Austri


Austri - 10.02.1978, Blaðsíða 1

Austri - 10.02.1978, Blaðsíða 1
Vopnafjörður Smábátabryg-g-jan Ási. ÍBÚAFJÖLDI OG BÚSETA Fjöldi íbúa í Vopnafjarðarhreppi, hinn 1. desember 1977, var 867, skv. nýútgefinni íbúaskrá. Um 630 búa i kauptúninu á Kolbeinstanga, en tæp- lega 240 hafa heimili sitt á 45 lög- býlum í sveitinni. íbúaþróun síðustu ára hefur verið hægfara fjölgun, eða úr 794 íbúum 1. des. 1972 í núver- andi íbúatölu. En öll þessi ár hefur verið um einhverja fjölgun íbúa að ræða. ATVINNULÍF LANDBÚNAÐUR Eins og fram kemur í grein um búsetuna hér að framan, eru um 45 byggð lögbýli í sveitinni, ýmist heil- ar jarðir eða jarðarhlutar. Á flest- um þessara jarða er rekinn búskap- ur. Er það ýmist sauðfjárbúskapur, kúabúskapur, eða blandaður búskap- ur með hvoru tveggja, sauðfé og nautgripi. Ræktunarskilyrði eru yfir- leitt góð, og sumarhagar sauðfjár í hinum grösugu og víðáttumiklu af- réttum Vopnafjarðar, eru mjög góð- ir og langt frá því að vera fullnýtt- ir. Vegna afréttarskilyrðanna er fall- þungi dilka almennt mikill og var meðalfallþungi dilka í sláturhúsi Kaupfélags Vopnfirðinga haustin 1976 og 1977, um og yfir 16 kg. Ár- legur fjöldi sláturfjár hefur á undan- förnum árum verið milli 14 og 17 þúsund. Mjólkurframleiðsla er mest á bæjunum næst kauptúninu, þ.e. undir fjöllum og í utanverðum Hofsárdal og Vesturárdal. Hefur innlagt mjólk- urmagn í Mjólkursamlag K.V.V. ver- ið 650 - 700 þúsund kg. á ári. Nokk- uð hefur verið um framleiðslu á nautakjöti, en miklar sveiflur hafa verið í þeirri búgrein á undanförnum árum. Svínarækt hefur verið stund- uð í smáum stíl á einum bæ. Fram- leiðsla garðávaxta er nokkur, en þó hvergi í mjög miklum mæli. Ekki verður skilið svo við land- búnaðinn, að eigi sé getið þeirra hlunninda, sem laxveiði í ám skapar. Helstu veiðiárnar eru þrjár, þ.e. Hofsá, Vesturdalsá og Selá. Sunnu- dalsá, sem er þverá Hofsár, er einn- ig veiðiá, og á sama veiðifélags- svæði. Á síðasta ári komu úr ám þessum 3285 laxar samtals, eða úr Hofsá og Sunnudalsá 1280 laxar, úr Vesturdalsá 520 laxar og 1485 laxar úr Selá. Hofsá er frægust þessara áa, séi-staklega vegna síendurtekinna heimsókna Karls bretaprins, sem undanfarin sumur hefur notið góðrar veiði og góðs veðurs á bökkum henn- ar. Hinar árnar eru mjög vaxandi veiðiár og hefur veiði í Selá vaxið hröðum skrefum, eða um helming á síðustu tveim árum. Veiðihús eru við árnar, og aðstaða hin besta. SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLA Frá Vopnafirði voru sumarið 1977, gerðir út 6 dekkbátar af stærðinni 9-17 tn. og fjórar opnar trillur, og stunduðu allir þessir bátar grásleppu- veiðar að vori, en síðan bolfiskveið- ar í net og á handfæri og línu er líða tók á haust. Auk þessara báta stunduðu nokkrar trillur grásleppu- veiðarnar, þótt þeir sem á þeim réru vinni að jafnaði í öðrum starfsgrein- um, aðra hluta ársins. Smábátaút- gerð hefur verið að aukast á undan- förnum árum og bátastærðir á upp- leið, en slæm hafnarskilyrði hafa þó komið í veg fyrir útgerð báta af millistærð. Afli smábátanna árið 1977 varð um 1050 tunnur af grásleppu- hrognum og um 800 tn. af fiski. Eig- endur þeirra verka sjálfir grásleppu- hrognin, en meginhluti fiskjarins leggja þeir upp hjá fiskvinnslu Tanga hf. Þó eru sumar útgerðirnar með eigin söltun. Tangi hf. gerir út skuttogarann Bretting og er hann aðal hráefnis- aflandinn á staðnum. Á árinu 1977 aflaði hann 2860 tonna af fiski, sem allur var tekinn til vinnslu í fryst- ingu og salt hjá fiskvinnslu Tanga hf. Tangi hf. rekur einnig loðnu- bræðslu, sem á síðasta ári tók á móti 22.600 tonnum af loðnu og um 1800 tonnum af beinum og fiskúrgangi. Það skal tekið fram, að Tangi hf. er hlutafélag, sem að 85 - 90% er eign sveitarfélagsins, en auk þess eiga Kaupfélag Vopnfirðinga og Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri all stóra hluti, auk fjölmargra einstakl- inga, sem eiga smærri hluti. Fyrir- tækið á nú frystihús í smíðum og er þess vænst, að hægt verði að taka það í notkun á komandi sumri. Fisk- frystingin hefur fram til þessa ver- ið rekin í slátur- og frystihúsi Kaup- félags Vopnfirðinga, sem leigt hefur Tanga aðstöðuna. Nauðsyn ber til, að tryggja hinu nýja frystihúsi jafnt og nægilegt hráefni til vinnslu, og eru því frekari skipakaup í athugun, en méð tveim skuttogurum af minni gerð ætti að vera hægt, að tryggja stöðuga vinnu í fiskverkunarstöðvun- um. Þá er það einnig brýnt framtíðar- verkefni, að endurnýja og bæta vélar og tækjakost loðnubræðslunnar, til að ná fram sem bestri nýtingu hrá- efnis og minnka mengun frá verk- smiðjunni, um leið og vinnuaðstaða starfsfólks yrði betri. IÐNAÐUR Auk fiskiðnaðar, sem áður er getið er á Vopnafirði aðeins um þjónustu- og byggingariðnað að ræða. Tvö bif- reiðaverkstæði eru starfandi og eitt trésmíðaverkstæði. Auk þess hefur framhald á bls. 3 Loðnubátur við bryggju.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.