Monitor - 03.02.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 03.02.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Black Swan er ekki ballett- mynd. Myndin fjallar að vísu um ballerínu, en við megum ekki gleyma að henni er leikstýrt af Darren Aronofsky. Hann gerði líka Requiem for a Dream og The Wrestler, þannig að þú getur treyst honum fyrir að gera ballettmynd. Sjónvarpsþáttur 30 Rock er besti gamanþátturinn í sjónvarpi í dag. Þessi setning sannar það: Tracy: So it’s decided. Jack’s on board as an investor. Jack: Not so fast. Tracy: So… it’ssss… deciiid… Bók Killing Yourself to Live eftir Chuck Klosterman liggur á nátt- borðinu. Sagan ku vera 85% sönn, sem er afar hreinskilin yfirlýsing. Sannleikur- inn má ekki þvælast fyrir góðri sögu. Plata Ég er ennþá að hvetja fólk til að hlusta á bestu plötu ársins í fyrra; High Violet með The National. Mögnuð plata með hljómsveit sem hefur stökkbreyst til hins betra með hverri plötu. Vefsíða Information- isbeautiful.net. Það er aðeins eitt sem er fal- legra en kona á hjóli: Fallega framsettar upplýsingar. Information is Beautiful er helguð þeim. Það mættu samt vera fleiri konur á hjólum á síðunni. Staður Sjávarborg í Skagafirði er fallegasti staður landsins. Grasið er grænna en annars staðar, loftið hreinna og fjöllin tilkomumeiri. Svo býr mamma þar. Það er alltaf gott að heimsækja mömmu sína. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2011 Síðast en ekki síst » Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamaður, fílar: LOKAPRÓFIÐ fílófaxið UPPISTAND Í TJÖRNINNI Tjarnarbíó 21:00 Uppistandskvöld þar semfram koma Daníel Geir Moritz, Alma Geirdal, Þórhallur Þórhallsson og Saga Garðarsdóttir. Radíusbræður eru sérstakir gestir. Miðaverð er 2.000 krónur. RETOX PARTY Kaffibarinn 21:30 Þeir sem detoxuðu allanjanúarmánuð eru hvattir til að mæta á sérstakt Retox-kvöld á Kaffibarn- um en þar mun plötusnúðatvíeykið Classact halda fólkinu gangandi. JÓN JÓNSSON B5 22:00 Jón Jónsson mun ásamthljómsveit sinni leika lögin sem hljómað hafa á öldum ljósvakans undanfarið ásamt fleiri tónum sem finna má á væntanlegri plötu hans. Einnig verða leiknar vel valdar ábreiður af lögum sem eru í uppáhaldi. Þægileg stemning og frítt inn. 3B – BLÚSBAND Sódóma 22:00 Ekta blúsrokktónleikar meðhljómsveitinni 3B – Bitter blues band. Miðaverð er 1.000 krónur. fimmtud3feb | 3. febrúar 2011 | skólinn MUCKFEST 2011 Faktorý 21:30 Hljómsveitin Muck blæs tilMuckfest 2011 og hefur góða aðila með sér í lið. Þeir eru Mammút, Sudden Weather Change, Swords of Chaos og Me, The Slumbering Napoleon. Miðaverð 1.000 krónur. föstudag4feb ÆLA OG SIN FANG Faktorý 23:00 Sin Fang og hljómsveitin Ælahalda tónleika á Faktorý en aðgangseyrir rennur í upptöku- og útgáfusjóð Ælu. Miðaverð er 1.000 krónur og húsið opnar klukkan 22. Retro Stefson verða DJ set verður svo í gangi á neðri hæðinni frá miðnætti. THE WALL Hofið, Akureyri 23:00 Dúndurfréttir, Sinfóníu-hljómsveit Norðurlands, Karlakór Dalvíkur ásamt stúlknakór flytja The Wall eftir Roger Waters og Pink Floyd. Þegar er uppselt á tónleikana sem fara fram klukkan 20 og því verða aukatónleikar klukkan 23. Miðasala á þá er hafin á Midi.is. laugarda5feb 800 BAR SELFOSSI Laugardagskvöld 23:00 „Núna er um að gera að skella sér út á land,“ segir Friðrik Dór, tónlistarmaður, en hann spilar á 800 Bar á Selfossi á laugardagskvöld- ið ásamt DJ Danna Deluxe. Friðrik hefur nokkrum sinnum spilað á 800 Bar við góðar undirtektir heimamanna. „Það er alltaf hressandi að fara á Selfoss að spila,“ segir hann. Á Facebook-síðu viðburðarins má sjá geysispennta aðdáendur Friðriks tjá sig um kvöldið eins og til dæmis eina unga dömu úr sveitinni. „Við erum fjórar úr tungunum til í tuskið,“ skrifar hinn ónefndi aðdáandi. Hvað gerist á 800 Bar? fyrir menntskælinga og háskólanema Alþjóðlegir skólar, góð aðstaða, krefjandi nám og hagnýt þjálfun. Námskeiðin hefjast vikulega og hægt er að velja um almennt málanám, talþjálfun, málfræði, ritun, undirbúning fyrir háskólanám, alþjóðaviðskipti, fjármál, lögfræði og alþjóðleg tungumálapróf. Barcelona, Berlin, Boston, Cambridge, Firenze, London, Madrid, Milano, Montpellier, München, New York, Paris, Roma, Wien. T U N G U M Á L A N Á M E S S E M M 0 9 / 12 Fjórar úr tungunum til í tuskið

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.