Morgunblaðið - 09.04.2010, Side 15

Morgunblaðið - 09.04.2010, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafir þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. 20 01 HVATNINGAR VERÐLAUN VÍSINDA- O TÆKNIRÁ Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2010. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða eru sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóða- samstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Dómnefnd skipa 6 handhafar verðlaunanna. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára en þó er tekið fullt tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamannsins vegna umönnunar barna. ATH! Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 12. apríl 2010. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Tilnefningar óskast! GERT er ráð fyrir því að um 100 þúsund manns, sem svarar til tæp- lega þriðjungs þjóðarinnar, komi á ári í sameinaða bráðamóttöku Land- spítala í Fossvogi. Til þess að gera sameiningu tveggja stærstu bráða- deilda spítalans mögulega var byggt hús fyrir móttöku sjúklinga í Foss- vogi og eldra húsnæðið endurbætt. Deildirnar sameinuðust í gær. „Markmiðið er að einfalda að- komu sjúklinga að sjúkrahúsinu, tryggja rétta móttöku þeirra og auka skilvirkni til að stytta biðtíma á bráðamóttöku. Þá er tilgangurinn að bæta aðstöðu fyrir sjúklinga sem ekki hefur verið vanþörf á og minnka kostnað,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmda- stjóri bráðasviðs Landspítala. Tvískipt bráðadeild Bráðamóttökunni er ætlað að þjóna sjúklingum með bráð veikindi og slys. Allir sjúklingar koma um nýjan aðgang að bráðadeild G2 sem er í viðbyggingu við húsnæði gömlu slysadeildarinnar. Þar eru sjúkling- ar flokkaðir eftir því hversu alvarleg veikindin eru. Bráðadeildin er opin allan sólarhringinn. Þeim sem ekki þurfa þjónustu samstundis er vísað á bráða- og göngudeild á G3 á ann- arri hæð hússins en hún er lokuð á nóttunni. Endurkoman er einnig þar. Hjartaþræðingartæki LSH verð- ur í hjartamiðstöð í húsnæði gömlu bráðamóttökunnar við Hringbraut. Guðlaug segir að þar verði dag- og göngudeildarþjónusta efld. Hjarta- miðstöðin er lokuð um helgar. SÁ verklausnir reistu viðbygg- inguna sem er 160 fermetrar að stærð. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Hraði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir segir frá nýju bráðamóttökunni. 100 þúsund manns á bráðamóttökuna Í HNOTSKURN »Kostnaður vegna húsnæðisog tækja við sameiningu bráðadeilda LSH í Fossvogi er rúmar 200 milljónir kr. »Hagræðing af sameining-unni skilar stofnkostnaði til baka á rúmu ári. MAGNFRÍÐUR Júlíusdóttir fjallar um kvennastýrð heimili í Simbabve og Alda Lóa Leifsdóttir ræðir um að- stæður ungs fólks í Tógó á UNIFEM-umræðum í húsnæði Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 klukk- an 13 á morgun, laugardag. Magnfríður er lektor í landafræði við Háskóla Íslands og annaðist umfangsmikla rannsókn á kvennastýrðum heimilum í Simbabve. Alda Lóa er grafískur hönnuður og fréttaljósmyndari og hyggst meðal annars segja frá starfsemi íslenska félagsins Sóley og félagar í þágu heimilis nunnu í Tógó, Victo, sem hefur tekið mörg börn og ungmenni undir sinn verndarvæng. Nunnan Victo frá Tógó. Barnahjálp í Tógó kynnt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.