Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 36

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 36
Opið bréf til íþróttaunnenda Ég hef sjaldan orðið jafn reiður og er ég las viðtal við Sigurgeir Þ. Hansson, þjálfara, í Þjóðviljanum. Og nú mundi einhver halda að það stafaði af okkar fyrri deilumálum. Öðru nær. Ég ákvað strax að svara Sigurgeiri ekki orði enda veit ég að slíkt gleður hann mest. Við það vil ég standa. Hins vegar hef ég heyrt ýmsa , sem ættu að þekkja mig betur, segja að kannski sé eitthvað til í þessu. Það kemur mér á óvart og sann- ar enn og aftur að fáir vita hvar Gróa á Leiti er, fyrr en þeir lenda í henni sjálfir. Auðvitað gæti ég sagt sjálfur fjölmargar sögur af Sigurgeiri, sem að ég veit að eru margar mjög sannar þó ég vilji ekki vera minni maður af því, Ég lærði snemma í íþróttunum, að menn ættu að rækta félagsandann en ekki nota hann hrein- lega hver gegn öðrum, og lái mér hver sem vill (ég á heldur ekki von á að Sigurgeir vilji heyra lýsingu á sér frá þinginu í Vestmannaeyjum, sem hann þekkir mæta vel til. Það gæti nú verið fróðleg lesning fyrir ýmsa þá, sem nú hlakka yfir orðbragði hans um mig og aðra góða menn.) Ég hef hingað til litið á mig sem traustan lesanda íþróttasíðanna enda ekki ósjaldan þar um mig skrifað. Taldi ég mig því síst eiga von á slíkum skrifum, og það frá þeim sem skrifaði þennan pistil. En það var engu líkara að það væri annar sem hér héldi um penna, og þá sá sem síst skyldi, þótt ég telji ekki ástæðu til að nefna nokkur nöfn í því sam- bandi. Ég vil ekki fara út í neitt skítkast við Sigur- geir og tel okkur og íþróttahreyfinguna yfir slíkt hafna, en taldi mig knúinn með örfáum orðum að skýra les- endum íþróttasíðunnar frá minni hlið á þessu máli, sem ég byrjaði ekki á og vil því ekki ljúka nema að þessar upplýsingar komi fram. Vona ég að þessari ritdeilu sé þar með lokið, enda er það í samræmi við drenglundar- geð íþróttahreyfingarinnar hér á landi að þannig sé staðið heilt að verki og í sönnum leikanda. VIRÐIN GARFYLLST, Jón Gautason, fyrrv. Þjálfari Ats. Þar sem greinarstúfur þessi hefur ekki enn feng- ist birtur í neinum fjölmiðli fékk ég sonarson minn, nemanda í hinum gamla skóla, til að útvega honum birtingu í Skólablaðinu. J.G. Meira krembrauð. Hvað heldurðu að hafi gerzt? í vetur þá setti ég fingurinn á mér í fallhamar, þá varð hann flatur eins og skrúflárn. Og í vor fór ég með hann í reimskífu, þá varð hann eins og stjörnuskrúfjárn. Þráinn Þorsteinsson, málarameistari.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.