Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 19

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 19
Ofurlítil ábending til stjórnar ,,Framtíðarinnar66 Á undanförnum árum hefur ræðukeppni í millum framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu (keppni er einhverra hluta vegna er sett í samhengi við rökræð- ur) skipað mestan sess í starfsemi Málfundafélagsins ,,Framtíðarinnar“. Er það mjög að vonum enda hefur ræðulið skólans ávalt verið skipað valinkunnum sóma- mönnum, þeas þáverandi og/eða verðandi stjórnar- mönnum í ,,Framtíðinni“, auk þess sem mæting á ræðu- keppni hefur oftast verið skammlaus. í lögbók Framtíð- arinnar stendur að tilgangur þess [þe félagsins] sé ma sá ,,að æfa félagsmenn í rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik“. Vart verður haldið fram að hin umfangsmikla ,,Morfís“ keppni æfi aðra félags- menn en þá þrjá er stjórnin velur til þátttöku, ,,í rök- fimi og ræðuhaldi“ og óljós er sá fróðleikur er hún miðlar. Séu menn sammála um þetta byggist þáttaka „Fram- tíðarinnar" í keppninni á skemmtanagildi hennar! Að margra áliti merkir það, að hún standi álíka traustum fótum og loðdýraræktin í landinu. í síðasta tbl Skin- faxa ritar Heiðrún Geirsdóttir athygli verða grein um gildi almennra málfunda. Bendir hún þar mjög rétti- lega á hve alvarlegar og óæskilegar afleiðingar of mikil áherzla á keppni á borð „Morfís“ getur haft í för með sér. Löngum hafa „Junior Chamber“ menn, mál- freyjur, félagsfræðikennarar og aðrir góðir menn stig- ið á stokk og útskýrt hve firna þroskandi það sé fyrir börn og unglinga að fá úthlutað umræðuefni er verja skal af oddi og egg. Að ekki væri minnzt á kosti þess að tala gegn eigin sannfæringu. Hvað skyldi Jóni finnast um „Morfís“? Samkvæmt skoðanakönnunum dettur fjórum af hverjum fimm íslendingum ekki í hug að íslenzkir stjórnmálamenn meini orð af því sem þeir segja. Á tveggja alda afmæli frönsku byltingarinnar [sem reyndar mistókst fullkomlega] er óþarft er að fjölyrða um afleiðingar slíks trúnaðarbrests þegar til lengri tíma er litið. Það skyldi þó aldrei vera að hin þrosk- andi ræðukeppni hafi innprentað það í fólk að þeir er í ræðustól standa hafi einungis fengið stefnumálum sínum úthlutað en tali ekki frá hjartanu frekar en það væri ekki til? [Svo eru til sómamenn er láta úthluta sér efni, rétt eins og maðurinn er tróð upp á kassa í verzlun einni á höfuðborgarsvæðinu og mótmælti harð- lega skatti af söluverði matvæla. Skömmu síðar komst maðurinn til valda og efndirnar urðu eins og við var búizt.] Nýlega reit Orri Hauksson, nú nýkjörinn for- seti „Framtíðarinnar“, grein í Skinfaxa þar sem hann segir um „Morfís": „Þrátt fyrir það að margir séu nú að ráðleggja Menntaskólanum að draga skólann úr keppni um hríð, er eitt ljóst: fjórir fulltrúar skólans (sem enginn veit ennþá hverjir verða) munu standa í pontu í fyrstu umferð Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna veturinn 1989-1990“ Ekki er að efa að hinn mæti forseti hefur ráðgazt við einhverja, td ný- kjörna meðstjórnendur sína, áður en hann tilkynnti þetta. Verður þetta vart skilið á annan hátt en þann að stjórn ,,Framtíðarinnar“ hafi þegar ákveðið þátt- töku í „Morfís“ á næsta vetri. Hins vegar er ekki ör- grannt að sá er þetta ritar sé með böggum hildar um að fari svo að engin breyting verði á þátttöku og áherzlum Menntaskólans í „Morfís“ muni einhverjir fara að taka undir með „skáldinu" er kvað: Hvað er svo fúlt sem ,,Morfís“ flötu ræður svo fýla skín úr áheyrenda sál, þegar menn er heilla’ ei nokkrar hræður hefja upp sitt leiðigjarna mál? Skyldi engin skemmtun betri finnast, skyldi engu hér um verða breytt? Skyldi ekki á annað mega minnast, meðal annars að gera ekki neitt? Hvað myndi Hannesi’ Hafstein um það finnast ef hann væri kominn hér á ný? Hann myndi segja andann óðum þynnast, og ætli margt sé ekki til í því? Um ,,Morfís“keppni mætti eitt víst segja: mönnum er hún orðin þver um geð. Svo hvernig væri kjafti að halda’og þegja, hvernig væri að vera ekki með? [Gæsalappir utan um nafn „Framtíðarinnar“ stafa ekki af lítilvirðingu í garð þess mæta félags heldur af sérvizku höfundar.] Það er aldrei of snemma í árina tekið. Gunnar Gunnarsson, nemi.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.