Austri


Austri - 10.02.1978, Blaðsíða 5

Austri - 10.02.1978, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 10. febrúar 1978. AUSTRI 5 og' kemur þá helst til greina vegur um Hellisheiði eða það sem e.t.v. er líklegra um Búr og Fagradal. Núver- andi slóð yfir Hellisheiði er enginn vegur og óvíst að brattfleygustu flug- vélar klifruðu það sem bílum er þar ætlað. Að endingu vík ég að því sem ég sagði í upphafi um vegamálin, enda verður það aldrei of oft sagt, að það eru sveitarvegirnir sem eiga að hafa forgang. Það eru þeir sem við al- mennt notum daglega. En þó land- leiðir út úr byggðinni lokist, eins og telja má reglu á vetrum, þá höfum við okkar ágæta flugvöll, sem hefur verið sýndur aukinn sómi að undan- förnu, þó þar megi enn betur gera, eins og gengur. — Vopnafjörður er eitt af fáum byggðarlögum þar sem bæði sveit og kauptún eru eitt hreppsfélag. Þú lief- ur setið í hreppsnefnd um nokkurt skeið. Hvað finnst þér um samstarf sveita/r og kauptúns? — Ég geri ráð fyrir að það sé rétt, að þetta sé frekar fátítt, a.m.k. þar sem hvoru tveggja er af svipaðri stærð og hér. Það hefur löngum verið almennur áhugi fyrir því að viðhalda þessu fyrirkomulagi. Þó hafa bollalegging- ar um aðskilnað stöku sinnum kom- ist í hámæli. A.m.k. man ég eftir almennum fundi á Vopnafirði um þetta mál 1946 eða 7. Eins er iðulega fyrir hendi ein- hver metingur um það, hvorir skili betur reyfinu til sveitarsjóðs, þétt- býlingar eða sveitannenn. Þetta rist- ir þó ekki djúpt, að ég hygg. Annað mál er það, að ekki getur farið fram hjá neinum sem fylgist með því sem sveitarstjórn fjallar um, hve málefni þéttbýlisins eru miklu meiri að umfangi en sveitarinnar og krefjast því langtum meira atfylgis í stjórnun. Það er einmitt útfrá þess- um punkti sem sótt hafa að mér efa- semdir um það, hvort við værum á réttri leið. Ég tel alveg víst, að ef menn nálg- uðust málið frá hinni hliðinni væri allt annað uppi á teningnum. Ég á við það, að hér væru fyrir þéttbýlis- hreppur og sveitarhreppur, þá myndi fáum þykja sameining nauðsynleg. Að þetta hefur staðist og stenst byggist því meira á hefð og tilfinn- ingum en köldum rökum. Sjálfur get ég sagt, í fullri einlægni, að mér finnst það langdrægt eins og að skipta um þjóðerni, að rjúfa þessi tengsl við stóran hluta sveitunga minna. Þó þetta sé sagt skyldi enginn vera viss um að þetta samstarf dafni sjálfkrafa um alla framtíð. Það þarf ugglaust sín lífsskilyrði eins og ann- að. Hér gæti átt við það sem sagt hef- ur verið um félagsbú í sveit. Að það blessist því aðeins að báðir aðilar varist smámunasemi. — Ertu bjartsýnn á framtíð Vopnafjarðar? — Ég er bjartsýnn á allt það er tekur til náttúrugæða. Ég hef þegar drepið á það hve sveitin er kjörin til sauðfjárbúskapar. Ég hef víst látið liggja að því, í þessu rabbi, að Vopnafjörður hafi ekki verið hátt skrifaður, fram á seinustu ár, hvorki sem verstöð né landbúnaðarpláss. Hafi annars gætt, hefur það undarlega leynst fyrir mér. Það er ekki ýkja langt síðan því var almennt trúað, að skip gætu al- drei lagst hér að bryggju á Vopna- firði. Enda eru aðeins u.þ.b. 3 ára- tugir síðan hætt var að afgreiða skip úti á legu. Aðstaða fiskimanna var svo eftir því. Ég held að þessi vantrú hafi byggst á því, að sérfræðingar komu og sáu að þetta var dálítið öðruvísi en í þröngu og djúpu fjörðunum, og töldu þá ekki ástæðu til að athuga það frekar. Það má svo nærri geta hvort fjárveitingavaldið hefur ekki verið þeim þakklát. Þá mátti veita viðurkenndum höfnum ofurlítið meira og þægilegast að láta vantrúna geyma Vopnafjarðarhöfn sem lengst. En fyrir staðfestu og harðfylgi heimamanna og atfylgi þingmanna hefur vantrú sérfræðinganna verið kveðin niður og kom þá reyndar í ljós að sitthvað var hægt að gera fyrir höfnina. Nú mun engum koma til hugar að líkja saman ástandinu þar og því sem var fyrir svo sem 30 árum. Vitaskuld bíða þar þó óleyst stór verkefni. í samræmi við það sem ég hef sagt hér held ég að hollvættur Vopna- fjarðar muni eiga sér góða framtíð, með sjö börn í sjó og sjö á landi. Hitt er svo annað mál, að ef ekki verður stöðvaður þessi tilberafarald- ur sem verðbólguhugsjónin hefur vakið upp, þá eru allar skynsamlegar athafnir unnar fyrir gýg. Vopnafjnrðnrblað Þetta blað er nokkurs konar byggðablað fyrir Vopna- fjörð og hafa félagar í Framsóknarfélagi Vopnafjarð- ar lagt til efni þess að mestu leyti. Kann blaðið þeim bestu þakkir fyrir. Ætlunin er að halda áfram á þessari braut og eru þeir sem áhuga hafa á slíku beðnir að hafa samband við undir- ritaðan. ritstj. Kaupfélag Vopnfirðingn Við minnum á þjónustu í: SÖLUSKÁLA Smáréttir, gos, ís, sælgæti, nestisvörur. bensín og olíur. BIFREIÐAVERKSTÆÐI Viðgerðir og liiólbarðaþjónusta. KJÖRBÚÐ Fjölbrevtt vöruúrval. BYGGINGAVÖRUDEILD Sportvörur og viðleguútbúnaður. KAUPFÉLAG V0PNFIRÐINGA Taktu tvær Báðar eru jafnnauösynlegar. Önnur varðar húseign og fastar innréttingar, hin tryggir innbúið. Hringdu eða líttu inn og kynntu þér mismuninn á hÚ8eiganda- og heimilistryggingu og hvers vegna þú þar.ft þær báðar. Láttu okkur um óvœntu skellina. Það er okkar starf.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.