Austri


Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 4

Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 21. janúar 1977. Vegurinn um Oddssknrð framhald af bls. 3. var vegurinn lagður og var ekki við honum hróflað þar til nýr vegur var byggður í Sneiðingunum upp frá Skuggahlíð fyrir fáum árum. Kristján Jóhannsson í Reykjavík var verkstjóri við lagningu vegarins um Oddsskarð. Hann var ágætur verkstjórnarmaður og þóttu vegir hans vandaðir að gerð. Kfistján fór austur á Eskifjörð sumarið 1944 til þess að hefja fram- kvæmdir við veginn. En þá var engan mann að fá í vegavinnu. Vor- ið 1945 var verkið hafið og var byrj- að niðri í Eskif jarðarkauptúni. Mest voru þá 53 menn samtímis á launa- skrá, góðir menn og verkið gekk vel. Pyrsta jarðýtan, sem til Austurlands kom var HD 14, uppgerð frá setulið- inu. Það var þetta sama ár. Skyldi nota hana við Oddsskarðsveg. Þessi ýta reyndist illa, vann aðeins í þrjá daga. Þetta var í júlílok. Hálfum ' mánuði síðar kom svo mjög nýleg ýta, TD 9 og var hún eina jarðýtan við verkið til loka þess 1949. Þegar verki var hætt fyrsta haustið var búið að leggja um 5 km áleiðis upp frá Eskifirði. Ekki mun fjárveiting hafa gengið upp þá en veitt hafði verið til verksins í þrjú ár, þ.e. 1943, 1944 og 1945, alls yfir 600 þús. kr. Árið 1946 komst vegurinn upp á Skarð. Ýtuskófla var þá notuð við ámokstur á þriggja til fjögurra tonna vörubíla. Næsta ár er farið niður undir Hengifossá. 1948 er svo unnið á Oddsdalsmýrinni og skyldi Hengifossá brúuð það ár. Var slegið upp steypumótum en brúargerðinni síðan frestað þar eð ekki varð bíl- fært að brúarstæðinu. Hins vegar var Norðfjarðará brúuð 1946. Árið 1949 var síðan borið ofan í veginn, sem lagður var árið áður, og komst Norðfjörður í vegasamband í ágúst- mánuði. 1950 var síðasta hönd lögð á verkið og byggður kaflinn norðan Norðfjarðarár. Þetta ár, 1950, fékk Oddsskarðs- vegurinn sína fyrstu prófraun, gíf- urlegar stórrigningar voru þetta sumar. 1 fyrstu rigningunni, sem hófst 9. júlí bar það til tíðinda að sprakk úr veginum sunnan í skarð- inu og munaði mjóu að vörubíll ylti fram af. í sama veðri braust Norð- fjarðará upp úr farvegi sínum, rauf bráðabirgðaveg norðan brúarinnar tepptist margt fólk í Skuggahlíð daglangt er það var að koma af Atlavíkursamkomu. Oddsskarðsvegurinn var stórkost- leg samgöngubót fyrir Neskaupstað og Norðfjarðarsveit. Vegurinn í Við- fjörð var næsta ófullkominn og bíl- ferjan aððeins 20 - 30 tonna mótor- bátur svo að nærri má geta, að mönnum hefur brugðið við að komast á eigin bílum að heiman og heim. En veturinn var langur og lokaði leið í eina sjö mánuði fyrstu árin. Smátt og smátt jókst snjómokstur. Hefir oft verið varið til þeirra hluta háum fjárhæðum, stundum til mikils hag- ræðis en með næsta litlum árangri þegar verst lét. Árið byrjuðu tveir ungir menn á Eskifirði snjó- bílsferðir um Oddsskarð. Annar þeirra, Sveinn Sigurbjörnsson, ann- ast þær ferðir enn. ' Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan akfært varð um Oddsskarð hefur margt breyst og kröfur til góðra og öruggra samgangna vaxið mjög. Fyrir löngu var ljóst, að úr- bóta var þörf á þessum hæsta fjall- vegi fjarða á milli á íslandi, með