Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 13

Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 13
Neskaupstað, jólin 1972. AUSTRI 13 Saman tínt . . . Framhald af 9. síðu. eiyri, en orðið gjaldþrota. Hann var nú fluttur suður og stóð þar í andskotaflokiki Ölafs miðjum. Óafur svaraði spurningunni þannig að vel þótti gert, en sagði síðan: „Ef það eru fleiri fallítt kaup- menn norðan af Akureyri sem ætla að koma með fyrirspurnir, bið ég þá að gera það strax". Hvernig var Kjarval? Hver get- ur svarað því? Hann var eins og hann var, ihefði gamla fólkið sagt. En mangt ihefur verið um hann sagt. Eitt sinn er Kjarval bjó á homi Barónsstígs og Njálsgötu sá veg- farandi sem framhjá fór, að Kjar- val kom út í glugga sinn á 2. hæð og lét eitthvað detta niður á göt- una. Þar stóð einn þékktasti úti- göngumaður, eða róni Reykjavík- ur. Sá ihirti það sem niður féll, en það reyndust vera smáaunar og vöðlað blað utan um. En út í gluggann kom meistar- inn, kallaði til rónans, sem auð- sýnilega va,r í betliferð: „Mér þykir þó sannarlega leið- inlegt að geta ekki lánað þér þetta, það stendur nú svona á, ég á bara 13.75. Þú verður að eiga hjá mér 1.25, þangað til næst, þó mér þyki það afskaplega leitt“. Maður skyldi halda að prestar litu yfirleitt vel til með fermingar- börnum sinum. Ekki hefur honum þó þótt það presti iþeim, er skrif- aði á spássíuna í kirkjubókinni um stúlkuna, sem ’hann var nýbúinn að ferma og taka til: „Heims um bekki ihermi ég þekki ei verri. Vonda hrekki 'hefur slík, hún er efcki dyggðarík". Lögreglumaður nokfcur ungur og nýr í starfi sat sveittur við að gera lögregluskýrslu. Hafði hann haft afskipti af manni, æfum af reiði. I lögregluskólanum hafði vörzlumaður réttvísinnar notið formfastrar móðuimálskennslu. 1 skýrslunni sagði hann svo um af- skipti sín af reiða manninum: „Tjáði hann mér að ég væri fífl. Tjáði ég ihonum að svo væri eigi“. Sýslumaður nokkur, sem eigi þótti rista djúpt í lögum var að yfirheyra í sjóslysamáli. Einn hafði komizt af, og var hann nú mættur í réttinum: Sýslumaður (við vitnið): — Þér voruð einn af þeim, sem drukkn- uðu? Vitnið: — Þá væri ég nú varla hér. Sýslumaður (við bókarann): — Bókið: Mættui' kvaðst eigi hafa drukknað. I annað skiptið þurfti sýslumað- ur að þinga í máli nokkru, sem komið hafði upp í sjávarþorpi inn- •an sýslunnai'. Það var alllangt frá heimili sýslumanns og málið orðið allgamalt, þegar hann loksins kom á staðinn. Nú hefjast yfirheyrslur eg dragast allmargir til málsins. Einn þeirra hét Sigurður. Við nán- ari athugun 'hafði Sigurði aldrei veríð stefnt, af því hann var ein- faldlega dauður. Þá lét sýslumaður bóka: „Þar sem Sigurði sáluga hefur eikki verið stefnt og er þvi ekki mættur í réttinum, verða vitna- 'spurningar eigi lagðar fyrir ihann að sinni“. Á árunum kringum 1920 sat Karl heitinn Einarsson sýslumað- ur á Alþingi fyrir Vestmannaey- inga. Á þeim tímum voru engin segulbönd, en þingskrifarar rituðu jafnóðum niður ræður þingmarma. Var fyrst skrifað uppkast, en það síðan ihreinskrifað. Skriftin var á- kvæðisvinna. Mjög misgott Iþótti að rita upp eftir ræðumönnum. Réði því máls- skipun þeirra og ræðustíll Karl Einarsson var í þeim hópn- um, sem erfitt þótti að skrifa eft- ir. I máli nokkru talaði hann oft og neyndist þingskrifaranum, sem átti að ná upp ræðu hans mjög örðugt að fylgja honum eftir. Sá var þá ungur stúdent, sem síðar átti eftir að verða einn æðsti emb- ættismaður þessa lands. Að þingfundi loknum leit þing- skrifarinn yfir blöðin, hristi höf- uðuð og sagði um leið og Ihann reif handritið í tætlur: „Ég nenni ekki að láta Karl Einarsson tala í þessu máíi“. Flest það sem birt hefur verið hér að framan hefur verið haldiið háði og spéi. Það er því kominn timi alvörunnar. Við sláum í þetta botninn með því að vitna í próf- ræðu Jónasar skálds Hallgríms- sonar, er hann flutti af prédikun- arstóli í Bessastaðakirkju 30. maí 1829, en hann eins og aðrir Bessa- 'staðasveinar mátti prestvígjast: „En góðir bræður, gjörium oss ei margar óskir. Heilbrigði sálar og líkama, fáéinir vinir og daglegt brauð, þetta er sú jarðneska far- sæld, sem vér viljum biðja guð að veita oss og sjálfir leita réttvis- lega“. Ja, tímarnir breytast, og menn- imir með. Það má nú segja. Orðsending til otÉnureliendfl d Austurlðndi * Atvinnurekendur, sem gera eiga skil á iðgjöldum til Líf- eyríssjóðs Austurlands, eru hér með áminntir um að skil þurfa að hafa borlst sjóðnum fj/rir 10. dag hvers mánaðar. Þeir atvinnurekendur, sem ekki hafa gert skil 1 3 mánuði eða meira, mega búast við að innheimt verði hjá 'þeim án frekari fyiirvara. Tekið er á móti skilum í öllum bönkum og sparisjóðum á Austurlandi. Lífeyrissjóður Austurlands m Félagsmönnum okkar, starfsmönnum og öðrum viðskipta- inum, færum við beztu óékir um Gleðileg jó! Farsœlt komandi ár ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI Á LIÐNU ÁRI Dráttarbrautin hf. NESKAUPSTAÐ

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.