Austri


Austri - 10.02.1978, Page 8

Austri - 10.02.1978, Page 8
8 AUSTRI Egilsstöðum, 10. febrúar 1978. Hætti kennslii - fór að búa Að Burstarfelli í Hofsárdal býr Biagi Vagnsson ásamt konu sinni Björgu Einarsdóttur. Á síðasta ári stofnaði Bragi, ásamt tengdaföður sínum félagsbú að Burstarfelli. Tíð- indamaður Austra hitti Braga að máli og spurði fyrst um hvaðan hann væri og um hans fyrri störf. — Hingað kem ég úr Suður-Þing- eyjarsýslu, er þingeyingur í húð og hár, frá Hriflu í Ljósavatnshreppi. Ég útskrifaðist úr Kennaraskóla íslands varið 1971 og úr íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni ári síðar. Þá um haustið hóf ég kennslu í heimasveit minni, var kennari við Stórutjarnarskóla í fjögur ár. Á sumrum var ég svo oft við búskap hjá bræðrum mínum í Hriflu. Síðast- liðinn vetur kenndi ég' svo hér á Vopnafirði. ■ — Nú hefur þú, ásamt tengda- föður þínum, stofnað félagsbú. Hvaða búgrein hafið þið hugsað ykkur að stunda? — Já, það var ákveðið á síðast- liðnum vetri að við stofnuðum félags- bú með tengdaforeldrum mínum á Burstarfelli. Kennaralaunin voru vægast sagt léleg, en hafa reyndar hækkað mikið síðan, en þar fyrir ut- an hef ég alltaf haft áhuga fyrir búskap, enda alinn upp við það. Burstarfell er mjög landmikil jörð og vel fallin til sauðfjárræktar og ætlum við fyrst og fremst að reka hér sauðfjárbú, eins og tengdafor- eldrar mínir og aðrir sem hér hafa búið hafa gert. Enda má nú segja að vegurinn hér inn dalinn bjóði ekki uppá mjólkurframleiðslu, hér á inn- stu bæjum a.m.k. — Hvernig lýst þér svo á sauð- fjárrxkt i Vopnafirði, svona a.l- mennt? — Ég lít svo á að Vopnafjörður sé fyrst og fremst mjög gott sauð- fjárræktarhérað, vegna þess hve af- réttarlöndin eru víðáttumikil og góð. Það er ekki hægt að tala um ofbeit á þeim. Hins vegar hljóta heimalöndin að takmarka fjárfjölda á mörgum býl- um. Við vitum að tímabilið frá því að fé kemur af fjalli og fram að fengi- tíð er mjög mikilvægt með tilliti til frjósemi ánna. Á þessum tíma mega sfernar ekki leggja mikið af. Einnig er mikils virði að hafa gott sauð- land á vorin, áður en fé kemst á af- rétt. Þess vegna finnst mér mjög eðlilegt að þeir sem búa á jörðum sem eru landlitlar, en hafa ræktun- arskilyrði, snúi sér frekar að naut- griparækt, því sauðfjárrækt á rækt- uðu landi virðist tæpast vera það sem koma skal. Bragi Vagnsson, bóndi Burstarfelli. — Nú byggðuð þið fjárliús í sum- ar. Hvað um lánafyrirgreiðslu? —- Mér finnst nú aðal gallinn við fyrirgreiðslu byggingarlána ekki vera sá að þau séu mikið of lág, þó auðvitað megi gagnrýna það. En stofnlánadeildarlán til fjárhúsbygg- ingar nær ekki því að vera 50% af áætluðum kostnaði. Hitt er eigin- lega ennþá verra hvað þau koma seint. Það myndi auðvelda fram- kvæmdina mjög mikið ef hægt væri að fá einhvern hluta lánsupphæðar- innar snemma á byggingarstigi svo hægt væri t.d. að borga út kaup jafn- óðum. Hins vegar fengum við góða fyrirgreiðslu hjá Kaupfélaginu hérna og svo hjá Samvinnubankanum, þannig að húsin komust upp fyrir veturinn. En lánið frá Stofnlána- deildinni kom ekki