fjölmennustu byggð Austurlands að baki. Ýmsa kafla þurfti að leggja að nýju, t.d. í brekkunum upp frá Skuggahlíð og Eskifirði, og aðra að hækka og styrkja. En meginhindrun- in var þó skarðið sjálft og hinir snjóþungu botnar beggja vegna. Hér var tæplega um aðra lausn að ræða en jarðgöng í skarðinu sjálfu, og allmyndarlegar fyllingar út frá þeim. Gerð jarðgangna er dýr og íslensku berglögin ærið los- araleg víða. Vonlítið var að hefjast handa með það fjármagn, sem skammtað var við venjulega árlega úthlutun vegafjár. Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Sérstakar framkvæmd- aáætlanir um tiltekin verkefni komu nú til sögu. Efnahagsstofnunin vann að slíkri áætlanagerð en hvatinn kom frá alþingismönnum og ríkisstjórn. Þingenn Austurlandskjörd. sóttu á um gerð samgönguáætlunar fyrir Austurland og þá fyrst og fremst um vegaframkvæmdir. Þeir áttu um þessar mundir mörg viðtöl við þá- verandi samgönguráðher-ra, Ingólf Jónsson, og svo við vegamálastjóra, Sigurð Jóhannsson, og verkfræðinga hans, einkum þó Helga Hallgrímsson og Eymund Runólfsson. í janúar 1970 fengu þingmenn í hendur frum- áætlun. Fyrsti formlegi fundur þeirra um þetta mál með Efnahagsstofnun- inni o. fl. var haldinn 20. okt. 1970. Á útmánuðum 1971 liggur svo áætl- unin fyrir eins og hún endanlega var afgreidd. Með bréfi dags. 7. apríl 1971 sam- þykkja alþingismenn af Austurlandi drögin fyrir sitt leyti. í nefndu bréfi segir m.a. á þessa leið: Alþingis- menn Austurlands samþykkja þessa áætlun í meginatriðum. Alþingis- menn hafa þó fyrirvara um útfærslu hennar í einstökum atriðum og áskilja sér rétt til endurskoðunar á henni til samræmingar við skiptingu fjárins á einstök svæði, sem alþingis- menn komu sér saman um og sam- komulag varð um við ráðherra, þegar samið var við þingmenn um 300 millj. kr. framlag á 5 árum. 1 apríl árið 1971 tókust þannig samningar með þingmönnum Austurlands og þá- verandi ríkisstjórn um gerð ”Austur- landsáætlunar" þ.e. um sérstakar fjárveitingar til tiltekinna verkefna í vegagerð, sem vinna skyldi á næstu fimm árum. Eitt þeirra verka voru jarðgöngin undir Oddsskarð. Af ýmsum ástæðum þótti einboðið að ráðast í þessa framkvæmd þegar hér var komið sögu. Einangrun fjöl- mennustu byggðarinnar í fjórðungn- um, margvíslegar og gagnkvæmar þarfir byggðanna báðum megin skarðs, og síðast en ekki síst, eðli og stærð þessa viðfangsefnis var þannig að það varð að vinna verkið á ekki allt of löngum tíma. Kostnaður við jarðgöngin sjálf var í fyrstu áætlaður nálægt 50 m. kr. Sú tala hefir margfaldast, bæði vegna verðbólgu og svo vegna þess að athuganir ‘ á jarðlögunum reynd- ust ófullkomnar og þau óhagstæðari en reiknað hafði verið með. Verkið hefur því tafist verulega frá því sem áætlað var. Göngin áttu upphaflega að vera tæpir 600 m en styttust vegna lélegra berglaga Norðfjarðar- megin. Þar er opin sprenging og skáli í stað gangna. Samkv. Austurlandsáætlun skyldi vinna við jarðgöngin 1972 til 1974. Fyrsta árið var unnið að sprenging- um sunnan frá og sóttist seínt. Að- staða reyndist í flestu verri en vænst hafði verið. Og starfslið skorti þjálf- un. Kostnaður var mikill. Næsta ár gekk allt betur og var aðeins þunn- ur skilveggur eftir