Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 4

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 4
Ljóða Ég heyrði þig nefna nafnið mitt og mér fannst nafnið mitt fallegt. Þegar þú nefndir nafnið mitt varð það hluti af litlum læk. Litlum læk sem rennur í auðninni. En þú nefnir ekki nafnið mitt lengur og litli lækurinn er þornaður upp. Og nú er auðn. Hildur „Eldur í öskunni leynist og ást í þögulli sál.“ Fallegt, gleymt, grafið. Stuttu seinna, kviknar eldur í öskunni og þögula sálin fer að tala og þá, þá veit eg að þú ert biðarinnar virði. Aþena Afró. ’88 Leikandi hve oft sagði ég ekki við sjálfan mig: ég er hættur þessum leik hér eru engar drottningar aðeins peð en leikurinn hélt áfram svartur hvítur peðin komust til enda borðsins drottningarnar mínar tvær, jafnvel þrjár ég var hrókur alls fagnaðar en aðeins stundarkorn riddarinn á svarta hestinum hreif þær samstundis á braut að lokum gafst ég upp á þeim skíru björtu ég skákaði kónginum svarta hreif hans ektakvinnu eða tældi hún mig? Ásta Gabríella.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.