Austri


Austri - 10.02.1978, Síða 4

Austri - 10.02.1978, Síða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 10. febrúar 1978. Hollvættur Vopnafjarðar mun eiga sér góða framtíð, með sjö börn í sjó og sjö born a landl segir helgi þókðarson bóndi á ljósalandi f vopnafirði Að Ljósalandi í Vopnafirði býr Helgi Þórðarson, Helgi er kunnur af störfum sínum fyrir Vopnfirðinga, og hefur setið í hreppsnefnd fyrir fi-amsóknarmenn I Vopnafirði. Á ferð okkar um Vopnafjörð tók- um við Helga tali. — Hve lengi hefur þú búið hér á Ljósalandi? — Ég hóf hér búskap fyrir eigin reikning- 1949. Annars er ég fæddur hér og uppalinn og hafði tilsjón með búi hér, nokkur ár, eftir lát föður míns. Foreldrar mínir bjuggu hér allan sinn búskap, eða nálægt 40 ár. Vorið 1949 hefur ekki fengið góða dóma, hér um slóðir. Ekki heldur sumarið 1950 og veturinn næsti á eftir því. Þá kallaði Páll Hermanns- son að verið hefði hallæri. Og þegar það bættist við, að hin alræmda garnaveiki var í slagtogi með þessu árferði verður varla sagt að stefnt hafi verið að skyndigróða. — Hvað vilt þú segja um landbún- aðinn í Vopnafirði í dag? — Aðeins einu sinni hef ég heyrt Vopnafjörð kallaðann góðsveit. Alla aðra tíma hefur mér virtst hann lítt rómaður, utan frá, og tilhugsunin ein, um svo afskekktan stað valdið hrolli. Hið sanna er, að Vopnafjörð- ur er heill heimur útaf fyrir sig. Enda löngum orðið að bjargast af sjálfsdáðum, umgirtur torleiði á alla vegu, a.m.k. um vetur. Ef ég ætti að segja hvað helst einkenndi sveitina í Vopnafirði, þá myndi ég segja að það væri gras aftur gras og meira gras. í sveitinni er nú búið á 40 jörðum. En mér telst til að um 20 jarðir hafi farið í eyði síðan á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á undan höfðu öll hin mörgu býli á heiðum Vopnafjarðar verið yfirgefin. Mest munar hér, hin seinni ár, um röð eyðibýla í Selárdal, sem fjársterkir utansveitarmenn hafa eignast til þess eins að nýta veiði í Selá. Eins og annarsstaðar á landinu hefur fólkinu í sveitinni fækkað hlut- fallslega meira en byggðum býlum. Samt er vel haldið í horfi með fram- leiðsluna. Sauðfjárafurðir hafa auk- ist verulega og tvær nýjar búgrein- ar bæst við, þ.e. sölumjólk og ung- nautakjöt, sem hvorutveggja eru reknar með miklum myndarbrag. Mjólkursala er enn svo ung hér, að flestir sveitungar mínir hafa get- að virt fyrir sér í hnotskurn hvern- ig mjólkursala ýtir undir þéttbýlis- myndun og gagnkvæmt. Fram yfir 1950 höfðu flestir íbúar kauptúnsins kýr. Það þótti satt að segja ekki mikil fyrirhyggja að stofna til heim- ilis án þess. Um það leyti breytti einn bóndi hér bústofni sínum í kýr Helgi Þórðarson, bóndi Ljósalandi. og ók mjólkinni til kaupenda á Vopnafirði. Þetta hlóð alltaf utan á sig, föstum kaupendum fjölgaði og bóndinn fór að flytja mjólk fyrir ná- granna sína jafnframt. Á þessum árum var hverri kú í kauptúninu fargað eða svo til. Rétt eftir 1960 tók svo mjólkuisamlag til starfa og er áreiðanlega ómetinn þessi þáttur í hinni öru heimilastofnun sem orðið hefur í kauptúninu að undanförnu. Ein grein búskapar liefur dregist saman, garðræktin, sem hefur verið svo brigðul hin síðari ár að varla nokkur formar hana með sölu að markmiði. í þessu efni eigum við sammerkt íslenskum bændum í heild, að vera helst ámælisverðir fyrir að fullnægja ekki þessari þörf. Náttúruskilyrði sveitar eða lands- hluta hljóta að vera afgerandi þátt- ur þegar valið er um búgreinar. Það er alkunna að eina leiðin til að breyta grasi í mannamat er að nota vissar tegundir búfjár sem milliliði. Ætli sé ekki nokkurnveginn ljóst að sauð- fjárrækt sé hin náttúrlegasta leið til kjötframleiðslu á íslandi. Jafn eðli- leg og þorskveiðar við landið. Og þá er líka hitt víst að Vopnafjörður er kjörland fyrir sauðfjárbúskap, (sem og nágrannasveitirnar). Á þetta er komin staðgóð reynsla hér, þar sem ýmsir bændur fá ár eftir ár 16 - 18 kg. meðal fall af dilkum, þó 4 af hverjum 5 ám gangi með tveimur