Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 stíllinn fataskápurinn Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, leyfði Stílnum að kíkja í fataskápinn sinn þessa vikuna. SKRÍTNASTA Ég elska sokka. Ég er aldrei lengur en fimm mínútur heima án þess að vera komin í hlýja ullarsokka og þá skiptir engu máli hvernig viðrar úti! En ástin nær lengra en til ullarsokka því mér þykja sokkar almennt og yfir höfuð frekar skemmtileg flík. Þó ég sé alls ekki nógu dugleg að nota þá til að lífga upp útlitið þá á ég til dæmis mjög skemmtilega græna sokka frá American Apparel sem eru ótrúlega flottir við gallabuxur og fallega opna skó. DÝRASTA Ég er ekki alveg viss hvaða flík er sú dýrasta sem ég á en það verðmætasta eru án efa tvö hálsmen sem koma sitt frá hvorri ömmunni. Það gyllta á mamma raunar og erfði frá mömmu sinni sem var mikil glingurkona og mér finnst hálsmenið gefa öllum fötum sjarmerandi hefðarkonuyfirbragð. Hitt fékk ég í stúdentsgjöf frá föðurömmu minni og það er svo fullkomlega í takt við minn smekk að ég hefði ekki fengið betra þó ég teiknaði það sjálf; náttúrulegt, hæfilega gróft, fallegt og passar við allt. NÝJASTA Ég sá stelpu í þessum skóm í veislu nýlega og varð bara að eignast þá líka. Ég hef ekki farið úr þeim síðan ég fékk þá, mér finnst þeir passa við allt. Þeir hafa svolítið rokkað 70´s yfirbragð og það er sérstaklega flott að fara í litaða sokka undir. BESTA Leðurjakkinn sem ég keypti í Ein- veru fyrir tveimur árum er í miklu uppáhaldi. Ég hef notað hann í syrpum og síðustu mánuði hef ég varla farið út úr húsi án hans, hann er einfaldlega fullkominn og passar við allt. ELSTA Þennan bláa kínakjól hef ég notað reglulega frá því ég fékk hann í Kolaportinu þegar ég var 17 ára. Beltin og skartið sem ég set við hafa breyst með tískunni og tímanum en mér finnst kjóllinn alltaf jafn töff. Ég fann á honum lítið gat um daginn og langaði eig- inlega að gráta smá. En það tókst að laga það og ég held ég muni ekki hætta að nota þennan fyrr en hann verður sundurtættur og úr sér genginn. ÞÆGILEGASTA Í próflokainnkaupum vorsins keypti ég skrautlegan samfest- ing sem er jafn þægilegur og hann er flottur. Með fallegum háum hælum er hann fullkominn fyrir skrallið en með sandölum er hann hversdagslegur og kjörinn í vinnunna á sjald- séðum sumardögum. FLOTTASTA Ég var að labba úr sumarvinn- unni minni í Osló fyrir nokkrum árum, í hellidembu og með rennandi blauta fætur þegar ég sá þennan hvíta náttkjól á fatamarkaði og stóðst ekki mátið. Þetta er kjóllinn sem ég enda í þegar ég er búin að máta fimmt- án mismunandi flíkur, er orðin svolítið úrill og finnst ekkert ganga. Hann er alltaf jafn fallegur. Nýir ballerínuskór á óskalistanum Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Frjálslegt mix úr ólíkum áttum. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég velti satt best að segja hönnuðum ekki mjög mikið fyrir mér og hef alltaf átt erfitt með að velja uppáhalds af einhverju. En ég á margar uppáhaldsflíkur og línur úr ólíkum áttum og oft frá mjög ólíkum hönnuðum og tímabilum. Af íslenskum hönnuðum á ég sjálf mest frá Andersen & Lauth, litirnir þeirra og sniðin eru svo guðdómlega rómantísk, þægileg og falleg. Hversu mörg skópör átt þú? Þau sem ég á telja í nokkrum tugum, ég þori eiginlega ekki að setja tölu á það. En í fullri notkun núna eru kannski svona tólf pör, bráðum þrettán. Mig langar mikið í nýja, fallega ballerínuskó og stefni á að finna þá á næstu dögum. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Það yrði að vera eitthvað lítið, óvænt og svolítið stelpulegt. Ég held ég myndi vilja fá einhver orð eða setningu frekar en mynd en ég hef reyndar aldrei íhugað alvarlega að fá mér tattú svo hugmyndirnar eru ekki mjög fastmótaðar. En þau flottustu sem ég hef séð hafa verið á ristinni, bak við eyrað eða aftan á úlniðnum. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir útilegurnar í sumar? Falleg lopapeysa er grundvöllur alvöru íslenskrar útilegu. Ég á mosagræna slá með lopapeysumynstri sem amma gerði fyr- ir mig og hún mun fylgja mér í allar útilegur sumarsins. Annar ómiss- andi hlutur eru falleg sólgleraugu, sumarið kemur ekki án þeirra! Myndir/Árni Sæberg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.