Austri


Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 6

Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 21. janúar 1977. CJfiitiliir sngnir í jólablaði Austra 1975 var grein eftir Helga Gíslason, fyrrverandi bónda og fræðimann á Hrappsstöðum með fyrirsögninni "Veðurvitinn á Vakursstöðum". Er þar réttilega minnst á Jarðþrúði Kristjánsdóttur (Þrúðu) sem var á Vakursstöðum mestan hluta æfi sinnar. Var hún eins og Helgi segir skyggn, og sagði oft fyrir gestkomur og ýmsa ókomna hluti. Heyrði ég færðar fyrir því margar ótvíræðar sannanir, en því miður mun mikið af því vera gleymt og hvergi skráð. í sambandi við veðurvitann, kon- una á hálsbrúninni sem hristi úr svuntunni sinni, sem var fyrirboði fyrir vondu veðri, minnist Helgi á þegar Ingibjörg Indriðadóttir varð úti 2. janúar 1878, á hálsinum á milli Lýtingsstaða og Vakursstaða En það er einmitt í sambandi við það dauðsfall sem mér datt í hug að bæta við frásögn sem ég heyrði föð- ui' minn oft segja frá. Hann var dóttursonur Jóns Jónssonar þá hreppsstjóra og bónda á Vakursstöð- um. Faðir minn var fæddur og upp- alinn á Vakursstöðum, 19 ára þegar þetta skeði, og mátti því vel muna þennan atburð. Hálsinn á milli Vesturdals og Sel- árdals, sem Ingibjörg varð úti á, er um 5 km. breiður. Þar er mikið flóa- land með ávölum hriggjum á milli. Á þeim árum var venja að halda fé af Vesturdalsbæjum á flóunum fram- an af vetri eins lengi og hægt var vegna snjóa, því þar er betra land en niðri í dalnum, og þá var alltaf reynt að nota beit eftir því sem mögulegt var, því heyöflun var erfið og hey oftast í kortara lagi. Þegar kom fram á vetur var alltaf venja að ganga við féð daglega, þvi annars fór það í heiðina, og svo þurfti að vera hægt að ná því með litlum fyrirvara ef veðurútlit versn- aði, því norðanveðrin eru hörð á hálsinum, en mikil fannahætta í brúnunum ef fé hrekur ofan af háls- inum. Ingibjörg átti heima á Lýtings- stöðum og var orðin einstæðingur. Var hún í góðum kunningsskap við Vakursstaðafólk og taldi pabbi að hún hefði oft komið þangað og dvalið nokkuð á ferðum sínum. Jón hreppsstjóri og börn hans sem þá bjuggu á Vakursstöðum og lengi síðan (sama ættin býr þar enn) voru talin sérstaklega greiðasöm og gestrisin, og það ekki síður við þá sem minna máttu sín, en sleppum því. Þennan vetur eða á jólaföstu 1877 er unglingspiltur Sigurður Finn- bogason þá til heimilis á Vakurs- stöðum að ganga við fé á hálsinum á milli Vakursstaða og Lýtingsstaða. Þegar hann kom heim sagði hann þau tíðindi að Lngibjörg væri vænt- anleg, hann hefði séð hana á háls- inum og hafði hún stefnu sem leið lá í Vakursstaði. Svo leið dagur að kvöldi, að ekki kom Ingibjörg. Var þá álitið að hún hefði breytt um stefnu og farið á brúna fyrir utan eða framan Vakurs- staði. Var síðan spurst fyrir um ferðir Ingibjargar og hafði hún ekki komið á neinn bæ í dalnum í þetta sinh. Seinna upplýstist að Ingibjörg var heima á Lýtingsstöðum þennan dag. Var nú farið að hlýða Sigurði nákvæmar yfir sýn þessa, og stríða honum á bölvaðri vitleysunni, að þykjast hafa séð til ferða Ingibjarg- ar. En Sigurður var ákveðinn og gaf sig ekki. Hann hélt hann þekkti göngulagið hennar Ingibjargar. Hún hefði gengið eins og hún væri vön út á hlið sitt á hvað, en það hafði verið venja hennar, og var hún af þeim ástæðum oft kölluð Ingibjörg tillitá. Síðast sagðist hann hafa séð hana hverfa ofan af svonefndum Selhrygg hjá heystæði sem hann til- nefndi, en þau ei'u mörg á þeim hrygg. Leið svo fram yfir áramót eða eins og Helgi segir til 2. janúar 1878. Þá leggur Ingibjörg á stað frá Lýt- ingsstöðum og ætlaði í Vakursstaði, en náði ekki til bæja. Veður þennan dag hafði farið versnandi, gekk í norðaustan hríð þó ekki alveg stórhríð í það minnsta niðri í Vesturdal. Vissara hafði þó Injórinn Nú undanfarið hefur verið á norð- an og norðaustan hér á Héraðinu og hefur sett niður allmikinn snjó, a.m.k. um