Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 6

Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 EKKI verður við það unað að lambakjöt hafi látið í minni pokann fyrir hvíta kjötinu, sagði Sindri Sigur- geirsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, í setningarræðu á aðalfundi samtakanna í gær. Um fimmtíu manns sátu fund- inn sem verður haldið áfram í dag. Hann benti á að neysla á svínakjöti hefði aukist um 230% og neysla á alifuglakjöti um 300% á 25 árum. Á sama tíma hefði neysla á lambakjöti farið úr 41 kg á íbúa í 23 og heild- arkjötneysla hefði aukist úr 66 í 85 kíló á mann á ári. Sindri sagði að síendurtekin og gegndarlaus offramleiðsla sumra framleiðenda á svínakjöti væri látin viðgangast og ylli áhyggjum. „Það setur allan kjötmarkað í uppnám með tilheyr- andi verðfalli hjá öllum öðrum framleiðend- um.“ Hann sagði að ekki hefðu háar fjárhæðir verið afskrifaðar vegna sauðfjárbænda en fjár- hæðir sem hefðu tapast í kjúklinga- og svína- kjötsframleiðslu væru gríðarlegar og tap lána- stofnana mælt í milljörðum – tap af hverju kílói í framleiðslu þessa kjöts væri 120 krónur á kílóið: „Það voru orð í tíma töluð í [gær]morg- un þegar fjárbændur höfðu orð á því við morg- unverðarhlaðboðið hér á Sögu að eggin og fleskið væru líklega „Beint frá banka“.“ Þar vísaði hann í átakið „Beint frá býli“ og sagði það hafa verið gríðarlega jákvætt fyrir mark- aðssetningu sauðfjárbænda. Sindri segir mikilvægt að skoða starfsemi þeirra sjö afurðastöðva sem sinni sauðfjár- slátrun í landinu: „Allar eru þær í eigu bænda á einhvern hátt eða að minnsta kosti hluta. Mikl- ir möguleikar felast í samvinnu og verkaskipt- ingu þessara fyrirtækja,“ sagði hann. Þannig næðist sterkari staða gegn smásölum og einnig ef kæmi til aðildar að Evrópusambandinu. „Það sem skyggir á þessa framtíðarsýn er viðvarandi skilningsleysi stjórnvalda á íslensk- um landbúnaði,“ segir hann og vill að ákvæði sérlaga umfram samkeppnislög verði styrkt – eða sambærileg heimild í búvörulögum og mjólkurafurðastöðvum hafi verið gefin. Hann bindur miklar vonir við starfshóp landbúnað- arráðherra um framtíðarskipulag á kjötmark- aði. Í ræðu sinni á aðalfundinum talaði Sindri um Evrópusambandið. Hann sagði að þeir sem hlynntir væru ESB-aðild reyndu að höggva í samstöðu bænda gegn aðild með „heilaþvott- arferðum“ aðila úr bændastétt til Brussel á vegum ESB. Hann gagnrýndi skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskólans og sagði vinnu- brögðin slæleg þar sem fullyrt væri að sauð- fjárrækt kæmi hvað best út úr aðild að ESB miðað við aðrar búgreinar. Aðild þýddi 30-45% verðlækkun til bænda og að innlendur kinda- kjötsmarkaður drægist saman um 38%. Sauð- fjárbændur vissu hvað ESB-aðild byði og af- þökkuðu það boð. Sauðfjárbændur segja hvíta kjötið í boði bankanna  50 sauðfjárbændur sátu aðalfund  Formað- urinn segir höggvið í samstöðu bænda gegn ESB » Vilja ekki ESB-aðild » Vilja samstöðu bænda » Vilja meiri samvinnu » Vilja ekki offramleiðslu Sindri Sigurgeirsson „MARKMIÐIÐ er að mæta ástandinu eins og það er í dag. Verkefnið skapar störf, sem er brýnt velferðarmál, og býður fólki upp á fjöl- breyttari búsetukosti en áður,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæj- arstjórn Kópavogs. Flokkurinn kynnti í gær áætlun um aðgerðir í húsnæðis- og atvinnu- málum undir heitinu Ný Kópavogsbrú. Hugmyndin gengur út á það að Kópavogs- bær hafi forgöngu um að lokið verði við bygg- ingu hálfkláraðs íbúðarhúsnæðis í bænum og því komið í notkun. Ætlunin er að bærinn út- vegi fjármagn á hagstæðum kjörum og mun Samfylkingin beita sér fyrir því að allt að ein- um milljarði verði varið í þetta verkefni en upphæðin fer þó eftir því að hvaða marki bank- ar, Íbúðalánasjóður og aðrar fjármálastofnan- ir og byggingarfyrirtæki sem eru með hálfkar- aðar íbúðir eru tilbúin að taka þátt í því. Íbúðirnar verða boðnar til leigu, kaupleigu eða sölu á almennum markaði. Guðríður segir að með því skapist fjölbreyttari búsetukostir í Kópavogi en áður hafa staðið fólki til boða. Stendur undir sér „Þetta er algerlega raunhæft verkefni. Það mun standa undir sér sjálft og hefur ekki áhrif á rekstur bæjarins,“ segir Guðríður. Hún segir hægt að hefjast handa þegar í sumar. Heiti verkefnisins, Ný Kópavogsbrú, gefur til kynna að aðgerðin er tímabundin, til að brúa ákveðið bil. „Við viljum taka við þar sem markaðurinn hefur strandað með þessar eign- ir og koma þessu aftur á flot,“ segir Guðríður og segir að bærinn muni draga sig út úr verk- efninu þegar markaðurinn hefur náð að jafna sig. Úttekt sem gerð hefur verið bendir til að um 400 íbúðir hafi verið langt komnar í byggingu í lok síðasta árs. Margar þeirra eru í eigu aðila sem enga burði hafa til að ljúka smíði þeirra. Guðríður segir að ókláraðar byggingar séu engin staðarprýði auk þess sem hætt sé við að verðmæti glatist ef byggingar standi hálfkar- aðar lengi. Húsnæðisáætlunin verður í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar og Guðríður segir að málið verði einnig rætt í bæjarstjórn. „Við byrjum að vinna að þessu nú þegar,“ segir hún. Ætlunin er að taka upp viðræður við fjármálastofnanir og byggingarfyrirtæki um samstarf og kanna möguleika á fjármögnun. helgi@mbl.is Íbúðarhúsnæði verði komið í not  Samfylkingin í Kópavogi vill hafa forgöngu um að ljúka byggingu íbúða og selja eða leigja Morgunblaðið/Golli Urðarhvarf Mikið er af ókláruðu íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Kópavogi. Fangaðu Ísland með Canon Hvaða mynd sem er getur sýnt stað, manneskju eða við- burð. Frábær mynd segir sögu. Með Canon myndavélum eiga allir möguleika á að vera frábærir sögumenn. Taktu meira en myndir. Taktu sögur. Canon myndavélar fyrir allar aðstæður. Viðurkenndir söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar á: www.canon.nyherji.is Vertu aðdáandi Canon á Íslandi á Facebook Frábær saga er sögð með stæl Ixus sameinar fágað útlit og frumkvöðla ljósmyndatækni. Að taka frábærar myndir við allar aðstæður hefur aldrei verið auðveldara þar sem Scene Detection tækni Canon velur á milli 18 hentugustu tökustillingana eftir því hverjar aðstæðurnar eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.