Norðfjarðar- megin um haustið. Árið 1974 var einkum unnið að styrkingu vegarins svo lítið þokaðist með göngin sjálf það ár. Styrkingu er svo haldið á- fram 1975. Þá er steyptur forskáli Eskif jarðarmegin og nærri lokið vegi út frá honum áleiðis að gamla vegin- um. S.l. sumar var ”skurnið“ brotið Norðfjarðarmegin og steyptur 100 m langur skáli þar og unnið að vega- gerð norðanvert við göngin. Telja sérfræðingar, að unnt sé að ljúka skálagerðinni og styrkja göngin og taka þau í notkun á næsta ári. Vegagerð er gagnrýnd eins og flest önnur mannanna verk. Einn segir kannski: Göngin eru alltof dýr. Annar segir: Verkið hefir tekið allt- of iangan tíma. Þriðji: Göngin eru of hátt í fjallinu og koma ekki að tilætluðum notum. En ég hygg að þess verði skammt að biða að slíkar raddir þagni. Göngin taka af hættu- svæði. Á því er enginn vafi. Allra snjóþyngstu staðirnir verða úr um- ferð. Beggja megin við göngin og síðar allar götur niður í byggð kem- ur nýr og hátt upp byggður vegur í stað gömlu sneiðinganna jarðlægu. Þess er ennfremur að gæta, að haust og vor og stundum um tíma á vetrin snjóar aðeins á háskarðið. Og sá hluti leiðarinnar, sem erfiðastur er fyrir snjóbíl verður ekki lengur til trafala í vetrarferðum. Hér mun því fara sem skáldið kvað: Er starfinu var lokið og leyst hin nvikla þraut, fannst lýðum öllum sjálfsagt að þarna væri braut. Vilhjálmur Hjálmarsson. Rnðgjnfaþjóitustn Samþykkt var á aðalfundi S.A.K. á s.l. hausti að starfsfé það, sem sambandið fékk frá Stéttarsambandi bænda, skyldi að mestu varið til fræðslustarfsemi. í framhaldi af því hefur stjórnin komið af stað ráð- gjafaþjónustu á svæðinu, og hefur ráðið sem ráðgjafa sambandsins Guðrúnu Sigurðardóttur handavinn- ukennara á Egilsstöðum. Tímabilið febrúar - apríl. Guðrún mun vera til viðtals á Lagarási 6 eða í síma 1255 milli kl. 1 - 3 e.h. á föstudögum, svara fyrir- spurnum og gefa þær upplýsingar, sem óskað er eftir í eftirfarandi greinum. a. Notkun og meðferð heimilistækja og fl. þeim viðvíkjandi. b. Kynning á merkingu og meðferð efna (aðall. gerfiefna). c. Kynning og meðferð ýmissa hreinsiefna (blettahr.). d. Hannyrðir og föndur ýmis konar (uppskriftir f. prjón og hekl, taka upp snið úr blöðum og fl.) Þá mun gefinn kostur á að fá ráð- gjafann í heimsókn út í félögin t.d. eitt kvöld eða eftirmiðdagsstund í hvert félag til kynningar ag kennslu í ofangreindum greinum. Hvert kvenfélag á þó aðeins rétt á einní heimsókn, þau sjá um ferðakostnað og kaup á efni því, sem til þarf hverju sinni, en laun greiðir S.A.K. Þar sem aðeins hefur verið samið um eina til tvær ferðir út í kven- félögin á viku, geta ekki öll kven- félögin orðið þess aðnjótandi í vetur og er því betra að hafa samband við Guðrúnu strax og hægt er, ef áhugi er fyrir slíku. Það skal tekið fram að hér er ein- ungis um tiiraunastarfsemi að ræða nú í ár, en ef vel tekst til og kven- félögunum sýnist, er meiningin að halda þessari starfsemi áfram og efla hana í framtíðinni. Vonast stjóm S.A.K. til að þessi ráðgjafaþjónusta gefist vel og biður ykkur formenn, að kynna þessi ný- mæli og hvetja konur til að notfæra sér sem mest. Fréttatilkynning. 1

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.