Austri


Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 4

Austri - 18.09.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 18. september 1981. Borgorf jörður ejfstri — betra útlit med otvinnu í vetur en ndur Björn Aðalsteinsson, á Borg- arfirði eystra, tjáði blaðinu að betra útlit væri með atvinnu á Borgarfirði í vetur en oft áður. Landburður hefur verið af fiski á trillurnar á Borgarfirði í sum- ar og einnig hefur verið ekið fiski úr Togaranum Snæfugli á Reyðarfirði til vinnslu í frysti- húsinu á Borgarfirði og verður svo gert áfram. Áfonn eru uppi um söltun síldar, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu og geta 22 unnið við söltun í því rými sem til hennar er ætlað. Þá stendur yfir bygging 5 verkamannabústaða á Borgar- firði og mun verða unnið áfram að þeim í vetur. FRAMKVÆMDIR Á vegum sveitarfélagsins hef- ur verið unnið að gerð leikvallar og húsbyggingar við hann og er þeirri framkvæmd nú að verða lokið, en brýn þörf er á þessari þjónustu. Þá stendur fyrir dyr- um að skipta um jarðveg í aðal- götunni gegnum þorpið, í haust, og auk þess hefur verið lögð ný gata að verkamannabústöðunum fimm. Ibúðir þessar eru allar seldar, utan ein sem byggð er til leigu. Það er Vagl hf., byggingafyr- irtæki heimamanna, sem reisir húsin en þau eru timburhús og hefur það fyrsta þegar verið reyst. Umferð hefur verið mjög mikil í sumar á Borgarfirði og leggja ferðamenn þangað leið sína í vaxandi mæli. Nú hefur verið byggður upp nýr vegarkafli í Hjaltastaða- þinghá, á svokölluðum Eyjum vestan Selfljóts, en þessi kafli hefur verið mjög mikill farar- tálmi á vetrum. Binda Borgfirð- ingar miklar vonir við þessar og aðrar vegabætur á Borgarfjarð- arvegi, ekki síst með tilliti til miðlunar fisks til vinnslu á veturna, þegar hafnarskilyrðin hamla löndunum þar. Reglugerð um áðunejndir i| viðndm gegn ríðuveihi fyrir svœöið frii Jökulsd i Axarfirði austur um lond til Hornufjarðarfljóta Meðfylgjandi reglugerð um riðu- nefndir og viðnám gegn riðuveiki austanlands hefur verið staðfest í dag 16/9. Reglugerðin tekur ekki formlegt gildi fyrr en hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum. 1. grein. Riðunefnd skal vera í hverju því sveitarfélagi, sem Sauðfjársjúkdóma- nefnd og héraðsdýralæknir telja þörf á. í riðunefnd skulu vera minnst 3 menn, skipaðir af sveitarstjórn til 4 ára í samráði við héraðsdýralækni. Riðunefndarmenn starfa undir leið- sögn héraðsdýralæknis. Riðunefnd fer með framkvæmdavald í viðnámi gegn riðuveiki í umboði sveitarstjórnar. Greiða skal úr sveitarsjóði kostnað við störf riðunefndar og þóknun fyr- ir störf riðunefndarmanna eftir úr- skurði sveitarstjórnar. Sveitarstjórn er ábyrg fyrir fram- kvæmd verkefna, sem getið er í 2. grein, þar til riðunefnd hefur verið skipuð. 2. grein. Hlutverk riðunefndwr er: að leggja á ráð um riðuvarnir, — að hafa sam- vinnu við riðunefndir í nærsveitum, — að vaka yfir vörnum sveitarinnar gegn riðuveiki og — að fylgja því eftir að ákvæði reglugerðar þessarar séu haldin. Riðunefnd er heimilt að hlutast til um hvað eina, sem hún telur skipta máli vegna riðuvarna. Meðal annars þetta: 1) Einangrun, iógun og sýnataka úr grunsamlegum kindum og flæk- ingsfé. 2) Hindrun á samgangi fjár og sam- vist grunsamlegra kinda með ó- sýktu fé. 3) Eftirlit með líffjárflutningum og takmörkun á þeim innan sveitar og utan. 4) | Skoðun á fé og eftirlit með fjár- húsum, réttum, girðingum og flutningstækjum. 5) Eftirlit með merkingu og skrán- ingu á fé. 6) Vamargirðingar á sveitarmörkum eða annars staðar. 7) Endurskoðun á framkvæmd af- réttarmála, fjallskila og smölunar heimalanda. 