Austri


Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 8

Austri - 21.01.1977, Blaðsíða 8
8 A.USTEI . Egilsstöðum, 21. janúar 1977. Rögi svnmð i öðru tölublaði Austurlands árið 1977 birtist grein eftir Magna Kristjánsson, skipstjóra. Virðist svo sem kapteininum hafi tekist í jóla- fríi sínu að skjalfesta megnið af þeim óhróðri sem hann og félagar hans hafa hingað til látið sér nægja að hvísla í skúmaskotum um Kaup- félagið Pram. Höfundur er félags- maður í kaupfélaginu og hefur því gengist undir þá kvöð líkt og aðrir félagsmenn, að vinna ekki félaginu tjón, og rýra ekki á nokkurn hátt álit þéss út í frá. Ég ætla ekki að elta ólar við allan þann óhróður og ósannindi um Kaupfélagið Fram og stjórnendur þess sem þarna er sam- ansafnaður. Aðeins vil ég taka fyrir nokkur atriði sem sýna ljóslega sannleiks- ást og drengskap skipstjórans. Þá er fyrst til að taka, teppasög- una. Orðrétt úr Austurlandi: ”Öskar fór að versla með teppi og veggfóður, þá fyrst var kaupfélagsmönnum ljóst að þörf var fyrir þessa þjón- ustu“. Tilvitnun lýkur. Hvað er nú hæft í þessu. í lok síðari heims- styrjaldar hóf kaupfélagið innflutn- ing á teppum og hefur síðan alltaf verslað með þessa vöru. Um tíma hafði það einnig umboð fyrir inn- lendan teppaframleiðanda og var af- greitt eftir sýnishornum sem stillt var út í búðinni og margir muna sjálfsagt eftir. Þegar Samband Is- lenskra Samvinnufélaga hóf inn- flutning á teppum í þeirri mynd sem nú tíðkast var boðið til sameigin- legs innkaupafundar kaupfélaganna. Á þessum fyrsta fundi mætti ég fyr- ir hönd Kaupfélagsins Fram og keypti þar bæði teppi og mottur. Þessir fundir hafa síðan verið endur- teknir og hefur Kaupfélagið alltaf tekið þátt í þeim. Veggfóður hefur verið selt í Kaupfélaginu í mörg ár, ýmist af lager eða eftir sýnishornum. Teppasaga Magna er því skrök- saga og eftir • stendur hann sem ósannindamaður. Þá er það sagan um málarameist- arann, gott dæmi um drengskap. Orðrétt úr Austurlandi: ”Málara- meistari bæjarins fór að blanda liti fyrir bæjarbúa, auðvitað fylgdi Kaupfélagið á eftir“, tilvitnun lýkur. Um þetta er það að segja að í Kópavogi er málningarverksmiðja sem heitir "Málning hf.“. Nefndur málarameistari er umboðsmaður hennar. Kaupfélagið hefur aftur á móti umboð fyrir Sjöfn, málningai'- verksmiðju samvinnumanna á Akur- eyri. Nú var það þannig að Málning hf. varð fyrst til að taka upp blönd- un lita með þeim aðferðum sem nú tíðkast. Það leiddi því af sjálfu sér að umboðsmaður hennar fékk tæki til blöndunar. Sjöfn tók þessa aðferð upp nokkru seinna og útvegaði þá kaupfélögunum blöndunarvélar og auðvitað var Kaupfélagið Fram þar með. Þessi þjónusta hefur líkað mjög vel og veit ég ekki til að neinn ann- ar en Magni hafi séð ástæðu til þess að nota þetta til árása á Kaupfélagið. Magni segir: ”Mikinn hluta af byggingavöruversluninni hefur Kaup- félagið misst af ýmsum ástæðum.