Austri


Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 3

Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 21. janúar 1977. AUSTRI 3 Vegurinn um Oddssknrd un um kostnað við að leggja veg um Oddsskarð til Neskaupstaðar." Bréfið er alllangt og er þar gerður samanburður á leiðunum tveimur, vegalengd, staðháttum og snjóa- lögum o.s.frv. Að lokum segir í bréfi þingmannanna: ”Af því sem hér að framan hefir verið tekið fram, virðist það vera ljóst, að rannsaka beri betur en hing- að til hefir verið gjört, möguleika áætlun um vegalagningu yfir Odds- skarð.“ Eins og ráða má af tilvitnun í frásögn Einars verkstjóra hér að framan er Hannesi Arnórssyni enn falið að skoða Oddsskarðsleiðina 1941 að beiðni þingmanna. Hann virðist nú ásáttur um að vegagerð sé sækj- andi á þessum slóðum og hefir vega- málastjóri auðsjáanlega tekið það til greina. Hannes mælir veginn í sept- Við upphaf jarðgangnagerðar, Eskifjarðarmegin. fyrir því að koma Neskaupstað í vegasamband um Oddsskarð áður en tekin er fullnaðarákvörðun um hvort vegasambandinu verði haldið áfram frá Viðfirði. 1 síðastliðnum ágústmánuði fór vegaverkstjóri Einar Jónsson gang- andi yfir Oddsskarð eftir ósk Ing- vars Pálmasonar, og athugaði að nokkru vegarstæði á þeirri leið. Vilj- um við vísa til umsagnar hans um þessar leiðir báðar, sem rætt hefir verið um hér að framan. Hann telj- um við gleggstan í þessum málum þeirra manna, er haft hafa á hendi verkstjórn við vegagerðir á Austur- landi á síðari árum. Treystum við því að okkur verði sem fyrst látin í té framangreind ember og ”uppritar“ mælinguna 5. 11. 41. Kostnaður er áætlaður kr. 300.900.00 Mælingin virðist mjög ná- kvæm og nær yfir 15 síður á stór- arkapappír. Fimm dögum síðar legg- ur hann fram sams konar mælingu um leiðina frá Viðfirði til Norðfjarð- ar með sjó og áætlar kostnað við hana 391 þús. kr. Vegagerð í Viðfjörð lýkur 1942 og þegar á næsta ári kemur fyrsta fjárveiting til Oddsskarðsvegar inn á fjárlög, 200 þús. kr. Er siðan veitt fé til vegarins ár hvert til og með 1950 en það ár lýkur vegalagning- unni. Fjárveitingar til Oddsskarðs- vegar á þessum árum námu samtals 1 millj. 675 þús. kr. Fyrir þetta fé framhald á bls. 4. Sveinn Sigurbjörnsson og snjóbíllinn Tanni. Sveinn hóf snjóbílaferðir um Oddsskarð snemma árs 1970, það ártal vantar á bls. 4 annar dálkur. framhald af bls. 1. ferjuferðir nutu nokkurs styrks úr ríkissjóði og hafði Skipaútgerð ríkis- ins umsjón með ferðunum og sá um greiðslu styrksins. I fyrstu annaðist Óskar Lárusson þessar ferðir á vél- bát sínum Hafþór. Siðustu tvö árin hafði Sigurður Lúðvíksson ferðirnai’. Hans bátur hét Hilmir og var 23 tonn en Hafþór var aðeins stærri. Þrátt fyrir veginn til Viðfjarðar og áform um framhald vegar þaðan til Norðfjarðar þá urðu menn ekki afhuga vegalagningu á styttri leið, þ.e. yfir Oddsskarð. Einar Jónsson yfirverkstjóri á Austurlandi segir í viðtali sem birt- ist í sunnudagsblaði Tímans 30. marz 1969: Einar Jónsson, yfirverkstjóri. ”Já vegurinn um Oddsskarð það er sá þjóðvegur sem hæst liggur, og búið að kveða upp þann úrskurð, að þar