Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 34
Vorkosningar 1989
Skömmu eftir páska, þegar ískyggilega hefur stytzt
í árleg vorverkföll kennara og próf eru skammt und-
an, tekur alt skólalífið tímabundnum breytingum. Við-
urkenndir leiðindaseggir fá hlý bros úr ólíklegustu
áttum og erfitt verður að komast leiðar sinnar fyrir
fólki er enginn hefur hitt, en vill ólmt fá að taka í
hendur manna og þakka ógleymanleg kynni. Alt er
þetta merki þess að árlegar vorkosningar séu í nánd.
Fólki, sem enginn hefur heyrt á minnzt, hafa skyndi-
lega borizt fjölmargar áskoranir um að taka að sér öll
helztu embætti, fólk sem hefur hvergi komið nálægt
félagsmálum hefur einmitt þá reynslu er til þarf, og
loks er árlega einhver spéfugl sem ber fyrir sig sjúk-
legri athygliþörf og valdagræðgi. Vorið 1989 skar sig
lítið úr öðrum árum hvað þetta varðar. Kosninganna
verður varla minnzt í sögu Skólafélagsins. Þó var
stúlka kosin inspector scholæ og mun það vera í fjórða
sinn á 110 árum sem það gerist. Um inspectorembætti
kepptu tvær stúlkur, Guðrún Guðmundsdóttir og
Kristrún Heimisdóttir. Vann Kristrún óvenjuglæsileg-
an sigur; hlaut um 70 % greiddra atkvæða. Verður það
að teljast bezta útkoma frambjóðanda við þessar kosn-
ingar. Síðustu tvö ár hefur orðið sjálfkjörið til embætt-
is scriba scholaris. En þrátt fyrir barlóm um að enginn
hafi lengur áhuga á félagslífi skólans buðu fjórir ein-
staklingar sig fram til embættisins að þessu sinni:
Daníel Freyr Jónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Magnús
Baldvinsson og María Kristín Gylfadóttir. Úrslit kosn-
inganna urðu þau að María sigraði með 187 atkvæð-
um, eða 31,1 % atkvæða. í öðru sæti varð Magnús
Baldvinsson með 176 atkvæði, 29,3 %. Naut Magnús,
sem verið hefur gæzlustjóri í vetur, áberandi mest fylg'
is meðal 3. bekkinga. Úrslitin hljóta að hafa orðið
Daníel Frey, er verið hefur ritari Framtíðarinnar í
vetur, töluverð vonbrigði; hann hlaut aðeins 105 at-
kvæði sem er hartnær helmingi minna en hann fékk
árið áður til stjórnar Framtíðarinnar.
f kosningum til ritnefndar Skólatíðinda buðu tveir
listar fram. Annar var einungis skipaður 5. bekkingum,
þeirra á meðal voru forseti Framtíðarinnar og scriba
scholaris, en hinn var skipaður óþekktum nýnemum.
Fór svo að listi 3. bekkinganna náði um 20 % atkvæða
og verður það að teljast viðunandi útkoma. Tókst þeirn
meira að segja að ná 6 % atkvæða í 5. bekk. Emþætti
innan Skólafélagsins hafa altaf þótt mis eftirsóknar-
verð. Nú bar svo við að á sama tíma og sjálfkjörið var
í embætti gjaldkera skólafélagsins og skólastjórnar-
fulltrúa, var hart barizt um sæti í deildum Listafélags-
Einungis 105 kusu Daníel,...
Nú er tímabært að huga að loðnunni.
Úr fréttatíma Ríkissjónvarpsins, 22.2.1989