Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 12
kvikmyndir Blake Lively Hæð: 174 sentímetrar. Besta hlutverk: Serena van der Woodsen. Staðreynd: Lively hefur þekkt Penn Badgley, sem leikur einnig í Gossip Girl, frá 11 ára aldri. Eitruð tilvitnun: „Ég hef bara kysst þrjár manneskjur á ævinni, fyrir utan það sem ég hef gert fyrir sjónvarp eða í bíó- myndum. Ég veit, ég er skrýtin. Ég vona að Brad Pitt heyri þetta ekki annars mun hann aldrei giftast mér!“ 1987Fæddist þann 25.ágúst í Tarzana, L.A. sem Blake Christina Lively. Foreldrar hennar eru leikar- arnir Ernie og Elaine Lively. 1998Lék lítið hlutverkí fyrstu myndinni sinni, Sandman, 11 ára að aldri. Myndinni var leikstýrt af föður hennar. 2004Landaði hlutverki ímyndinni The Sis- terhood of the Traveling Pants á sérstakan hátt. Hún mætti í áheyrnarprufu en gerði ekkert nema að rétta dómnefndinni mynd af sjálfri sér og ganga svo á dyr. Sagan segir að þetta hafi verið fyrsta launaða starf sem hún tók að sér. 2005Myndin TheSisterhood of the Traveling Pants kom út og hún var tilnefnd til verðlauna á Teen Choice Award. 2007Fór með hlutverklotugræðgis- sjúklings í myndinni Elvis and Anabelle. Hreppti einnig hlutverk Serena í hinum geysivinsælu unglingaþáttum, Gossip Girl. Sat í kjölfarið fyrir sem forsíðufyrirsæta á stóru tímariti í fyrsta sinn en það var fyrir Cosmo Girl í nóvember. 2008ÁstarsambandBlake Lively og Penn Badgley, sem leikur Dan Humphrey í Gossip Girl, varð opinbert þótt kvittur um sambandið hafi komist á kreik löngu fyrr. 2010Ben Affleck fékkLively til að leika í mynd sinni, The Town, sem hlaut mjög góða dóma. Sama ár hætti hún með kærasta sínum til þriggja ára, Penn Badgley. 2011Nældi sér í einneftirsóttast karlmann heims, Leonardo DiCaprio. Lék í tónlistarmynd- bandi Lonely Island-lagsins, I Just Had Sex, ásamt Jessica Alba. Var jafnframt valin ein af 100 áhrifamestu manneskjum heims ársins 2010 í árlegri útgáfu tímaritsins TIME. FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2011 Frumsýningar helgarinnar „We need your help!“ gólaði Kalli kanína á Michael Jordan í hinni frábæru teiknimynd Space Jam frá árinu 1996. Popp- korn Höfundur þáttanna Entourage, Doug Ellin, lét hafa eftir sér í síðustu viku að það yrði gerð bíómynd með persónum þáttanna. Hann nefndi að þetta væri einungis tímaspursmál og vonaði að teymið sem kemur að þáttun- um myndi setjast niður sem fyrst og fá hugmynd að söguþræði. Framleiðandi þáttanna, leikarinn Mark Wahlberg, styður þessa yfirlýsingu Ellin. Ættu þessi tíðindi að gleðja áhangendur þáttanna því enda hefur verið gefið út að þáttaröðin af Entourage sem nýbúið er að taka upp, sú áttunda, verði jafnframt sú síðasta. Stórleikarinn og reynsl- uboltinn Harrison Ford sagði Conan O‘Brien í vikunni að Strumparnir færu í taugarnar á honum. Ford var gestur í spjallþættinum vegna myndar- innar Cowboys & Aliens sem hann fer með stórt hlutverk í en þessar myndir tvær eiga í harðri toppbaráttu á tekjulist- anum vestanhafs. Leikarinn sagði að sonur hans hefði farið á myndina um síðastliðna helgi en grínaðist með að fjölskyldan hygðist reyna að fá endurgreitt. Bandaríska kvikmynda- akademían hefur gefið út að James Earl Jones komi til með að hljóta heiðursverð- laun á næstu Óskarsverð- launahátíð. Jones er goðsögn í kvikmyndabransan- um fyrir ýmsar