Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 9

Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 9
Neskaupstað, jólin 1972. AUSTRI 9 Auður Auðuns fékk 8 atkvæði, en Auður seðill 7. Þegar Einar skáld Benedikts- son lézt, orti maður er þótti mikill kvæðaframleiðandi, en ekki að sama skapi gott skáld, erfiljóð. Sagt er, að hann hafi farið með það fyrir Tómas Guðmundsson og spurt Tómas Ihvort hann hafi elkki ort. Á þá Tómas að fliafa sagt: „Þegai' strengir stormaskáldsins brustu, sem stæltast kvað af mestum andans krafti. Fainnst öllum nema landsins lélegustu leirskáldum það bezt að halda kjafti". Garðprófastur á Stúdentagarði í Reykjavík hafði þau tvö ágæti til að bera að þykja röggsamur og mannlegur. Eitt sinn var það um jólin að (konur gerðust háværar og öl- drukknar, þar á iherlrergi. Þótti af þessu truflan, og ihöfðu menn það við orð að nauðsynlegt væri að skipa ikonum þessum út frá piltiun þeim er herbergjum réðu. „Æ, flátið nú ekki svona", varð garðprcfasti að orði. „Þetta er nú jólasteikin þeirra vesalinganna“. Þegar George Brown, utanrík- i,s r áðherra Verk amannaf lokksins brezka kom ihingað tifl lands, hitti hann m. a. Ásgeir forseta. Þeir tóku tal saman: „Ég Ihef hitt sir Alec“, sagði Ás- geir. „Hann er lítill maður". „Já, það er hann hvernig sem þa.u orð eru skilin", svaraði Ge- orge Brown. Togarasifltípstjóra varð að orði 1958: „Það er álíka og fara á flugnaskytterí með haglabyssu, þegar ibrezku togararnir veiða í lióp undir iherskipavemd". Það ihenti eitt sinn garðprófast- inn góða sem sagt var frá hér að framan, að hann kom af dansleik með ástkonu með sér. Gengu þau til heribergja hans. Þá reglugerð ihafði garðprófast- r.r sett, að enginn mætti með sér haf*a til herbergja í senn nema eina ástkonu. Nú ihendir það garðprófast að þar sem hann er inm genginn með einni konu, þá kemur brátt önnur í humáttina á eftir þeim. Vilfl hún emnig inn fara, og segir garðpró- fast hafa boðið sér. Dyravörður tregðast við og vitnar í regluna. Ekki lætur Ikonan sig og loks flæt- ur dyravöi-ður undan og sældr prófast. Þau urðu leikslok að konan fékk nð fara inn. Segir ekki meir frá nóttu þeirri. En formfesta garð- prcfas'ts biást ekiki. Daginn eftir kallaði hann stúdenta saman í húfþing. Þar fórust honum m. a. svo orð: „Við höfum lengi haft þá reglu, að enginn mætti hafa nema eina ástkonu hjá sér á næturþeli. Nú hefur sú regla reynzt svo vel, að ég hef ákveðið að fjölga konun- um upp í tvær“. Kvöld nokkurt í svarta myrkri nam bíll staðar við benzínstöð í dönsku sveitaþorpi. Út úr bílnum kom bílstjórinn, sneri sér að afgreiðslumanninum og sagði: — Er nokkur svartur iköttur hér í þorpinu með ihvítan hring um hálsinn. — Nei, það er mér óhætt að full- yrða, anzaði afgreiðslumaðurinn. — Hvert þó í heitasta, þá hef ég víst keyrt yfir sóknarprestinn, stundi bílstjórinn. Finnar þykja bei-serldr mildir við drykkju, og úthaldsgóðir. Sagan er um tvo Finna. Fyrir aldarfjói'ðungi höfðu þeir setið saman á ’skólabe'kk, en síðan ekki sézt enda vík milli vina. Nú 'liittist svo á að anmar átti erindi til borg- arinnar, þar sem gamfli féflaginn bjó. Komumaður hringdi til ihans og urðu þeir ásáttir um að fá sér einn um Ikivöldið. Hittast þeir nú sem ráð er fyrir gert og hefja tal 'saman: A: Gaman að ,sjá þig. B: Sömuleiðis. A: Giftur? B: Heyrðu, erum við komnir hingað til að drekka eða kjafta? I annað skipti þurfti sænskur flcaupsýslumaður til Finnlands. Lauk hamn af erindum sínum, en að því ibúnu bauð finnskur við- sk:ptamaður hans honum á bar. Þeim isæn'ska þótti drykkjan mikilúðleg og dragast úr hófi fram. Sá hann *að brátt myjndi hann missa af flugvlél sinni ef hann kveddi eflcki og færi. En finns'ki félaginn var nú ekki alveg á þeim buxunum að hætta gleðinni og kallaði það móðgun við sig ef sá sænski hyrfi á braut. Þó náðust samnimgar um það, að hann mætti ganga til 'kukks. Sváinn lét þar þó ekki staðar numið heldur flaug heim. Viku síðar þurfti harnn að fljúga aftur til sömu borgar. Er þangað kemur dettur honum í 'hug að gott væri að hressa sig á einu glasi. Gengui- hann nú inn á sama öldur- húsið og viku áður. Bregður hon- um mjög í brún er félaginn situr þar enn. Veitingamaðurinn tefcur honum hinsvegar brosandi og segir: „Mikið að þú ikoms't, við vorum famir að Ihalda að þú værir far- inn“. Ekki seljum við Finnasögur dýrari en Skotasögur. Þeim mun smærri sem þjóðirnar eru, þeim mun 'harðari en návígis- pólitíldn. I Færeyjum hefur hún til þessa a. m. Ik. verið afar hörð. FVrir um 15 árum mátti lesa