Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 10
Þegar ég var enn ófermdur lítill ungifannst mér fólk eldra en 20 ára verafullorðið, svo ekki sé talað um fólkeldra en 25 ára. Það var augljóslega
komið með alla vega eitt ef ekki tvö börn,
mann, íbúð og draumastarfið. Síðan varð ég
sjálf 20 ára og man enn hvað ég var ánægð að
geta loksins keypt mér vín og komist inn á
skemmtistaði án þess að eiga á hættu að vera
hent út nokkru síðar af fílefldum karlmanni í
jakka sem á stóð gæsla. Mig minnir að mér hafi
ég fundist nokkuð fullorðin á þessum tíma-
punkti en þegar ég hugsa aftur voru bernskan
og unglingsárin þó ekki svo langt undan. Öðru
hvoru blússuðu upp dramatísk deilumál á milli
vinkvenna, óvíst var hvaða skref maður ætlaði
að taka næst og inn á milli fékk ég eina og jafn-
vel tvær bólur á hökuna. Síðan kom að því að ég
flaug úr hreiðrinu rétt rúmlega tvítug og hélt á
vit franskra ævintýra. Þá var ég orðin heims-
dama sem kunni að ferðast ein og vílaði ekki
fyrir mér að takast á við ókunnugar nýj-
ungar. Heimurinn var mín ostra og ég
skyldi njóta hennar sem mest ég mætti. Á
þessum tímapunkti fannst mér ég líklegast
orðin nokkuð sjóuð svo ég tali nú ekki um
ári seinna þegar ég flaug end-
anlega úr hreiðrinu og settist að í
Englandi þar sem ég bjó næstu
fjögur árin. Þá kom að því að
kaupa sér sjálfur klósettpappír og
hreinsilög, passa að síma- og hit-
areikningarnir væru borgaðir og
sýna þolinmæði en um leið festu þeg-
ar á reyndi í sambúð ólíkra ein-
staklinga. Já þessu fylgdi sannarlega
heilmikil lífsreynsla og þroski en þegar
ég lít til baka finnst mér ég enn hafa ver-
ið ósköp mikill ungi. Mér finnst ég ekki
enn í dag vera orðin sú fullorðna mann-
eskja sem ég ímyndaði mér eitt sinn að
fólk væri orðið undir þrítugt. Iðulega gleymi ég
því líka hvað ég er gömul og samhliða því er
ekkert til sem heitir að hegða sér eftir aldri.
Þó reyni ég auðvitað að hegða mér settlega
alla jafna og ausa reglulega úr viskubrunni
mínum til þeirra sem yngri eru. Síðastliðin ár
hef ég líka hallast enn meira að því að aldur
sé afstæður og að fólk þurfi ekki endilega
að ljúka ákveðnum verkum af lífslistanum
fyrir ákveðinn aldur. Kannski verður
maður aldrei algjörlega fullorðinn og
það er kannski líka bara gott samanber þá
speki að um leið og fólk hætti að leika sér
verði það gamalt. Um daginn þegar ég
var rétt að sofna rann allt í einu upp
fyrir mér að ég væri næstum 28 ára
gömul og því aðeins tvö ár í að ég
yrði þrítug. Þó var ég alls ekki
uggandi heldur hugsaði frekar
um töluna á hlutlausan hátt og
gladdist yfir öllum þeim hlut-
um sem mig langar og ætla að
gera áður en ég verð full-
orðin. Þangað til ætla ég að
halda áfram að róla mér, fara
í kollhnís og hafa gaman af
því. Svo vakna ég kannski
bara fullorðin einn daginn, stíf
og stirð eftir atganginn en með
stórt bros á vör.
María Ólafsdóttir
| maria@mbl.is
»Þá var ég orðin heims-dama sem kunni að
ferðast ein og vílaði ekki fyrir mér
að takast á við ókunnugar nýj-
ungar.
HeimurMaríu
10 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
Morgunblaðið/RAX
Vatn og loft Börnin í Stekkjarási finna leið til að koma vatni á milli flaskna. Þetta er einföld og skemmtileg þraut.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Reyndu að opna þessa hurðán þess að nota kraft-ana,“ sagði einn leiðbein-andinn í Tilraunalandinu
og benti mér á litla rimlahurð með
hálflélegum húni. „Uss ekkert mál,“
hugsaði ég og fór að bisa við þessa
blessuðu hurð. Þetta var ekki eins
auðvelt og það leit út fyrir að vera
en eftir nokkra stund og smá dæs
fannst lausnin sem var mjög einföld
þegar hún var fundin.
Það er margt að skoða í Tilrauna-
landi sem verður opnað í dag í kjall-
ara Norræna hússins. Þetta er lif-
andi og gagnvirk sýning þar sem
vísindin eru kynnt á óvenjulegan og
skemmtilegan hátt með virkri þátt-
töku gesta.