sakir en hann þykir vera með svala rödd með eindæmum og ljáði meðal annars Múfasa úr Lion King og Svarthöfða úr Star Wars rödd sína. Leikaraferill ungstirnis- ins Miley Cyrus virðist vera í uppsveiflu en greint er frá því kvikmynda- tengdum netmiðlum að á næstunni séu væntan- legar þrjár myndir með söng- og leikkonunni sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Hannah Montana í framleiðslu Disney. Um er að ræða unglingamyndina LOL, þar sem hún leikur á móti Ashley Greene úr Twilight, spæjara- myndinni So Undercover og síðast en ekki síst ónefnda mynd sem voða fátt hefur verið tilkynnt um annað en að Cyrus komi til með að „brjóta loforð við Guð“ í myndinni. Green Lantern ER RYAN REYNOLDS ALVEG GRÆNN AF ÖFUND Í ÞESSARI? Leikstjóri: Martin Campbell. Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Blake Lively og Peter Sarsgaard. Lengd: 114 mínútur. Dómar: Rotten Tomatoes: 26% Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Kringlunni. Alheimurinn er í hættu staddur vegna baráttu yfirnáttúrulegra afla. Í kjölfarið eignast hrokafullur amerískur flugmaður, Hal Jordan, dularfullan grænan hring sem veitir honum ofurkrafta sem gerir hann að lykilmanni í tilrauninni til að bjarga alheiminum. Verandi fyrsti mennski grænliðinn þarf hann einnig að sýna og sanna að mannfólkið sé fært um að bera hringinn græna. Rise of the Planet of the Apes Leikstjóri: Rupert Wyatt. Aðalhlutverk: James Franco, Andy Serkis og Freida Pinto. Lengd: 115 mínútur. Dómar: Rotten Tomatoes: 83% Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Kvikmyndahús: Borgarbíó, Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll. Vísindamaður kannar genabreytingar í von um að finna lækningu á Alzheimer. Þegar hann gefur simpansa að nafni Sesar tilraunameðferð af lyfi, verður hann ofurgáfaður og einstaklega hættulegur. Sesar er ósáttur með framkomu mannsins gagnvart apakyninu og ætlar sér að frelsa bræður sína úr prísund mannsins. Er það upphafið á stríði manna og apa sem seinna meir mun gjöreyða mannkyninu? Tomboy Íslenskur titill: Strákastelpa. Leikstjóri: Céline Sciamma. Aðalhlutverk: Zoé Héran, Malonn Lévana og Jeanne Disson. Lengd: 84 mínútur. Dómar: IMDB: 7,9. Aldurstakmark: Ekkert. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Laure er ung stelpa sem flytur í eitt úthverfa Parísar yfir eitt sumar. Þegar hún kynnir sig fyrir nýju nágrönnunum segist hún vera strákur að nafni Mickaël. Fyrst um sinn gengur þessi leikur hennar eða blekking vel upp og verður Lisa, ein vinkona hennar, ástfangin af henni sem Mickaël. Eins og gefur að skilja flækist þá líf Laure svo um munar og sumarið verður henni eftirminnilegt. DAGSKRÁ HINSEGIN BÍÓDAGA: 29. júlí: kl. 20:00 Howl kl. 22:00 Broderskab 30. júlí: kl. 22:00 Howl 31. júlí: kl. 20:00 Broderskab kl. 22:00 Howl 1. ágúst: kl. 20:00 Howl kl. 22:00 Howl 2. ágúst: kl. 20:00 Howl kl. 22:00 Howl 3. ágúst: kl. 20:00 Tomboy kl. 22:00 Broderskap 4. ágúst: kl. 20:00 Howl kl. 22:00 Tomboy 5. ágúst: kl. 20:00 Family Tree kl. 22:00 Howl 6. ágúst: kl. 20:00 Howl kl. 22:00 Family Tree 7. ágúst: kl. 20:00 Tomboy kl. 22:00 Family Tree Hinsegin bíódagar eru hafnir í Bíó Paradís og standa til 7. ágúst en þessir dagar eru nú endurvaktir eftir fimm ára hlé. Strákastelpa og hinsegin hermenn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.