und- ir karlinum í kassanum í Dagblað- inu í ThorsihQvn, en því ritstýrir Knut Wang: „Erlendur Patursson var so fullur í gjár að liann sá omki veg- inn“. Næst þegar „14. september", blað Erlendar Paturssonar birtist mátti lesa þar á svipuðum stað: „Knut Wang var edrúr í gjár“. Haft er eftir dr. Páli Isólfssyni um Eggert 'Stefánsson, söngvara: „Hann þreytti söng og áheyi'- endur“. Þegar Sverrir Kristjánssom, sagnfræðingur kom heim frá námi í Höfn ungur og baráttuglaður, laust forátt saman geirum hans og Jónasar frá Hriflu, sem þá var á hátindi valdia. Sverrir 'fliafði tekið sinn þátt í stúdemtalífi og flxaldið uppi fornum gleðivenjum Hafnar- mamma. Um hann sagði Jónas þá: „Svo ikemur þessi maður, sem hef- ur legið eins og glerbrot á mann- félagsins haug út í Kaupmanna- 'höfn ihingað heim og heldur allt í einu að hann sé orðinn heifl flaska". Tímar liðu. Kiljan skrifaði greinina „Lifandi draugur eltir dauðan mann“ um Jónas, er sá sið- arnefndi gaf út „úrval úr ljóðum Einars Bemediktssomar“, að hon- um látnum. Loks verður Jónas sjötugur, og þá birtist í Þjóðviljanum afmælis- grein um Jónas Jónsson eftir Sverri Kristjánsson, merk grein og frábærlega vel rituð. Er skemmst frá því að segja að upp frá því urðu þeir Jónas og Sverrir alda- vi.nir og ihélzt svo meðan Jónas lifði. Jóhannesi úr Kötlum þótti þessi nýja vinátta tíðindum sæta og orti: „Þið munið það glerbrot á mannféflagsins Ihaug, hvort mundi það hulið í dufti og öslku. Nei, landið vort átti lifandi draug, sem loksins gerði úr því heila flösloi“. Þegar Sigurjón á Álafossi lét grafa upp bein Jónasar Hallgríms- sonar úti í Assistentsldrkjugarði í KaupmannaJhöfn og flytja hingað heim, sem olli miklum deilum og valdsmannaafskiptum v>ar ort: „Byggðu menn engan bautastein bragarins æðsta þjóni. Hvorfld bar lund né helgan rein haugurinn arfagróni. Loks menn um síðir sóttu hans bein sendu þau heim að Fróni. Standa þau nú í stofu ein, stolin af Sigurjóni“. Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður hafði tekið saman sögu listaskáldsins góða, og varð hún mjög umdeild eins og önnur mann- anna verk, og ýmislegt fundið til foráttu. Þá var ort: „íslenzku skáldin ástmey firrt, angurmædd súpa úr gflasi, lognast svo útaf lítilsvirt úr lífsins argaþrasi. Um þeirra leiði er okkert 'hiit allt er þar hafið grasi. Seinast er þeirra saga birt, samin af Matthíasi“. Þegar George Brown, sá er við minntumst á hér að framan var hæittur stappi sínu sem utanríkis- ráðherra Bretaveldis, aðlaði drottningin hann, og er 'hann nú lord. ILiávarðurinn foefur alla tíð iþótt öflkær og lætur flest fjúka, þegar hann er í þvíi ástandi. Fyrir no.kkru var iflmnn staddur sem gestur í Stolckhólmi og sat þar viðhafnarveizlu hjá konungi. Voru menn þar saman komn.ir í stónum s»al og var þar hljómlist leifldn. Skyndilega tók sú ástríða að sækja á lávarðinn, að fá sér snún- ing. Gelck hann um í salnum og sá brátt móta fyrir piflsi. Gerði ihann þá iþað sem dansherrar gera, að hann hneigði sig. En er hann 'hugðist taka utan um dömuna, Ikvað við ihljóð frá pilseigandan- ium: — Uss láttu ékki svona maður. I fyrsta lagi er þetta sænsld þjóð- söngurinn, sem verið er að spifla, og í öðru lagi er ég kardónáli. Ólafur Friðriflcsson, ritsjóri Al- þýðublaðsins var á sínum tíma einhver litríkasti baráttumaður stjórnmálanna hér á landi og frá- bær mælskumaður. Andstæðingum Óafs stóð mikill stuggur jafnvel ótti af Ólafi og lét foann kenna iþess, þegar við var komið. Ritstjórn Alþýðublaðsins hefur efaflaust gefið lítinn arð í aðra hönd á árunum miflli 1920—30. ól- afui- var hinsvegar kvæntur danskri fconu, sem rak Hljóðfæra- Uiús Reykjavikur. Af því munu þau hjónin hafa haft lífsuppeldi sitt. Það kölluðu andstæðingar Ólafs „að hann lifði á konunni“. Einu sinni sem oftar fór Ólafur í framboð til Alþingis og þá í kaupstað úti á landi Einn ihelzti andstæðingur Ólafs var prestur nolckur, sem eflcki þótti með öllu hreinn af því að eiga vingott við annarra manna fconur í ræðustólnum fór prestur um það möigum orðum, að þeir heima- menn þar í kaupstaðnum hefðu lítil fræði eða forystu að sækja til manns, sem lifði á konunni sinni. Gall þá við frá Ólafi: „Skárra er nú að lifa á sinni eig- in konu, en annarra manna konum séra minn“. Prestur mun hafa orðið orðfár. I annað skipti var Ólafur í ræðu- stóli á ifjölmennum fundi í Reylkja- vík. Skaut þá maður fram í fyrir Ólafi og gerði til hams fyrirspurn. Sá 'hafði verið kaupmaður á Akur- Framhald á 13. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.