landinu. Og það sem kannski skiptir mestu máli, unga kynslóðin á þar öfl- uga málsvara, sem njóta stuðn- ings og viðurkenningar í röðum hinna eldri flokksmanna. í ályktunum þingsins er að sjálfsögðu lögð rík áherzla á nauðsyn þess að efla jafnvægi í byggð landsins. Alitaf skýrast línur í þeim málum. Og þrátt fyrir það er áður hefur verið unnið í jafnvægisátt, verður æ fleiri landsmönnum Ijóst, að beita þarf nýjum aðgerðum og taka á þeim málum af mun meiri festu en áður. Fjórtánda flokksþingið, haldið við hálfrar aldar tímamót í sögu Framsóknarflokksins, mun verða þeim minnisstætt er það sóttu. í afmælisræðum ritara flokks- ins Helga Bergs, og varafor- mannsins, Ólafs Jóhannessonar, var rakin löng saga í stuttu máli og minnzt frumherjanna á viðeig- andi hátt, einnig í ræðum for- mannsins, Eysteins Jónssonar, Það vakti óblandna ánægju, að Jónas Jónsson, sem nú er orðinn aldraður maður, mætti á hátíðar- samkomunni og lokahófinu. En þarna mættu raunar ýmsir aðrir hinna elztu flokksmanna, s. s. Einar S. Baldvinsson, en áður hafði Veturliði Gunnarsson starf- að hjá félaginu um hríð. Formaður félagsins, Sveinn Vilhjálmsson frá Grund í Mjóa- firði, rómar mjög tilsögn þessara manna, sem var þó nokkuð ólík, en einmitt á því að kynnast mis- jöfnum horfum, læri menn mest. Sýningin, sem var í félagsheim- ilinu, stóð yfir frá því á skírdag og fram á páskadagskvöld. Sóttu Guðbrandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans, en einnig blaðið hefur nú minnzt hálfrar aldar af- mælis síns. En þótt minningar frá fimmtíu ára baráttusögu settu svip á 14. flokksþingið, þá einkenndust þó störf þess og málflutningur allur fyrst og fremst af málefnum nú- tíðar og framtíðar og þeirri bar- áttu sem framundan er. Ræða formannsins, Eysteins I Jónssonar, er hann flutti við þingsetninguna, var í senn yfir- gripsmikil og snjöll. Með henni og með ályktunum flokksþingsins hafa Framsóknarmenn raunar hafið sina kosningabaráttu að þessu sinni. IHvað er ó | seiði? Þegar Alþingi hafði afgreitt fjárlög, þar sem verklegum ; framkvæmdum var síður en svo gert hátt undir höfði, þá j ákvað ríkisstjórnin að skera j þær niður um 10%. Þrálátur orðrómur gengur j um það, að stöðvaðar verði í j bili vissar framkvæmdir, jafn- ; vel hinar allra þýðingarmestu ; eins og t. d. hafnarfram- ; kvæmdir í Neskaupstað, sem ; eigi aðeins hafa gildi fyrir ; byggðarlagið heldur einnig ; fyrir síldveiðiflota lands- ; manna, en óhæfilegur dráttur var orðinn á því að byrja það ; verk. : Vitað er um önnur verk sem ; eigi heldur þola neina bið, sem ekki hefur enn verið leyft að halda áfram með. Svo er t. d. með barna- og unglingaskól- ; ann að Hallormsstað. Allir ; vita hvernig ástatt er um hús- j næðismál unglingafræðslunn- j ar. Þarna er eftir að fullgera íbúðir. En hver vikan líður af j annarri á þeim árstíma, þeg- ; ar eðlilegt var að vinna inni- vinnuna — og ekkert gerist. Sjaldan eða aldrei hefur verið erfiðara að fá lán til ýmissa framkvæmda. Yfir- stjórn bankanna leggur ríkt á við útibússtjóra sína að draga úr lánveitingum. Vonandi rætist úr betur en á horfist. En margur er ugg- andi. Og menn spyrja hverir aðra: Hvað er á seiði? Málverkasýning í Neskaupstað Framh. 4 2. siðu.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.