Monitor - 07.07.2011, Side 14

Monitor - 07.07.2011, Side 14
Kvikmynd: The Eng- lish Patient. Jóhannes Haukur kynnti mig fyrir þessari stórkost- legu mynd nýlega, klárlega uppáhalds! Þáttur: Á ekki sjónvarp en elska Despó (Desperate Housewives), á einstaklega auðvelt með að lifa mig inn í allt dramað hjá úthverfaskvísunum. Það er alltaf hátíð hjá mér hver jól þegar ný sería kemur út. Bók: Moleskine Berlínar bókin mín - hún er í stöðugri vinnslu en stútfull af spennandi hug- myndum sem bíða þess að verða prófaðar. Einhvern daginn verður hún afskaplega verðmæt. Plata: Söngur Riddarans - lög við ljóð Páls Ólafssonar. Fallegustu ástarljóð í heimi ná nýjum hæðum á þessari plötu. Það er ótrúlega gott að hlusta á hana rétt áður en maður fer að sofa, komin í náttfötin en á kannski eftir að klára uppvaskið, brjóta saman pínu þvott eða jafnvel skrifa á póstkort. Yndisleg síðsumarplata. Vefsíða: www.make- everything-ok.com, kíki reglulega hér inn, það er alveg ótrúlegt hvað þessi síða getur gert. Mæli með að tjékka á henni þessari, hún á eftir að breyta lífi þínu. Staður: Ísafjörður, að tölta út í fjöru, setjast á stein, leyfa fjöllunum að faðma sig og horfa á þau speglast í sléttum pollinum, maður kemst ekki mikið nær himnaríki, jú reyndar, ef maður man að taka súkkulaði með í nesti. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2011 Síðast en ekki síst Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 fílófaxið fimmtud7júlí „Þetta eru svona styrktartónleikar fyrir Orphic Oxtra. Þeir eru að fara að gefa út plötu og vantar smá pening. Við erum öll vinir svo þetta er bara smá vinagreiði. Við eigum eftir að rukka það einhvern tímann aftur,“ segir Valdimar Guðmundsson sem kemur fram ásamt hljóm- sveit sinni á Faktorý á föstudagskvöld. „Ætli við rukkum ekki inn greiðann þegar við förum og spilum í Staple Center í Los Angeles,“ segir hann í hæðnistón aðspurður um hvort ekki eigi að fara út að „meika“ það í bráð. „Þetta er í raun bara upphitun fyrir hálfleiks- sýninguna á Ofurskálinni, úrslitaleik NFL. Smá Balkantónlist frá Valdimar og Orphic Oxtra myndi örugglega leggjast vel í Kanann.“ Ekki stendur það til að hljómsveitirnar taki lagið saman en Valdimar segir allt geta gerst. „Ég get þó ekki tekið í básúnuna með Orphic Oxtra því það er bara pláss fyrir einn básúnuleikara. Ef það eru tveir þá er alltaf hætta á að þeir fari að skylmast með básúnunum,“ bætir Valdimar við léttur í bragði. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur. Bara pláss fyrir einn básúnuleikara laugarda9júlí SUMARFAGNAÐUR REYK VEEK Iðusalir 14:00 Nýjar svalir hafa veriðopnaðar á Iðusölum þar sem hægt er að slaka á og liggja í sólbaði ef veður leyfir. Reyk Veed sér um að spila seiðandi tóna á meðan íslenskir hönnuðir sýna og selja list sína, gamlir safnarar selja plötur og Grand Marnier býður upp á léttar sumarveit- ingar. Frítt inn! TRÍÓ RAGNHEIÐAR GRÖNDAL Jómfrúin 15:00 Veitingahúsið Jómfrúin viðLækjargötu hefur staðið fyrir tónleikaröð í sumar og nú mun Ragnheiður Gröndal stíga á svið ásamt Guðmundi Péturssyni, gítarleikara og Leifi Gunnarssyni, kontrabassaleikara. Sérstakur gestur tríósins verður gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason. Aðgangur er ókeypis. OF MONSTERS AND MEN OG VIGRI Norðurpóllinn 21:00 Hljómsveitin Of Monstersand Men, sem sigraði Músíktilraunir í fyrra treður hér upp á fimmtu tónleikum tónleikaraðarinnar Rafmagnslaust á Norðurpólnum. Þá mun Vigri einnig stíga á stokk en forsíðu-Matti fer einmitt fögrum orðum um þá í viðtalinu í miðju blaðsins. Miðaverð er 1500 krónur við hurð. LOKAPRÓFIÐ skólinn | 7. júlí 2011 | föstudag8júlí GÖTUHÁTÍÐ JAFNINGJA- FRÆÐSLUNNAR Austurvöllur 14:00 Ýmsir listamenn troða uppog boðið er upp á pylsur og candy floss. Fatamarkaður verður á staðnum, gefins smokkar og klifurveggur. Nánar er fjallað um hátíðina á blaðsíðu 3 í blaðinu. Allt að gerast - alla fimmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is » Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikkona, fílar: VALDIMAR, ORPHIC OXTRA, OF MONSTERS AND MEN Föstudagur 8. júlí Faktorý kl. 23

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.