Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 6
Ritdómur
Hvítklædd jól gengu í garð án hins venjulega Skóla-
blaðs í farteskinu og voru nemendur orðnir langeygir
eftir því. Seinkunin þótti einnig all sérstæð þ.s. rit-
stjóri blaðsins stýrði því í annað skipti á stuttum tíma
og sótti fast eftir stöðunni. Einhverjir reyndu að bera
í bætifláka fyrir ritnefnd og töldu að svo löng sigling
í þoku hlyti að skila góðum farmi að ströndum. En
væntingar bjartar breyttust í vonbrigði þegar hillti
undir segl, er marsmánuður var tæplega hálfnaður, og
reyndist þá fleyið fúið og maraði í hálfu kafi. Minntu
aðfarir á danskan kláf er fyrir nokkru hafnaði sjóferð
og kaus landveg í staðinn, dallurinn sá vakti upp
spurningu: Hvað hafði áhöfnin fyrir stafni?
Forsíða blaðsins er litrík og að mínu viti ein hin
skemmtilegasta sem skrýtt hefur blöð MR-inga, yfir
henni er kátína og frumleiki sem því miður finnst ekki
þegar lengra er flett. Því ekki er öll fegurð í forsíðu
fólgin og á þriðju síðu, innan um hefðbundið efnisyfir-
lit og upptalningu, lesum við að fjórðungur ritnefndar
þó hendur sínar af verkinu á vinnslustigi þess. Get ég
ekki annað en talið viðkomandi það til tekna.
Editor dicit einkennist af bón um fyrirgefningu, á
því sem er í blaðinu og því að annað skuli ekki vera
þar. Fremur finnst mér hvimleitt að lesa slíkt, fólk á
að standa og falla með því sem það hefur umsjón með.
Eða hvernig fyndist ykkur að í upphafi frumsýningar
á leikverki trítlaði leikstjórinn fram á sviðsþrún og
bæðist forláts á því sem ekki var sett í verkið og hve
verðleikar þess væru litlir? Uff Annað í ritstjóra-
spjalli eru orð í tíma töluð, einungis leitt að vita til
þess að ritnefnd er hóf sinn feril með fögrum heitum
skyldi svíkja þau flest og reka þannig rýting í eigið bak.
Ritdómur Eiríks Hrafns Lárussonar Thorarensen
fannst mér stundum ritaður af annarlegum hvötum,
vera innblásinn af heift og hefndarþorsta sem aldrei
má vera eðli gagnrýni. Pistillinn einn sér er hæðni
ofin illgirni af lipurð og líkast til það sem stendur upp
úr í blaðinu. Sannarlega vel kryddað kjötmeti og feitt.
Ljóð um og eftir Pasolini, sem ég þyki fáfróður um,
virðast mér hvorki sérstaklega vel valin né unnin en
ljóð Pasolinis er um margt athyglisvert svo og grein
um hann. Hún bar þó sterkan keim af upptalningu.
Heimilda hefði átt að geta.
Smásagan Sírenan og ljóð eftir sama höfund, annars
staðar í blaðinu, dæma sig sjálf.
Ljóð Þórdísar Höddu bera reikulum áhrifum vitni, ort
hvorki af sérstökum frumleika né listfengi en hjartað
átt til heilla þátt í sköpuninni, vil ég samt benda á
Nótt sem frambærilegasta ljóð Þ.H. birt.
Ljóð Melkorku Theklu urðu mér mikil vonbrigði,
miðað við þær kröfur og þá trú er ég hef á henni sem
ljóðskáldi. Til þessa hefur hún gætt ljóð sín af alvöru
og ástúð sterkum töfrum sem fannst aðeins í einu ljóð-
anna hér, hin einlæga tilfinning er horfin og aðeins
orðafyllt tóm komið í stað hennar. Undirritaður veit
eigi hvort skáldið, er oftlega hefur sýnt umtalsverða
hæfileika, treysti ekki gersemum sínum í þetta blað
og sendi glingur í staðinn eða gekk þegar ljóðin voru
samin í einhverjum þeirra dala sem við kynnumst öll
einhvern tíma á lífsleiðinni, en ætlar að þannig sé í
pottinn búið. Melkorka býr yfir miklu.
Ekki finnst mér ólíklegt að Helena Bjarman (sic)
hafi gluggað í Dýrheima Kiplings eða verkum sprottn-
um af þeim, Fíllinn og guð benda til þess. Ljóð H.B.
virtust skrifuð af missönnum tilfinningum og veltir
maður óneitanlega fyrir sér hvort eiginleikar þeirra
séu höfundi áskapaðir, þau eru sett saman úr ýmsum
áttum ljóðheimsins, stundum af smekkvísi, í annan
tíma smekkleysi. Verð athygli og Með eyðimörkinni
höfðaði sumpart til mín.
Tilvitnun á bls. 24 fannst mér ég þekkja en get ekki
sett dropann á sinn stað í orðhafinu sem augun hafa
kafað í. Þar vantar nafn höfundar.
Bréf til Höllu frænku minnir um margt á dagbókars-
litur þau er vikublað hér í bæ birtir reglulega og kenn-
ir við Dúllu, skrifað í hálfkæringi.
Ekki fannst nafn Indriða F. Reynissonar er blaðaði
ég lauslega í Sveinbjörgu og má ætla að það sé dul-
nefni. Ymis tákn benda til að höfundur smásagnanna
tveggja er birtust undir nafni Indriða sé skyldur rit-
stjóra Skólablaðsins og eigna ég honum sögurnar nema
annað komi í ljós, nenni hann getur piltur komið á
minn fund og leiðrétt villu mína. Undarleg er sú ár-
átta að fela sig bak við grímu dulnefnis og oftast styðja
rök hana lítið, hljóta að finnast sálfræðilegar orsakir
fyrir slíkri breytni og mega lækna sem aðra höfuð
kvilla. Tetragrammation (fjórstafa nafn á guði ísraels
sem forboðið er að taka sér í munn, af stöfunum JHVH,
JHWH, YHWH, YHVH eru dregin nöfnin Jave og
Jehóva), er sundurlaus, aðeins er daðrað við kennisetn-
Legum denique ... omnis servi sumus ut liberi esse possimus
Cicero