Úthérað og Miðhéraðið. Vegir hafa teppst og er þegar þetta er skrifað þriðjudaginn 19. jan. ver- ið að ryðja út frá Egilsstöðum, Eiða- þinghá, Velli og Fellahrepp. Vegur- inn til Borgarfjarðar eystri er alveg tepptur, en í dag fór þangað snjóbíll með póst. Einangrun Birgfirðinga er mikil nú, því að eins og fram hefur komið liggur flug þangað niðri, en vonandi rætist úr því, á næstunni, eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Snjóbílar hafa haldið uppi ferðum yfir Fjarðarheiði síðustu dagana, en Fagridalur hefur verið ruddur og hafa samgöngur til Reyð- arfjarðar ekki truflast að marki. Snjósleðarnir eru mikið notaðir þeg- ar svona viðrar og er ekki ofsagt að þeir séu ómissandi til sveita og létti störfin verulega, auk þess sem menn bregða sér á þeim í kaupstað, og annað sem fara þarf. þótt að fylgjast með ferðum Ingi- bjargar og var sent frá Lýtings- stöðum í Vakursstaði. Var þá strax sent á næstu bæi, en hvergi hafði Ingibjörg komið. Þá var safnað sam- an mönnum og hafin leit á hálsinum. Á Vakursstöðum var þá eins og jafnan síðan tvíbýli og töluvert karlmannalið. Efst á túninu er hóll, svonefndur Kvíhóll, þar var skipt liði og skipulögð leitin. Sigurður Finnbogason var einn í hópnum. Hann var dálítið orðhvatur eins og gengur með unglinga. Hann hélt að hann yrði nú ekki lengi að finna hana Ingibjörgu, hann færi bara beint norður á Selhrygginn hjá hey- stæðinu. Þetta gjörði hann og þar var Ingibjörg örend undir hryggnum, nákvæmlega á sama stað og hann hafði áður um veturinn talið sig sjá hana hverfa ofan af Selhryggn- um. Frásögn þessi er að efni til eins og ég heyrði föður minn Sigurjón Hallgrímsson segja frá henni, og hef ég ekki ástæðu til að álíta annað en að hún sé sönn. Sigurður Finnbogason var einn af svonefndum Setbergssystkinum á Vopnafirði og föðurbróðir Kjartans Björnssonar nú símstjóra á Vopna- firði. Hann fór til Ameríku og var talinn mjög heiðvirður og greina- góður eins og það fólk yfirleitt. Friðrik Sigurjónsson. Flugfélng Austurluods tekuv flugvél n ÍetQU Blaðið hafði samband við Guð- mund Sigurðsson lækni og innti hann eftir starfsemi Flugfélags Austurlands. Guðmundur sagði að félagið hefði nú tekið á leigu eins hreyfils Chessna flugvél frá Vest- mannaeyjum og kemur hún hingað næstu daga, eða þegar viðrar til flugs austur. Þá mun hún hefja ferðir á áætlunarleiðum félagsins. Þessi vél tekur fimm farþega eða 500 kg. af vörum. Nú er unnið að viðgerð á Chesna 185 flugvél félagsins og kemur hún í gagnið í vetur. Tveggja hreyfla Becchraft vélin, sem hlekktist á í lendingu á dögunum, verður ekki tekin í notkun aftur. Rekstrinum verður haldið gangandi fram á vorið með tveimur fyrrnefndu vélunum, en athuganir standa nú yfir á lána- fyrirgreiðslu til þess að endurbæta vélakostinn og hafa flugfélagsmenn þá í huga vél af gerðinni Eilander, en þær vélar hafa reynst mjög vel við þær aðstæður sem smærri flug- félögin búa við. Guðmundur var spurður um blaða- fregnir um viðræður við Flugfélag íslands um samstarf. Sagði hann að rætt hefði verið við Flugfélag Is- lands síðastliðið haust og síðan hefði verið í gangi frá þeirra hálfu könn- un á rekstrargrundvelli félagsins. Sú könnun er nú alllangt komin en eng- ar eiginlegar viðræður hafa farið fram enn sem komið er fram yfir það sem áður greinir. J.K. Viðgerðaþjónusta Varahlutir Nýjar bifreiðar YIÐGERÐAÞJÓNUSTA fyrir LAND - ROVER, RANGE-ROVER, AUSTIN og MORRIS bifreiðar VARAHLUTIR í miklu úrvali í LAND-ROVER, m.a. í drif, gírkassa og motor. Einnig varahlutir í RANGE-ROVER, AUSTIN og MORRIS bifreiðar LUCAS rafgeymar í LAND-ROVER og fleiri bifreiðar, á mjög hagtæðu verði. SÖLUUMBOÐ á Austurlandi fyrir LAND - ROVER, RANGE-ROVER, AUSTIN og MORRIS ATHUGIÐ AÐ VERÐ Á ÞESSUM BIFREIÐUM ER NÚ MJÖG HAGSTÆTT. Við veitum upplýsingar og tökrnn við pöntunum. Bíloréttin 9 Sími 1246 Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.