Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 10
búinn að gera eina til tvær plötur á hverju ári sem er nokkuð vel af sér vikið. Fyrr á árinu bjó ég um tíma í Svíþjóð og kúp- laði mig aðeins út úr öllu saman svo ég er kominn með efni í sólóplötu sem ég hugsa að komi út í vor. Ég verð nefnilega að semja tónlist líka og hef mikla þörf fyrir það. Fyrir sjö árum tókst þú þig til og léttist um 17 kíló á átta mánuðum. Ert þú enn á fullu í ræktinni og borðar bara hollan mat? Málið er það að ég var svakalega duglegur fyrr á árinu þegar ég bjó út í Svíþjóð og fór á hverjum degi. Núna í sumar er ég búinn að vera að túra með Jógvani og okkur finnst rosalega gott að borða góðan mat. Hann er reyndar búinn að þyngjast meira en ég. Ég er duglegur og passa mataræðið en á sumrin tek ég mér frí og grilla mikið. Hvað gerir þú til að líta vel út á sviðinu? Það fer náttúrulega eftir því hvað giggin eru stór en það er gott að vera smá sminkaður, þá er maður alltaf sætari. Í Eurovision var ég svo til dæmis í einskonar smokk innan undir bolnum til að slétta úr öllu og líta aðeins betur út. Ert þú með fullkomnunaráráttu þegar kemur að útlitinu? Kannski ekki beint fullkomnunaráráttu en þegar maður er í svona vinnu skiptir útlitið oft miklu máli. Samt er það aldrei yfirsterkara hæfileikunum en í poppbransanum horfir fólk oft á listamanninn áður en það hlustar á hann. Eftir því sem maður eldist þá slakar maður meira á því það er margt verra en að vera ekki þessi fullkomna staðalímynd. Maður þarf að hlúa að hinu innra meira en því ytra. Nú verður þú þrítugur í haust. Hvernig leggst stórafmælið í þig? Mér finnst þetta stór áfangi og margir tala um að þrítugs- afmælið sé smá sjokk. Ég hef ekki fundið fyrir því ennþá enda bara 29 ára. Ég ákvað að snúa þessu upp í tóma gleði og halda afmælistónleika á heimaslóðuim mínum fyrir norðan. Mig langar til að gera það sem mér finnst skemmtilegast; að halda einhverja ógeðslega flotta tónleika með vini mína með mér á sviðinu. Það er úr nógu að moða þó ég sé ekki búinn að vera lengi að og svo ætla ég líka að frumflytja eitthvað nýtt efni. Nú tala ég eins og gamall maður en ef maður er við góða heilsu er aldurinn ekkert slæmur svo ég er mjög spenntur fyrir afmælinu. Hvar sérðu sjálfan þig á fertugsafmælinu? Ég verð syngjandi og áfram í músíkinni. Hún er það eina sem hefur komið til greina og ég hef ekki verið í öðru síðan ég var fjögurra ára gamall. Ég verð líklega á rosa þeytingi og örugglega orðinn pabbi. Margir tala um að þrítugs- afmælið sé smá sjokk. Ég hef ekki fundið fyrir því ennþá enda bara 29 ára. 10 Monitor FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.