“ Enn eru hér ósannindi á ferð, ósann- indi vegna þess að sífellt er verið að auka byggingavöruverslunina og á síðustu árum hefur verið varið stór- fé til þess að bæta aðstöðu hennar með það fyrir augum að hún geti betur þjónað hlutverki sínu. Hillir nú undir það að þar náist merkur áfangi. Hitt er annað mál og því hef- ur Magni ekkert vit á, því hann hef- ur ekkert nálægt verslun komið, að það er mikið vandaverk að reka byggingavöruverslun í 1600 manna bæ úti á landi og það sama gildir reyndar með allar sérverslanir. Það má því segja að hún liggi vel við höggi ”af ýmsum ástæðum“ þegar óhlutvandir menn telja sér það henta. Enn orðrétt úr Austurlandi: ”Á síðasta aðalfundi lýsti framkvæmda- stjórinn því áhugamáli sínu að koma fiskversluninni í hendur einkaaðila", tilvitnun lýkur. Hér er ekki hikað við að leggja honum orð í munn, orð sem allir fundarmenn vita að aldrei voru sögð. Það sem kaupfélagsstjór- inn sagði um þetta var að hann væri albúinn að afhenda Síldarvinnslunni fiskverslunina þar sem hún hefði nú umráð alls þess fisks sem hér berst á land, og mundi því trúlega geta innt þessa þjónutu betur af hendi en Kaupfélagið. Mér eru það vissu- lega ný sannindi ef Síldarvinnslan er einkafyrirtæki. Kannski álítur Magni svo, og er honum þá vorkunn. Viðskipti sjómanna tekst Magna ekki heldur að rægja af Kaupfélag- inu. Á síldarárunum vann ég á síldarradioinu og kynntist þessum málum vel. Þá var það mál sjómanna að hvergi á Austfjörðum og þó víðar væri leitað fengju þeir betri þjón- ustu en í Neskaupstað. Jafnvel kom fyrir að skip komu hingað frá lönd- un annars staðar til þess að taka kost. Þetta hefur ekkert breyst, og þá þekki ég sjómenn illa eftir að hafa verið sjómaður í á fjórða ára- tug ef þeir taka undir slíkt skítkast, þeir vita vel að afgreiðslugjald er ekki einangrað við Kaupfélagið Fram. Nú síðustu daga hefur skipstjór- inn reyndar verið önnum kafinn við akstur á vörum frá elsku kaup- manninum. Til þess hefur hann not- að sinn eigin bíl og lagt til sjálf- boðaliða. Menn velta því nú fyrir sér hvort þetta sé gert af ást til sjó- mannanna eða kaupmannsins. Kann- ski má Kaupfélagið eiga von á þess- ari þegnskylduvinnu og þá fellur að sjálfsögðu niður áðurnefnt afgreið- slugjald. Hugleiðingar um afskriftir og út- söluverð lýsa svo vel vanþekkingu skipstjórans á verslunarmálum að óþarft er um að fjalla, en trúað gæti ég þó að félagar hans í flokkn- um roðni fyrir hans hönd, en öðrum verði á að brosa. Enn segir kapteinninn. ”Kaupfé- lagið hefur verið seinlátt hvað varð- ar nýtísku verslunaraðferðir". Hvað er nú hæft í þessu? 1 maí 1951 var tekið í notkun þriggja hæða verslun- arhús sem þá var áreiðanlega hið stærsta sinnar tegundar á Austur- landi. Á neðstu hæðinni allri var sölubúð sem svo var vandað til að orð fór af. Árið 1962 var þessi búð þó orðin of lítil og var þá næsta hæð innréttuð og þangað flutt vefn- aðarvara, skór og fatnaður og mat- vöruversluninni breytt í kjörbúð, sem var sú fyrsta á Austurlandi. Litlu seinna var búsáhaldadeild breytt í kjörbúð. Á síðasta ári var enn orðið of þröngt um vefnaðar- vörudeildina. Var þá þriðja hæðin tekin í notkun og jókst húsrými deildarinnar þá um helming eins og kunnugt er. Nú undanfarið hefur verið unnið að algjörri skipulags- breytingu á kjörbúðinni í stórauknu plássi. Öllum undirbúningi er lokið og tæki farin að berast. Framkvæmd- ir geta því hafist strax og bygginga- vörudeildin er komin í sitt nýja og glæsilega hús en sú framkvæmd er sem áður getur senn að komast á lokastig. Loðnnn 19/1 jk. Nú er loðnan farin að berast til Austfjarðahafna. Nyrsti staðurinn hér í kjördæminu þar sem loðna er brædd er Vopnafjörður. Þangað hafa nú borist 2000 tonn en