lömbum og ekki sé neinu kostað til haustbeitar. Þetta sýnir að heiðarnar eru einfærar um að annast ágætan þroska dilkanna sumarlangt svo framarlega að allt gangi vel fram að vori. Sé hægt að auka öryggi í heyverkun og sprettu má halda kjarnfóðurgjöf í lágmarki eða 6-8 vikna gjafatíma, e.t.v. minna. En rík þjóð heimtar fjölbreytni í kjöttegundum, sem öðru, þess vegna er framleitt fuglakjöt og svína á inn- fluttu fóðri, nær eingöngu, enda allt- af nógur gjaldeyrir uppá krít. — Hvað er brýnast að gera í vega- málum Vopnfirðinga? — Það er tvímælalaust að lyfta innansveitarvegunum upp úr snjón- um. Sú sorglega staðreynd blasir nú við og verður sífellt fleirum ljós, að framkvæmdir í vegamálum hér hafa heldur en ekki lent í skakkri tíma- röð. Allt umtalsvert fé, sem lagt hef- ur verið í vegi tengda Vopnafirði, hefur farið í veginn frá Langadal út á Bustarfell, sumar eftir sumar. Þetta er hár vegur og einu tilburðir, hér nærlendis, til að byggja sjóþol- inn veg, en hann er ótengdur öðrum vegum í báða enda og verður ekki annað séð en til þess þurfi ótalin sumur. Og verst er að þegar upp verður staðið, ef það verður ein- hverntíma, þá kemur í ljós að þarna þurftum við síst vetrarveg. Á sama tíma og þessi vegagerð hefur staðið yfir, hefur næstum ekk- ert verið unnið að endurbótum á sveitarvegunum. Jafnvel hinar þraut- reyndustu snjódokkir eru sami farar- tálminn og fyrir 15-20 árum og rjúfa vegi við minnsta snjófjúk, sem annars kunna að vera færir á löng- um köflum. Annars staðar eru svo langir vegir sem eru lægri en um- hverfið og týnast því alveg í fyrstu snjóum. Það er einmitt á slíkum ”hraðbrautum“ sem það gerist tíð- um þegar snjórinn hefur loks þiðn- að af þeim, kannski með hjálp ýtu, að forarvilpur taka við og skrum- skæla sig móti vorsólinni þar til þær stirðna til fulls og er þá sagt að hægt sé að hefla. Það má vel vera að þess hafi al- drei verið kostur, að fá það fé sem varið hefur verið í Fjallaveginn, hingað í sveitina. Ég hef margsinnis rekið mig á það, að sumar hugsjónir eru svo háfleygar að þær nást ekki niður á jörðina fyr en í óefni er kom- ið. En það er óneitanlega freistandi að setja sér fyrir sjónir hvernig veg- ir hér í sveit þyldu vetur ef þeir hefðu notið þess fjár sem forgangs- vegurinn hefur hlotið. Þessu ástandi sveitaveganna hérna sýnist ástæðulaust að una vegna þess hve atvik öll eru hagstæð. Kauptúnið sem er markaðs, verslunar og þjón- ustumiðstöð er eins haganlega sett í byggðarlaginu og best verður á kos- ið. Ekki er heldur um torleiði að fara þar sem sveitarvegirnir liggja. Þeir liggja hvergi yfir háls, hvað þá fjall, ekki um skriðu, varla brekku svo teljandi sé. Ekki- verður annað séð en þessi vanræksla á að gera vetrarsamgöng- ur sæmilega öruggar, innansveitar, sigli núverandi skipan fræðslumála sveitarinnar í strand fyr en varir. Ég sagði áðan að líklega kæmi í Ijós, að okkur nýttist síst vetrarvegur um Fjöllin, þegar hugað væri að land- leið út fyrir byggðina. Með þessu á ég við það, að leiðin um Sandvíkur- heiði, Brekknaheiði og Sléttu er lang auðveldasta vetrarleiðin úr Vopnafirði út á aðal vegakerfi lands- ins. Það hefur líka reynst svo, að þessi leið er þó frekast fær, við og við um vetur og er lengst fær á haustin og fyrst á vorin, þrátt fyrir það að verulegur hluti þessara vega er mjög lélegur og sums staðar aðeins slóð. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé í rauninni mjög brýnt að tengja byggð- irnar hér á norðausturhorninu með góðum vetrarvegi, því eðlilegt er að hugsa sér langtum meiri samskipti þessara byggða en nú eru. Þetta hef- ur þar að auki þann mikla kost, að bygging vetrarvegar þessa leið myndi leysa sjálfkrafa drjúgan hluta af uppbyggingu sveitaveganna, þar sem leiðin lægi ýmist þvert eða endilangt um sveitir. Hina leiðina, suður til Héraðs verð- ur líka helst að komast með skap- legra móti en um Fjöll og Jökuldal

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.