Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STEINGRÍMUR Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur að áform Álf- heiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra um að áminna hann gangi gegn markmiðum starfs- mannalaga og brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti hans til tjáningar. Þetta kemur fram í andmælabréfi sem Steingrímur Ari sendi ráð- herra í gær. Steingrímur Ari leitaði til ríkisendurskoð- unar varðandi framkvæmd reglugerðar um alvarlegar tannaðgerðir sem heilbrigðisráð- herra gaf út í byrjun mars. Álfheiður taldi að Steingrímur Ari hefði átt að leita til sín áður en hann leitaði til ríkisendurskoðanda. Þessu er ríkisendurskoðandi ósammála. Steingrímur Ari bendir á að samkvæmt 21. gr. starfsmannalaga, þar sem fjallað er um áminningu til starfsmanns, skuli veita starfs- manni áminningu þegar hann hefur sýnt í starfi óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, van- kunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hafi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, verið ölvaður í starfi eða framkoma hans eða athafnir í starfi eða utan þess að öðru leyti þótt ósæmilegar. Hann minnir á að samkvæmt áliti umboðs- manns Alþingis beri ráðherra að tiltaka hvaða ákvæði 21. gr. starfsmaður sé talinn hafa brot- ið. Hann minnir á að hvergi í starfsmannalög- um sé kveðið á um sérstaka hollustu eða trún- aðarskyldur embættismanns gagnvart ráðherra, en ráðherra nefnir í bréfi sínu að Steingrímur Ari hafi brotið gegn hollustu- og trúnaðarskyldum gagnvart ráðherra. Steingrímur Ari bendir á að í starfsmanna- lögum sé lögð áhersla á að auka sjálfstæði for- stöðumanna ríkisstofnana til að stuðla að rétt- aröryggi, stjórnfestu og stöðugleika í starfsemi hins opinbera. Sú hollustuskylda sem ráðherra tali um samræmist því ekki markmiði laganna. Steingrímur Ari minnir á að samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evr- ópu hafi embættismenn tjáningarfrelsi. Rík- isendurskoðandi hafi tekið undir þetta og telji ólögmætt að beita hann stjórnsýsluviðurlög- um eins og áminningu. Áminning í ósam- ræmi við lögin  Forstjóri Sjúkratrygginga telur ekkert tilefni til að heilbrigðisráðherra veiti honum áminningu „Af umfjöllun minni um málefnaleg sjónar- mið má ráða að ekki einasta byggir fyrir- huguð áminning ekki á málefnalegum sjónar- miðum heldur er hún til þess fallin að ganga gegn markmiðum starfsmannalaga og brjóta gegn stjórnar- skrárvörðum rétti mínum til tjáningar,“ segir í niðurlagi bréfs Steingríms Ara Arasonar til Álf- heiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Steingrímur Ari minnir þar á að sam- kvæmt stjórnsýslulögum beri ráðherra að taka rökstudda afstöðu til sjónarmiða hans áður en ákvörðun er tekin um áminningu. Brot á tjáningarfrelsi Steingrímur Ari Arason MEISTARANEMAR námsbrautar í um- hverfis- og auðlindafræði stóðu í vikunni fyrir svonefndum Grænum dögum í Há- skóla Íslands, en þeim lýkur í dag. Þetta var í þriðja skiptið sem GAIA, nemenda- félag námsbrautarinnar, stendur fyrir þessum dögum, en í ár var þema þeirra líf- fræðilegur fjölbreytileiki í tilefni af því að Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 2010 sem ár líffræðilegs fjölbreytileika. Að sögn Kristínar Þóru Jökulsdóttur, for- manns GAIA, er markmið Grænu daganna að auka fræðslu og meðvitund háskóla- samfélagsins um umhverfismál. „Við reyn- um að gera það á bæði fræðandi og skemmtilegan hátt,“ segir Kristín og bendir í því samhengi á að meðal þess sem boðið hafi verið upp á á Grænum dögum sé bar svar (e. pub quiz), kvikmyndasýn- ingar og fataskiptimarkaður, sem vakti mikla athygli og ánægju gesta og gang- andi á Háskólatorgi í gær. Markaðurinn verður endurtekinn í dag og þar getur fólk skipst á fötum eða keypt sér notuð föt á 300 kr. stykkið. Í gær voru einnig haldnar pallborðsum- ræður þar sem reynt var að leita svara við spurningunni hvort framtíð væri fyrir erfðabreyttar lífverur á Íslandi. Meðal þeirra sem þátt tóku í umræðunni voru Arnar Pálsson, vistfræðingur við HÍ, Jón Kalmansson, siðfræðingur við HÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráð- herra og Gunnar Gunnarsson frá vottun- arstofunni Túni. Grænum dögum lýkur í dag með fyrrnefndum fataskiptimarkaði kl. 11-14, fjölþjóðlegu kaffi kl. 14-16 og lokahátíð kl. 19-21. Góð stemning á fataskiptamarkaði í HÍ Morgunblaðið/Ernir „Skemmtilegt og fræðandi“ Frábær saga er persónuleg Með PowerShot SX myndavélum getur þú farið mjög nálægt - allt að 20x aðdráttur - og nýtt kosti 28mm gleiðlinsu í landslags- og hópmyndir. Handvirkir eigin- leikar auka sköpunarmöguleika þína og þú ert með hina fullkomnu smá-myndavél. Frábær saga snýst um uppgötvun Farðu lengra með Canon EOS - yfirgripsmesta stafræna SLR kerfinu í heiminum; útskiptanlegar linsur og auka- hlutir sem tryggja sveigjanleika: Þrautreynt af atvinnu- og áhugaljósmyndurum. Uppáhald ljósmyndara um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.