8) ; Sóttvarnir við. gripaflutninga, slátumrgang, heimaslátrun og hræ. 9) Varnir gegn smitburði með dauð- um hlutum, fóðri, túnþökum, skepnum og fólki. Riðunefnd skal gera sveitarstjórn grein fyrir störfum sínum þegar þess er óskað. Hún skal halda gjörðabók um störf sín og reynslu af baráttu við veikina. Hún skal varðveita ATVINNULÍF: Útliiið er ellii gott með verhefni - Kjorton Ingvorsson tekinn toli Eitt af þeim atvinnufyrirtækjum hér á Egiisstöðum sem hafa haft veruleg umsvif á undanförnum árum er fyrirtækið Gunnar & Kjartan. Undirstaðan í verkefnum þess hafa verið járnsmíði og rekstur þungavinnuvéla, og hefur fyrirtækið tekið að sér ýmis verkefni eftir útboðum. Stærsta verkefni þess er eflaust vinna við jarðgöngin gegnum Oddskarð, en fyrirtækið var aðalverktaki við meginhluta verksins. Tíðindamaður blaðsins hitti Kjartan að máli og innti hann eftir útlitinu í þessari grein núna. Kjartan sagði að nú ynnu hjá fyrirtækinu 23 menn, en yfir veturinn væru að jafnaði 10 - 12 menn í vinnu. Aðal höfuð- verkurinn væri að útvega verkefni þannig að hægt væri að halda uppi vinnu allt árið, en þau ár sem fyrirtækið hefur starfað hefur aldrei verið sagt upp manni. I sumar hefur verið unnið að lagningu raflínu ,frá Grímsá að Eyvindará, samkvæmt útboði og er því verki nú lokið. Var verkefnið öll vinna við línuna, nema vírstrenging. Nú er einnig unnið að smíði miðlunartanks fyrir hitaveitu Egilsstaða og Fella og hafa þessi tvö verkefni verið uppistaðan. Lítil vinna hefur verið fyrir þungavinnuvélar í sumar og hefur stærsta jarð- ýta fyrirtækisins verið að mestu ónotuð. Undanfarna vetur hefur fyrirtækið framleitt járnhluta í Austurlínu og Suðausturlínu, og hefur það tryggt atvinnu yfir þennan tíma. Utlitið framundan er ekki bjart, sagði Kjartan, ekkert slíkt verkefni er nú á döfinni og útboðsmark- aðurinn er harður heimur og hart er barist um hvert verk- efni sem boðið er út, vegna þess að atvinna hjá líkum fyrir- tækjum virðist ekki vera ótæmandi. Hann sagðist vera að líta í kringum sig á þessari stundu eftir líklegum verkefnum, en ekkert lægi fyrir á því sviði. Það sem fyrirtæki af þessari gerð vantaði helst væru traust verkefni til þess að lifa af veturinn, og geta haldið uppi starf- semi sem nægði til þess að borga fastan kostnað sem væri alltaf fyrir hendi, hvort sem verkefni væru mikil eða lítil. Kjartan sagði að mjög miklar breytingar hefðu orðið á síðari árum hvað viðgerðir og þjónustu á því sviði snerti. Menn hafa í vaxandi mæli farið út í bílskúraviðgerðir, og stærri fyrirtæki hafi komið sér upp eigin aðstöðu á þessu sviði, auk þess sem laghentir menn hefðu nú betri tækjakost og aðstöðu til þess að gera við sjálfir, en áður. Fyrirtækið Gunnar & Kjartan hefur nýlega lokið viðbygg- ingu við verkstæði sitt, þar sem er skrifstofur, starfsmanna- aðstaða og byggingavöruverslun, sem Kjartan Ingvarsson rekur. Verkstæðið er til húsa í einni af fyrstu byggingum sem risu hér á Egilsstöðum, en það var bíla- og búvélaverk- stæði Steinþórs Eiríkssonar, en fyrirtækið Gunnar & Kjartan keypti af honum, þegar hann hætti rekstri. skýrslur um fjárflutninga og önnur gögn um riðuvarnir sveitarinnar og safna upplýsingum manna, sem búið hafa við veikina. 3. grein. Óheimilt er að láta riðukindur ganga með öðru fé. Umráðamaður skal kalla til héraðsdýralækni eða tvo riðunefndarmenn, ef hann grunar riðu í kind. Þeir úrskurða, hvort lóga beri kindinni gegn bótum og gera skýrslu um kindina, sem héraðsdýra- læknir staðfestir. Riðunefnd skal fylgja því eftir, að riðuveikar og grunsamlegar kindur séu einangraðar hvar og hvenær sem þeirra verður vart, skoðaðar af dýralækni, lógað og sýni tekin allt eftir því sem á- kveðið er og að hræjum sé eytt taf- arlaust. Riðunefnd fylgir því eftir að flökkufé sé ráðstafað eftir á- kvörðun, sbr. 8. gr. Riðunefnd leggur á ráð um riðuvarnir á nýjum stöðum og leitar eftir samkomulagi við eig- endur um lógun kinda, sem eru í sér- stakri hættu að fá riðuveiki vegna skyldleika við riðukindur eða náinna samvista. Héraðsdýralæknir skal framhald á bls. 2

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.