Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 3

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 3
Editor dicit Það er með ólíkindum hversu oft mætti álykta að rneiri hluti nemenda Menntaskólans stundaði þar nám °háð áhuga og framtíðaráætlunum. Oft virðist sem Almennur nemandi mæti til stofnunarinnar, fimm sinn- um í viku, einungis sökum þess að einhver annar vilji að hann sæki tíma og standist próf í þeim eina til- gangi að taka þau næstu, unz öllum helztu prófum ís- lenzka skólakerfisins sé náð. Það virðist sjaldgæfara að fólk sé í skóla vegna þess að það í raun langi til þess að læra það námsefni er skólinn kennir. Vissulega myndu flestir nemendur skólans aðspurðir svara því til að þeir væru þar af fúsum og frjálsum vilja, þó uiargir þeirra bæti gjarnan við að þeim hundleiðist heimavinna, mætingarreglur séu þær ströngustu í hin- um vestræna heimi, að ekki væri minnzt á hve námsef- mð sé „óinteresant og ópraktískt“. Það er orðin hefð að á nokkurra ára fresti birtist grein í Skólablaðinu, þar sem ráðist er að íslenzkukennslu skólans, kröfum um skólasókn og því hve úreltur og forpokaður skólinn sé. Þar hafi ekkert breytzt síðan 1846. Þó verður ekki séð að það sé skólinn sem helzt vaði 1 villu og svíma. Aðallega virðist sem námsáherzlur nemenda hans séu á misskilningi byggðar. Markið með náminu er altaf sett á næsta próf, aldrei lífið sjálft. Sá er þetta ritar minnist þess tam er kennari taldi upp nöfn átta klaustra, og missti það út úr sér að á prófi þyrftu nemendur líklega ekki að muna nema í mesta lagi fimm. Þorri nemenda lærði fimm nöfn samvizku- samlega. Daginn eftir voru nöfn hinna þriggja mönnum svipað ofarlega í huga og tvöföld slafnesk saman- burðarmálfræði. (Ekki ber að álíta sem svo að nokkrum nianni detti í hug að nokkur muni eftir hinum fimm að vorprófum liðnum). Sökum hinnar dæmalausu dýrk- unar á kennaraeinkunnum, (er sjaldnast segja mikið um almenna greind og hugmyndaflug nemenda) hefur myndazt ný stétt. Nemendur er leggja slíka áherzlu á >,jákvæða framkomu“ í garð kennara að nærstaddir geta vart fótað sig í flaumi slefs og munnvatns. Hvað gerst kemur andlegt atgervi slíks fólks fram í greinum eins og sögu. Þar er yfirleitt verið að fjalla um efni er kennt hefur verið í grunnskólum. Þeir er hæstar einkunnir fá í Menntaskólanum hafa einnig glósað samvizkusamlega í grunnskólunum og náð sömu ein- kunnum þar, en er farið er að nýju í efnið uþb tveimur arum síðar situr ekkert eftir og þeir glósa sem aldrei fyrr. Það fólk er hefir haft það fyrir sið, hugsanlega fyrir sakir vanmáttakenndar og fullkomnunaráráttu, að „læra heima hvað sem á dynur“ , jafnvel flutzt bú- ferlum á lestrarsal íþöku, ætti að taka sér augnabliks hvíld frá andríkri eðlisfræðinnar og óendanlegri vídd stærðfræðinnar, og velta því fyrir sér hvort í einkunn- um millibekkja eða mismunandi einkunnatitlum felist öll hin eftirsóknarverðasta lífshamingja. Einn rector Reykjavíkurskóla, Steingrímur Thorsteinsson, hitti einmitt naglann á höfuðið þegar hann orkti: „Orður og titlar úrelt þing, eins og dæmin sannna. Notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna.“ Enginn neitar þó því að afkoma íslenzku þjóðarinnar byggist upp á því að hún eigi menntaða einstaklinga og eins'og Einar Benediktsson benti á þá er mennt máttur. Því má þó aldrei gleyma að skólanám er ekki lífið sjálft heldur einungis undirbúningur undir það. Margir virðast annað hvort rugla þessu saman eða vera á öndverðri skoðun. Það er hins vegar dapurleg staðreynd að margir hafa eytt svo miklum tíma í að undirbúa lífið að þeir hafa gleymt að lifa því. Marga hefur dreymt svo stóra drauma um námsafrek og ein- kunnir að ekkert annað hefur komizt að. Þó slíkir draumar geti verið ljúfir er vafasamt að lifa eingöngu í draumaheimi, slíkt getur orðið helzt til plássfrekt í lífinu. Eða eins og Steinn orkti: ,,Og sjá þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sínum og loksins ertu sjálfur draumur hans.“ Non scholæ sed vitæ discimus Seneca

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.