Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 11
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
framleiða eigið rafmagn með því að
hjóla á hjóli og ef vel tekst til í raf-
magnsframleiðslunni er hægt að
hlusta á útvarpið, kveikja á sírenu og
viftu allt í einu. Leikskólakrakkarnir
hafa gaman af litlum bílum sem
þurfa engan kraft til að fara áfram.
Nægir að setjast í sætið og þá fara
þeir af stað vegna mismunandi
þunga á milli búks og lappa.
Það er auðvelt að gleyma stund og
stað í Tilraunalandi enda margt þar
að upplifa og uppgötva.
Morgunblaðið/RAX
Strimla spegill Þar þarf tvo til, sem sitja á móti hvor öðrum og þá verður
spegilmyndin öðruvísi en maður er vanur eins og ljósmyndari komst að.
Enginn aðgangseyrir er á sýn-
inguna, allir eru velkomnir en
þurfa að skrá sig á www.norraena-
husid.is. Opnað verður fyrir skrán-
ingu eftir helgi.
Margir þekkja slúðurprinsinn Perezhilton og fara reglu-
lega inn á vefinn www.perezhilton.com til að sækja sér
nýjasta slúðrið um stjörnurnar. Færri vita að Perez heldur
líka úti tískubloggi undir nafninu Cocoperez, hvað annað.
Þar segir hann nýjustu fréttir úr tískuheiminum. Hann
fjallar ekki aðeins um það sem er í tísku heldur líka um
gjaldþrot tískuhúsa, fyrirsætur, klæðaburð frægra, tísku-
blöðin og margt fleira sem viðkemur tísku.
Perez er óhræddur við að gagnrýna það sem er í tísku
og lætur stóru og dýru merkin oft heyra það. Til dæmis lét
hann tískumerkið Balmain heyra það nýlega vegna rif-
innar hermannaskyrtu sem honum finnst þeir hjá Balmain
verðleggja allt of hátt. Einnig veltir hann fyrir sér hvað
breska útgáfan af Elle sé að gera með Demi Moore á for-
síðunni á maíheftinu. Hún hafi ekkert fram að færa til að
eiga skilið forsíðu á frægu tímariti.
Cocoperez.com er hressandi viðbót við tískublogg-
rúntinn, enda aðeins öðruvísi en þau tísku-
blogg sem tröllríða öllu
núna og eru nánast öll
eins með myndum af
götutískunni og
bloggaranum sjálf-
um í nýjustu tísku í
bland við umfjall-
anir um það sem
hátískumerkin
eru að gera.
ingveldur@mbl.is
Vefsíðan: www.cocoperez.com
Tískuslúður
hjá Cocoperez
Endilega...
Tilraunaland er hluti af dag-
skránni Fjöregg: barnamenn-
ingarhátíð Norræna hússins
2010. Dagskráin nær yfir allt
árið og verður meðal annars
boðið upp á barnabók-
menntahátíðina Mýri, dans,
myndlistarsýningar og tón-
leika. Í sumar stækkar Til-
raunaland og nær út á lóð Nor-
ræna hússins með fleiri
tækjum og tólum.
Barnamenningar-
hátíð Norræna
hússins
Reuters
Slúðurprins Perez-
hilton eða Cocope-
rez eða kannski
bara bæði?
www.noatun.is
GRÍSALUNDIR
ERLENDAR
KR./KG
1498 BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
NAUTABUFF
MEÐ LAUK
KR./KG
1298
1998
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
Ö
ll
ve
rð
e
ru
b
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
p
re
n
tv
ill
u
o
g
/e
ð
a
m
yn
d
a
b
re
n
g
l
ÓDÝRT
GOTT
FYRIR ÞIG
Í MATINN
FLJÓTLEGT
OG GOTT
PEPSI 1 L
FP PASTASKRÚFUR
500 G
149KR./PK.
FP HAFRAMJÖL
1 KG
199 KR./PK.
FP HVÍTLAUKSBRAUÐ
2 STK.
298 KR./PK.Við gerum
meira
fyrir þig
25%
afsláttur
Alla daga - allar nætur
Hringbraut - Austurver - Grafarholt
Opið í Hamraborg og Nóatúni 17 frá kl. 10 - 20 alla daga
3 2FYRIR
...lyktið lengi af
Less is More ilminum
Ilmvatn að nafni Less is More er nýtt frá sænska snyrti-
vörumerkinu Make Up Store. Um létta lykt er að ræða með
plómu-, moskus- og sjávarilm í grunninn, lilja, mangó og
alpafjóla eru í miðið og ananas, tangerína og rauðar
kúrenur aðaltónarnir.
Lyktin er sæt og frískandi en musk-ilmurinn tónar hana
niður svo að á komin sveipar hún þann sem hana ber
bæði ferskleika og dulúð. Þetta er lykt sem fer vel
með sumri og hækkandi sól.
Í sömu línu er einnig hægt að fá ilm-
kerti og í vor bætist líkamsúði við úr-
valið. Fleiri gerðir ilmvatna eru í boði
í Make Up Store sem er í Kringlunni
og Smáralind.
Ilmur Ilmlína frá Make Up Store færir frískleika.