væri ókleift að gera veg. Odds- skarð — það var mesta ævintýri. Búið var að gera vegarnefnu út í Breiðuvík og um Dysjaskarð ofan í Viðfjörð. Þaðan átti svo að ganga ferja til Neskaupstaðar, mesta vand- ræðafyrirtæki. Ingvar Pálmason hringdi til mín og spurði, hvort ég vildi ekki líta á Oddsskarð og bað mig að koma til móts við sig upp á fjallinu á sunnudegi, sem hann til- tók. Ég fór til Eskifjarðar og gisti þar og lagði svo á fjallið á sunnu- dagsmorguninn. Um hádegisbilið hitti ég svo Ingvar og bæjarstjórann í Neskaupstað, sem hann hafði með sér. Þá var ég búinn að merkja all- ar beygjur á hugsanlegu vegarstæði að sunnan verðu — reisti upp steina eða hlóð smávörður. Á sama hátt markaði ég leiðina ofan til að norðan verðu. Ég taldi sem sé ekki frágangs- sök að koma þarna vegi. Ingvar spurði mig svo, áður en við skildum: ”Má ég bera þig fyrir því að hægt sé að gera veg um Oddsskarð?“. Og ég játaði því: það héldi ég. Um haustið kom ég til Reykjavík- ur og daginn eftir hringdi Geir Zoega og spyr: Er það rétt, Einar, sem haft er eftir þér um Oddsskarð.“ Mér varð um og ó, því að ég fann að í spurningunni fólst ásökun um fljót- ræði. Og ég hafði ekki haft meðferðis nein mælitæki. Samt gat ég ekki ann- að en játað þessu. Upp í Oddsskarð gengur gil, og það var þetta gil, sem olli því, að vegagerð hafði verið tal- in þar ókleif. Og nú spurði Geir: ”Hvað um gilið?“ Ég sagðist fara utan við það. Um vorið var ég aftur staddur í skrifstofu vegamálastjóra, og þá hringir Eysteinn Jónsson, og er að ámálga, að vegarstæðið verði mælt. Og ég heyri undir væng, að hann vill að Árni Snævarr verði látinn mæla það. Hannes Arnórsson var sem sé búinn að telja ógerlegt að vega Oddsskarð. Zoega vildi þó sjálfur ráða, hvernig hann skipti verkum með mönnum sínum, og viku eftir að ég kom austur geng ég fram á Hannes á Eskifirði. Við vorum gam- alkunnugir, því að hann var krakki að alast upp á Hesti, þegar ég var á Hvanneyri, svo að ég spyr glað- hlakkalega: ”Ertu kominn til þess að mæla veginn um Oddsskarð?“ Einni eða tveimur vikum seinna hitti ég hnn aftur á Eskifirði. Þá gekkst hann þá við því, að líklega væri skarðið ekki óvegandi. Og það var að mestu leyti farið eftir stein- unum, sem ég reisti — alveg að sunnan verðu. En ekki kunnu mér allir þakkir fyrir þetta basl mitt. Sumarið eftir átti ég að mæla fyrir Kristján Jóhannsson, verkstjóri. vegi úr Viðfirði út á Barðann (Barðsnes). Bændurnir þar út frá voru fyrir á fyrsta bænum, sem ég kom á, og skömmuðu mig blóðugum skömmum. Þeim fannst Oddsskarðs- vegurinn tilræði við sig. Þar sann- aðist að erfitt er að gera svo öllum líki.“ ... Ingvar Pálmason alþingismaður var þaulkunnugur á Oddsskarði og svo er að sjá, að undir niðri hafi hann alltaf verið sannfærður um að yfir Oddsskarð lægi vegur framtíð- arinnar. Þann 8. apríl 1941 rita þing- menn Sunnmýlinga, Ingvar Pálma- son og Eysteinn Jónsson, bréf um Oddsskarð og byrjar það þannig: ”Hér með leyfum við okkur að æskja þess, að þér hr. vegamálastjóri látið okkur í té hið allra fyrsta áætl-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.