Austri


Austri - 27.02.1981, Síða 1

Austri - 27.02.1981, Síða 1
-skýr dhvsði í stlérnarsáttmdlanum Næstu aðgerðii' í virkjunarmálum hafa komist í brenni- depil að undanförnu, m.a. með umræðum um hugsanlegan virkjunarkost við Sultartanga á þjórsársvæðinu. Blaðið hafði samband við Halldór Ásgrímsson alþingis- mann og bar undir hann stöðuna í þessum málum nú. Halldór sagði að í stjórnarsáttmáia ríkisstjórnar þeirrar sem nú situr væri ákvæði um það að næsta virkjun skyldi vera utan eldvirkra svæða. Þetta ákvæði væri skýrt að því leyti að þar hefði eins getað staðið að næsta virkjun ætti að rísa utan Þjórsársvæðisins. Þetta ákvæði í stjórnarsátt- málanum hlýtur að vera grundvöllur ákvarðana í virkju- narmálum. Ymsir hafa óttast að undirbúningur sé of skammt á veg kominn á oðrum virkjunarstöðum, en ekkert hefur komið fram um það enn þá að svo sé. Fram hefur komið í ummælum iðnaðarráðherra að undanförnu, að tillögugerðar muni að vænta í þessum mál- um eftir um það bil mánaðartíma og muni þá tillögur um skipan þessara mála næstu árin verða lagðar fyrir ríkis- stjórnina og Alþingi. Frá Reyðarfirði — nýtt íþróttahús í gagnið 1 stuttu símtali við Marinó Sigurbjörnsson á Reyðarfirði tjáði hann blaðinu að nú kæmi nýtt íþróttahús á Reyðarfirði brátt í gagnið, og rættist þar með langþráður draumur Reyð- firðinga að fá betri aðstöðu til íþróttaiðkana fyrir unglingana og reyndar þá fullorðnu líka. Iþróttakennsla hefur verið á hrakhólum þar, og var fyrst í gamla barnaskólanum, síðan í breta skálum og síðast í félags- heimilinu, Félagslundi. Iþrótta- húsið hefur nú verið í byggingu í sex ár. Sundlaug verður líka í húsinu og er hún undir salar- gólfinu og verður notuð á sumr- in, Framkvæmdum við húsið er nú að ljúka og þegar er byrjað að nota íþróttasalinn, og verður Austurlandsmót í frjálsum íþr- óttum innanhúss þar um helgina Húsið verður tekið formlega í notkun í vor. DAUFT YFIR ATVINNU- LÍFINU. Atvinnulífið á Reyðarfirði er nú með daufasta móti og munar þar mestu um loðnuna sem kom aldrei á þessum vetri. Þykir Reyðfirðingum heldur hart, að síldarverksmiðjur Ríkisins lok- uðu og sögðu upp fólki, meðan kom fyrir að löndunarbið var úti á Eskifirði. Loðnan hefur undanfarna vetur komið á erfið- um tíma í atvinnulífinu og verið mikil lyftistöng fyrir þá menn sem við hana hafa unnið, og fyrir bæjarfélagið í heild. Frystihús K.H.B. hefur verið í gangi úrtakalítið frá áramó- tum, en lítill fiskur hefur verið hjá G.S.R., en einn bátur hefur verið gerður út af þeim. G.S.R. er stærsti aðilinn að kaupunum Djúpivogur - mjög slæmt ástand í atvinnumálum Það er ekkert að frétta af skipakaupamálum okkar, sagði Öli Björgvinsson oddviti á Djúpavogi, er blaðið hafði samband við hann nú í vikunni, þau mál eru í athugun og við höfum ekki viljað vera að blása þau út í blöðum. Þetta umtal um þessa staði sem eiga í erfiðleikum í atvinnulífinu er ógeðfellt svo að ekki sé meira sagt. Hér er slæmt ástand í atvinnulífinu núna, frystihúsið lokað, og enginn bátur hefur lagt hér upp frá áramótum. Einn bátur er gerður út hér af heimaaðila og er hann út- búinn fyrir loðnuveiðar, og hefur landað hér tvisvar um 800 tonnum af loðnu, þannig að bræðslan hefur farið í gang. Tíðin hefur verið rysjótt hér eins og annars staðar og kuldar miklir. Sáralítill snjór hefur verið í vetur, og hvass- viðrið mikla í fyrri viku sneiddi eiginlega alveg hjá okkur, og urðu engar teljandi skemmdir. Menn stytta sér stundir við þorrablót, hjónaböll og fleiri slíkar samkomur, og um næstu helgi verður hér spurninga- keppni skóla sem U.I.A. stendur fyrir. Skólinn hafði starfskynningarviku síðastliðna viku og er það nýung hér. Sum börnin fóru í starfskynningu hér á staðnum, en hluti þeirra fór til Reykjavíkur og kynnti sér fyrirtæki þar. Það eru ekki miklar áætlanir á prjónunum um fram- kvæmdir á komandi vori, þó skal þess getið að ætlunln er að halda áfram með framkvæmdir við skólahús. Eins og fram kom í upphafi ríður nú mest á að tryggja hráefnis- öflun til sjávarins og undirstöðu atvinnulífsins þar með. á togaranum Guðbjörgu sem kemur til Reyðarf jarðar í vor, en sem kunnugt er seldi fyrir- tækið báta sína Gunnar og Snæ- fugl í stað togarans. K.H.B. Reyðarfjarðar og Borgarfjarð- arhreppur eiga einnig aðild að togarakaupunum. Kjötvinnsla tók nýlega til starfa á Reyðafirði og er hún í eigu Jóns Guðmundssonar kjöt iðnaðarmanns. Komnar eru á markaðinn kjötvörur frá fyrirtækinu undir vörumerkinu Austmat. ------------------------------------------------ Fundur um skipulagsmál Fundur að Furuvöllum 10, mánudaginn 2. mars kl. 21.00, með fulltrúum B-listans í sveitarstjóm Egilsstaðahrepps. Þórhallur Pálsson, arkitekt, skýrir tillögur um nýtt skipulag. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Egilsstaðahrepps.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.