Það er margt fleira á sýningunni
en ein flókin rimlahurð. Það næsta
sem ég prófaði voru risahúsgögn,
borð og tveir stólar sem sýna hlut-
föll fullorðinna eins og þau birtast
þriggja ára gömlum börnum. Allt í
einu mundi ég af hverju heimurinn
virðist stundum ógnvekjandi í aug-
um lítilla barna. Svo prófaði ég
sápukúluborð, kúlubekk, öldu-
vöggu, loftpúðaborð og strimla-
spegil svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir alla aldurshópa
„Þetta eru tilraunir og tæki að-
allega frá Tom Tits-safninu í Sví-
þjóð og frá Háskóla Íslands, frá
honum Ara Ólafssyni sem er
tilraunaeðlisfræðingur,“ segir Þur-
íður Helga Kristjánsdóttir hjá Nor-
ræna húsinu. „Sýningin hefur farið
til Bandaríkjanna og ferðast um
Svíþjóð og verið gríðarlega vinsæl,“
bætir Þuríður við.
Þegar ég heimsótti sýninguna í
gær var hópur af leikskólakrökkum
frá Stekkjarási í Hafnarfirði að fara
í gegnum hana við mikinn fögnuð
og fróðleiksfýsn. Þau voru á aldr-
inum tveggja og hálfs árs til
þriggja og hálfs árs og skemmtu
sér konunglega. „Tilraunaland er
fyrir alla aldurshópa en það er
miðað við þriggja ára og upp úr, að-
alhópurinn er hugsaður 6 til 12 ára. Í
vor er þetta aðallega skólasýning en
fyrir fjölskyldufólk um helgar og í
sumar. Það þarf bara að panta tíma
svo það sé örugglega laust.
Sýning er sett upp í stöðvum og
það er mismunandi eftir tækjum og
börnum hvað stoppað er
lengi við hverja stöð en
við gerum ráð fyrir að
heimsókn taki ekki
minna en klukkutíma,“
segir Þuríður.
Leikur og fræði
Markmið sýningarinnar er að
kynna og kanna undraheima vís-
indanna, veita innblástur og vekja
forvitni um tilraunir, tæki og lögmál
náttúrunnar. „Krakkar hafa mikinn
áhuga á svona fræðum sem birtast
þeim í skemmtilegum leikjum. Þau
fræðast án þess að átta sig á því að
þau séu að læra,“ segir Þuríður og
leiðir mig að handbatteríi svo ég geti
mælt hversu mikinn straum líkami
minn leiðir. Næst á dagskrá er að
Tilraunir, tæki og
lögmál náttúrunnar
Það er alltaf gaman að ganga í barndóm og það fékk Ingveldur Geirsdóttir að reyna þegar hún heimsótti Til-
raunaland í Norræna húsinu í gær og kannaði undraheim vísindanna ásamt hafnfirskum leikskólabörnum
Mikið hefur verið fjallað um að fléttur
séu aðalhártískan í sumar. Við erum
allar búnar að ná því en í haust virð-
ist túperað hár snúa aftur.
Á tískupöllunum fyrir haust- og
vetrartískuna 2010/2011 sáust fyr-
irsæturnar oftar en ekki með mikla
lyftingu í hárinu, þá aðallega hárið
greitt aftur og toppinn túperaðan
eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Toppurinn/kollurinn á að vera hár en
restin af hárinu slétt og látlaus. Túp-
eraður hnakki í anda sjötta áratug-
arins hefur líka sést meðal annars á
sýningu Rochas í París og stjörn-
urnar eru farnar að sjást með mikla
hárhrúgu í hnakkanum og hárbönd.
Það er New York Times sem greinir
frá þessu.
Mikið og hátt hár hefur í gegnum
aldirnar táknað völd kvenna; því
hærri hárkolla, því hærra sett. Ekki
má samt búast við að konur fari að
sýna stöðu sína í haust með háum
hárgreiðslum, við vonum a.m.k. ekki.
ingveldur@mbl.is
Taktu eftir
Reuters
Töff túpering Frá sýningu Chanel.
Hártískan í
haust er „há“
Nina Ricci Sýning á haust og vetri.
Georgíumenn héldu í fyrsta skipti tískuviku í höfuðborg
sinni Tíblisi í lok mars.
Tuttugu og einn fatahönnuður og tískuhús sýndu það
nýjasta frá sér á þessari fyrstu tískuviku í Georgíu. Með-
al þeirra sem sýndu var spænski hönnuðurinn Agatha
Ruiz De La Prada. Fatnaður hennar er einstaklega litrík-
ur og hressandi eins og sést á meðfylgjandi myndum.
ingveldur@mbl.is
Appelsínubleik
Flottur kjóll með
smá sixtís-
áhrifum.
Úr teiknimynd
Hressandi og
hjartnæm
sam-
setning.
Tíska
Litríkt og hressandi
Reuters
Flugfreyja? Áberandi
augnskuggi, lítill hattur
og hjörtu.