Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 7

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 7
ingar úr sálfræði og heimspeki með innliti í bókmennt- ir. Hvorki sérlega skemmtileg saga né frumleg, þó er vok á ísnum sem veiða má ljóðfiska úr og er öllum frjálst að halda út á glerið. Síðari saga Indriða er önd- vert við hina fyrri, lipurlega skrifuð og áreynslulítið, efnistök og söguþráður eru gamalkunn og þvæld, ham- skipti þrastar í lokin breyta ekki miklu þar um. A ljóðaopnu rekumst við á skáldkonu sem elskaði ljónið er Tarzan stakk og gott er til þess að vita að fróðleikur um úrverk leynist hér í skóla. Nokkuð er eg efins um að sú kunnátta eigi heima í ljóðaformi. Hinsta hugsunin er myrk á fleiri en einn veg. Hvorki fleiri né færri en fimm ljóð eru í Skólablaðinu eftir Ástu Gabriellu og hefði mátt skera niður um helft. Ljóðin glíma sum hver við væmnina en eiga til heilindi og tilfinningu er lyfta þeim skör hærra en allf- lestum ljóðum blaðsins, einkum ljóðin á síðu þrjátíu- ogsex. Greina má sterk áhrif í verkum hennar og þarf hún að aga sig og lúta leiðsögn til að finna persónu- legri og trúverðugri stíl, einhver efniviður er fyrir hendi. Prósa á bls. 27 og Pilsner Ernu F. (þvílík örvænting, ó slík ævintýri er steðja að íslenskum ungmennum á flugi fjallsins mikla, þau brosa ekki einu sinni í gegn- um tárin) set ég undir sama hatt, Prósann ofan á að vísu og fleygi síðan hattinum í fjarlægt horn. Blýantsteikning skrýðir þrítugustu bls. og ef mér skjátlast eigi er hún af höfundi þriggja ljóða undir samheitinu Fjölskyldan. Ljóð þessi eru fremur hlutlæg og bera vitni hverfulu hugarástandi skálds sem leitar í myrkrið. Eg þykist greina áhrif frá sumum höfuð- skáldum Evrópu á síðustu öld og fram á þessa en tæp- lega nægilega vel unnið úr þeim. Ekki eru ljóðin mik- il framför frá því sem ég hef áður barið augum úr penna Hrafns, en þó einhver. Viðfangsefni sveiflast frá því að vera hálfsígilt og úr sér gengnar klisjur. Nýstárleg uppsetning truflar og dregur fram lýtin ef eitthvað er, þá töfra vantar er gera ljóðin að öðru en samanröðuð- um orðum, stundum vantar bara herslumuninn, oftar eru þau heimsókn í líkhús til að bera kennsl á vin er gekk í eina sæng með götunni og bifreið á leið sinni í hjónavígslu. í Minningu eru línur sem kannski boða betri tíð. Módel nr. 37 er hefðbundin smásaga „óvæntra enda- loka“ . Góð og gild fyrir þá sem hafa gaman af slíku, mér leiddist metnaðarleysið. Viðtal við Knút Hafsteinsson er eins og viðtöl gjarn- an eru, Knútur bætir þó andleysi spurninganna upp enda allfróður með ríka kímnigáfu. Með betra efni blaðsins. Brauð, bækur rýtingar eftir Baldur Arnvið Kristins- son er þokukennd ritsmíð, ljóðvegir eiga ólíkt betur við B.A.K. Tilraunir til fyndni eru máttlausar en sverja sig í ætt við hugarfóstur ýmissa ungskálda íslenskra. Held ég jafnvel að Baldur hafi sest niður í þeim til- gangi að semja hvað sem er, ef taki það aðeins þlaðsíðu- pláss og skrifað síðan eins og leið lá, frá vinstri til hægri og niður á við. B.A.K. hefur ort af betri dóm- greind og meiri innblæstri áður. Þessi ruglingslegi hrærigrautur er trauðla á óruddum leiðum en hæfir heild blaðsins ágætlega. Myndir eru fjölmargar og góðar en fremur tel ég þær stafa af efnisrýrð en skreytilöngun ritnefndar. Stafsetningarvillur eru of margar og meinlegar, sér- staklega ef hinn langi tími er blaðið var í vinnslu, er hafður til hliðsjónar og að ritstjóri las prófarkir sjálf- ur. Getur hann þess þó að meistari málsins: Jón Guð- mundsson, hafi verið honum innan handar í lestri. Enn á ný hefur hinn almenni nemandi orðið út undan í útgáfu þessari, smásögur og ljóð einoka blaðið að mestu og lítil rækt er lögð við kímnigáfu eða heimal- önd MR-inga. Quid novi? er látið lönd og leið og er það miður, slíkt efni ásamt gáfulegum hugrenningum rennur betur ofan í nemendur skólans en þessi kássa. Leitin að gullna meðalveginum stendur enn, leit sem vörðuð er gildrum hroka og yfirlæti, hugarsorta og jafnvel barnaskap. Ósköp fannst mér það viðeigandi fyrir Skólablaðið sem kom ekki út fyrir jólin, að rit- nefnd sá sér ekki fært að merkja það á forsíðu, nafn- lausar verur og fyrirbrigði hverfa ávalt saman við móðuna er tímar líða. Lýk ég nú vegferð minni um ríki náttdverganna. Eft- ir situr óbragð í kverkum og spurn: Hví var ekki snú- ið við? Sindri Freysson. Ég Orri og Auðunn, við erum töffarar. Daníel Freyr Jónsson (í viðtali við Skinfaxa 1988).

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.