Skólablaðið - 01.02.1989, Qupperneq 15
Brot úr eðlisfræði Heisenheimer einkennin
Mig dreymir. Skyndilega er ég staddur í furðulegu,
framandi þorpi. Litlar bláleitar fígúrur í hvítum buxum
°g með hvítar húfur eru á vappi um þorpstorgið. Já
auðvitað. Þetta eru strumparnir. Ég fylgdist grant með
peim en þeir virðast ekki taka eftir mér. Ég sé hvar
hvítskeggjaður strumpur í rauðum fötum skreiðist upp
a nsastóran marglitan svepp og fer að tala við hina
strumpana. Þetta hlýtur að vera yfirstrumpur. Ég
sperri eyrun til að geta heyrt hvað hann segir. Rödd
hans berst til mín eins úr annarri vídd. Hann er að
utskýra þver- og lengdarbylgjur fyrir hinum strumpun-
um- „Það sem við þyrftum að hafa núna er þetta
tseki“, segir hann og hefur opna bók á loft. Hann bend-
lr á mynd á opnunni.
„Bylgjutæki Lings“ segir yfirstrumpurinn til skýring-
af • Þessi orð yfirstrumps hafa undraverð áhrif á framm-
ymdu draumsins. í einni andrá hægði tíminn á sér og
sé inn í framtíð strumpanna. Nokkrir strumpar
halda af stað í leit að bylgjutæki Lings. Þeir lenda í
miklum hrakningum á ferðalagi sínu um ævintýra-
heima, Kjartan galdrakarl og annað hyski sitja fyrir
þeim og reyna með öllum hætti að klekkja á þeim.
Þtrumparnir sleppa þó heilir á húfi úr hildi hverrþen
tekst þó ekki að hafa upp á bylgjutæki Lings. Nú sé
eg grænleita hvíta töflu sem á er krítuð eðlisfræðileg
speki. Mig dreymir ekki lengur ,en finnst ég samt enn-
Þa staddur í drauminum. Allt í einu ljúkast upp fyrir
mer leyndardómar eðlisfræðinnar.Ég hrópa upp yfir
mig í ofsagleði: „Ég skil, ég skil!“ Æ,mig er ekki að
hreyma. Bekkurinn horfir á mig. Kennarinn segir:
„Gott gott.“ Getur það hugsast að einhver skilji? Ég
tell saman og líkami minn hnígur máttlaus fram á
borðið. Smám saman líð ég aftur inn í heim strum-
Panna þar sem enn stendur yfir hin eilífa leit að bylgju-
tæki Lings.
L.M.
í slóð hennar
•Morgungyðjan skilur alltaf fótspor sín eftir
1 áögginni
þanda þeim sem vilja rekja slóð hennar niður
1 hafdjúpin -
Þar bíður maður með exi
Baldur A. Kristinsson
Þú kannast kannske við það, er þú horfir á
strák/stelpu í leikfimi og sérð persónuna fara í sexfalt
heljarstökk og handstöðuveltu í læstan hnéboga, (kall-
að á sænsku, seks stund hopsa och handhoplataver sig
i kneativ). Við þess háttar spriklæfingar finnur þú
vanmáttarkennd líða um líkamann, eins og heita bunu
niður vinstri löppina.
Þessi kennd eða fælni (phobia) á rætur sínar að rekja
til sjaldgæfs sjúkdóms er kallast á alþjóðamáli einu
orði, Pneumono-ultramic-ero-scopic-silico-volcano-
ocaninosis (sem á sænsku kallast, tvinnkvalitedho-
uroproblem). Uppruna þessa sjúkdóms má finna á Vest-
ur-Samóaeyjum þar sem allir fimm íbúar þessarar eyj-
ur höfðu ofnæmi eða fælni fyrir sænskmenntuðum
íþróttakennurum. Sjúkdómur þessi barst til hins vest-
ræna heims er Sir Sinjin Smyth kafteinn á seglskipinu
St.Mary O’Connor fann eyjarnar. Fór þessi sjúkdómur
um borgir Lundúna sem eldur í sinu, og neyddist enska
þingið til að endurgera breska holræsakerfið til að
hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms. Tókst að hefta út-
breiðslu þessarar fælni þangað til að þessi sýki tók að
hreiðra um sig í námsmönnum í Menntaskólanum í
Reykjavík.
Þessi sjúkdómur lýsir sér í því, að í hvert skipti er
sænsk menntaður íþróttakennari er staddur nálægt
sjúklingnum, grípur sjúklinginn því sem nemur æðisk-
asti og fer hann gífurlegum og fer hann gífurlegum
hamförum. Ekki er enn búið að finna lækningu á
móti þessari fæni er fjarvistir í íþróttatímum eru tald-
ar hjálpa. Ekkert óeðlilegt er að þeim er hrjást af þess-
ari fælni heldur eru þetta bara eðlileg viðbrögð tauga-
kerfisins gagnvart sænsk menntuðum íþróttakennur-
um.
Ársæll Valfells.
Svölun
Silkið í blússunni
fossar niður eftir líkama hennar
Glitrandi ferskt. Hann
teygir sig fram, stingur
hendi í strauminn.
Glenntir
fingur. Krepptur hnefi. Holur
lófi.
Ber silkið
að vörum sér. Drekkur.
Baldur A. Kristinsson
Arabi drap mann.
Fyrirsögn í Mbl.