þróarrými er þar fyrir um 10.000 tonn og afkasta- geta bræðslunnar er 500 tonn á sólar- hring. Meiri loðna hefði borist þang- að í vikunni ef hafnarskilyrðin hefðu verið betri, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa bátar orðið frá að hverfa vegna óhagstæðs veð- urs og ókyrrðar í höfninni. Verk- smiðjan á Vopnafirði fer í gang á morgun, miðvikudaginn 20. janúar. Til Seyðisfjarðar kemur nú hver loðnubáturinn af öðrum. Þar er nú aðeins önnur bræðslan starfhæf, en verksmiðja Hafsíldar skemmdist af sþrengingu sem kunnugt er. Unnið er nú að því að koma henni í lag. Á Neskaupstað var byrjað að bræða í dag og þangað kemur nú hver báturinn eftir annan til lönd- unar. Nánar verður sagt frá loðnu- vertíðinni i næsta blaði og vonandi leyfir veðrið veiðar næstu vikurnar því mikils er um vert að loðnan fari ekki hjá garði á leið sinni suður um. Enn er þess að geta að þegar mjólkurstöð var byggð fyrir rúmum 16 árum var það eingöngu fyrir harðfylgi kaupfélagsstjóra að sú framkvæmd varð að veruleika. Svo mögnuð var ótrú forráðamanna þess- ara mála í Reykjavík á því að hægt væri að reka slíkt fyrirtæki á ekki stærra framleiðslusvæði. Nú eru vél- ar þessarar stöðvar orðnar of litlar, enda nýjar væntanlegar á næstu mánuðum. Ég held að þessi upptaln- ing sýni að Kaupfélagið hefur ekki verið seinlátt heldur í fararbroddi. Dylgjum Magna um vörurýrnun hlýtur að vera beint að starfsfólki. Það er því rétt að það komi fram að hún er í algjöru lágmarki. í Kaupfélaginu vinnur heiðarlegt fólk sem hefur lagt metnað sinn í að hirða og varðveita lagerinn eftir bestu getu. Það mun því taka skjalli skipstjórans með varúð. Að síðustu þetta, heilbrigð gagn- rýni á Kaupfélagið er sjálfsögð. Það er eins með það og önnur mannanna verk að ýmsu er þar sjálfsagt ábóta- vant, en slík rógsiðja sem Magni Kristjánsson og félagar hans halda uppi á ekkert skylt við það. Ég hef velt því fyrir mér hvað liggur hér að baki. Ekki trúi ég því að Alþýðu- bandalagsmenn standi almennt að þessum óþverra og örugglega er þetta ekki í þágu almennings. Hvað er þá hér á ferðinni? Kannski rennir mig grun í það. En það væri efni í aðra grein og það bíður síns tíma. Neskaupstað, sunnudaginn 16. janúar 1977. Haukur Ólafsson. Ftá Hetti í vetur hefur verið mikil gróska í íþróttastai'fseminni hjá félaginu. Fyrir áramót stunduðu u.þ.b. 120 manns íþróttaæfingar í Valaskjálf á vegum félagsins. Er það mikill fjöldi miðað við þá aðstöðu, sem fyrir hendi er. Nú eru æfingar hafnar að nýju og er það von okkar að þær verði ekki minna sóttar, en fyrir áramót, I vetur hefur verið starfandi Grunnskóli Í.S.Í. á vegum félagsins, undir umsjón og leiðsögn Emils Björnssonar íþróttakennara. Nem- endur í skólanum eru 8 talsins. 21. desember var dregið í Ferða og leikfangahappdrætti Hattar og komu vinningar á eftirtalin númer: Nr. 30, 69, 75, 83, 124, 126, 220, 276, 318, 387, 409, 412, 413, 490, 516, 522, 532, 591, 595, 604, 664, 690, 691, 706, 726, 750, 760, 779, 825, 839, 920, 1036, 1060, 1225, 1234, 1247, 1261, 1276, 1298, 1317, 1378, 1411, 1449, 1460. Vinninga má vitja hjá Helga Halldórssyni Tjarnarlöndum 13 s. 1247. Að lokum viljum við nota tæki- færið og þakka öllum, er studdu okkur á einn eða annan hátt á síð- ast liðnu ári.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.