fyr en 22. desem- ber. — Hvemig er þá fyrir ungan bónda að byrja búskap í dag? — Ég held að það hljóti að vera með erfiðasta móti, og hefur þó lík- lega oft verið erfitt. T.d. hafa jarð- ir hækkað mjög í verði á síðustu ár- um, en jarðakaupalán hafa engan- veginn fylgt þeirri þróun. Við kaup- um t.d. V3 hluta jarðarinnar Burstar- fell og er sá jarðarhluti mikið meira en meðaljörð að stærð, með lax- og silungsveiðihlunnindum og 5 her- bergja íbúð í nýlegu húsi ásamt fleiru. Til jarðakaupanna fengum við lán sem nam nákvæmlega 610.655 kr. á síðastliðnu sumri og á 18% vöxtum. Þetta finnst mér nú ekki merkileg fyrirgreiðsla. Það virðist því vera óyfirstíganlegt fyrir ungt fólk sem vill hefja búskap, að kaupa jörð fullu verði, bústofn og t.æki og allt sem til þarf. Að leigja jörð kemur til greina, en því fylgir vafalaust oft mikið óör- yggi- — Hvað viltu svo segja að lokum? Ef Vopnfirðingar þurfa til ann- arra byggðarlaga á bíl getur það orðið torsótt, jafnvel þó um hásum- arið sé. Um þrjár leiðir er að ræða, fyrst má nefna Hellisheiði sem er leiðin til Héraðs. Þessi leið er aðeins fær jeppum i 1 - 2 mánuði yfir sum- artímann. Vopnafjarðarheiði, sem er aðalleiðin yfir sumartímann hefur farið batnandi nú síðustu ár, en þó vantar bæði veg uppá heiðina og svo kaflann úr Langadal og yfir á Aust- urlandsveg. Vopnafjarðarheiði má teljast nokkuð örugg í 3 - 4 mánuði ársins, þ.e. sumarið. Þá er ótalin leiðin norður um Sandvíkurheiði um Bakkafjörð og strandir, sú leið er þó ótraust á vetrum, því sjaldan er rutt snjó af Sandvíkurheiðinni. Á Vopnafirði er starfandi umsjón- armaður frá Vegagerð ríkisins, þessi maður er Einar Friðbjörnsson, og tókum við hann tali. — Hvernig finnst þér ástand vega í Vopnafirði? — Fyrst og fremst finnst mér vanta viðhaldsfé og bundið slitlag á þessa nýju kafla m.a. í Torfastaða- veginn, Refsstaðarnesið og inn Hofs- árdalinn. Þá þarf sérstaklega að endurbæta veginn frá Vopnafirði yfir Hellis- heiði til Egilsstaða, því hann telst í dag illfær eða ófær fólksbílum. — Hvað með nýbyggingar? — I nýbyggingum er brýnast að klára veginn uppá Austurlandsvega- mót. Þá er Selárbrúin orðin gömul — Ekki annað en það að sjálf- sagt geta stjórnvöld aldrei gert nóg' til að stuðla að því að hver maður geti stundað það starf í þjóðfélginu sem hann hefur mestan áhuga og hæfileika til að takast á hendur, en það hlýtur að vera hægt að gera bet- ur. og þröng fyrir þá bíla sem notaðii- eru í dag. Stórar vinnuvélar komast ekki um brúna né um nokkrar smærri brýr, sem nauðsynlegt er að endurnýja. — Hvemig er aðstaða Vegagerðar- innar hér á Vopnafirði? Einar Friðbjörnsson. — Aðstaðan er engin, og nauðsyn- legt er að byggja hér áhaldahús svo það skapist aðstaða fyrir þá bíla og þau tæki sem hér eru. Að lokum sagði Einar að snjó- mokstur í vetur hefði verið mestur í kring um brýrnar á Selá og Hvammsá, en að öðru leyti sefði ver- ið snjólétt það sem af er. Snjólétt það sem af er STUTT SPJALL VIÐ EINAR FRIÐBJÖRNSSON, UMSJÓNAR- MANN VEGAGERÐARINNAR Á VOPNAFIRÐI

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.