Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 12. apríl,
kl. 18.15 í Galleríi Fold,
á Rauðarárstíg
G
unnlaugurBlöndal
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
ÁVÖXTUNARKRAFA á grísk
ríkisskuldabréf til tíu ára fór í 7,6% á
fjármálamörkuðum í gær. Þetta þýð-
ir að áhættuálagið umfram þýsk rík-
isskuldabréf er tæplega 450 punktar.
Á sama tíma féll gengi evrunnar
gagnvart dollar og nálgast nú 1,3.
Þróunin endurspeglar ótta fjár-
festa um að grískum stjórnvöldum
takist ekki að fjármagna komandi
gjalddaga á viðunandi kjörum, en
samkvæmt Dow Jones-fréttaveit-
unni þurfa þau að klára skuldabréfa-
útboð að andvirði 10 milljarða evra
fyrir lok næsta mánaðar.
Þrátt fyrir að grísk stjórnvöld hafi
fengið fyrirheit um efnahagsaðstoð
frá öðrum aðildarríkjum evrusvæð-
isins ef þörf verður á er enn óljóst á
hvaða kjörum slík lánafyrirgreiðsla
yrði veitt. Þó fregnir hafi borist af
því að sum evruríki séu reiðubúin að
veita lán á ríflega 4% vöxtum standa
þýsk stjórnvöld fast á því að vextir
lánanna yrðu nálægt þeim vöxtum
sem grískum stjórnvöldum stendur
til boða á fjármálamörkuðum.
Einsýnt þykir að spennan kring-
um gríska hagkerfið haldi áfram að
öllu óbreyttu. Hækkandi skulda-
bréfakrafa á ríkisskuldabréf er farin
að hafa áhrif á efnahagsreikning
grískra banka sem eru með stórar
stöður í slíkum pappírum. Þrátt fyrir
að engum dyljist að ástandið sé graf-
alvarlegt ítrekuðu grísk stjórnvöld í
gær að þau þyrftu ekki aðstoð,
hvorki frá öðrum evruríkjum né
AGS, til þess að leysa úr fjármögn-
unarvandanum. ornarnar@mbl.is
Við suðumark
Krafa á grísk ríkisskuldabréf hækkar
og efnahagsleg óvissa magnast
Stuttar fréttir ...
● ÍSLANDSBANKI
vill ekki tjá sig um
ummæli Jóns Ger-
alds Sullenber-
gers, fram-
kvæmdastjóra
Kosts, í Morgun-
blaðinu í gær,
þess efnis að
hann fengi ekki
neina lánafyr-
irgreiðslu í banka-
kerfinu, öfugt við keppinauta.
Berghildur Erla Bernharðsdóttir,
upplýsingafulltrúi Arion banka, segir
að Arion banki geti ekki lögum sam-
kvæmt tjáð sig um hvort eða hverjir
leiti til bankans um fyrirgreiðslu. Ekki
náðist í talsmann Landsbanka í gær.
Tjá sig ekki um
ummæli Jóns Geralds
Kostur Fær ekki
fyrirgreiðslu.
● PÁLMI Haralds-
son, fyrrverandi
eigandi Fons,
sendi frá sér til-
kynningu í gær
vegna stefnu
Glitnis á hendur
honum og fleirum.
Hann segir stefnu
bankans vera til-
efnislausa. Hann
segist ekki hafa hagnast persónulega
á viðskiptunum, sem nú hafa orðið til-
efni málsóknar, heldur hafi félag hans,
Fons, notið góðs af þeim. Lánið hafi
verið notað til að greiða niður önnur
lán Fons.
„Vert er að taka fram í þessu sam-
bandi, að bústjóri Fons hf. hefur undir
höndum allt bókhald félagsins. Þar
hefði slitastjórn Glitnis banka hf. get-
að fengið réttar upplýsingar áður en
stefnan var gefin út. Þeim hefði því
verið í lófa lagið að fá öll gögn en ekki
bara sum áður en þeir hófust handa.
Þegar slíkum vinnubrögðum er beitt,
getur umræðan aldrei orðið sannleik-
anum samkvæmt,“ segir í tilkynningu
Pálma. Þar kemur einnig fram að sýnt
verði fram á í dómsal að stefnan sé
„með öllu tilefnislaus“. Pálmi hyggst
ekki tjá sig frekar um málið við fjöl-
miðla.
Segir stefnu Glitnis
með öllu tilefnislausa
Pálmi Haraldsson
einstökum lagaákvæðum, heldur
byggt á hinni svokölluðu almennu
skaðabótareglu. Þeir hafi hlutast til
um stjórn bankans með saknæmum
og ólögmætum hætti.
Í ritgerð sinni fjallar Pétur einn-
ig um tilvik þar sem takmörk á
ábyrgð hluthafa geta fallið niður.
Geti það t.d. gerst ef stór hluthafi
hafi átt viðskipti við hlutafélagið og
njóti ávinnings vegna viðskiptanna
sem aðrir viðskiptavinir hafi ekki
notið.
Í stefnunni er ekki byggt á þessu
sjónarmiði, en hugsanlega gæti það
komið til álita í öðrum dómsmálum.
FL Group var skugga-
stjórnandi Glitnis
Jón Ásgeir og Pálmi stýrðu ákvörðun um lánveitingu
Morgunblaðið/Kristinn
Hegningarlög Í stefnu Glitnis á hendur fyrrverandi forstjóra bankans, Lár-
usi Welding, segir að lánveitingin kunni að varða við refsilög.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
MIÐAÐ við lýsingu á málavöxtum í
stefnu Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri
Jónssyni og Pálma Haraldssyni,
sem voru í gegnum eignarhalds-
félög stórir hluthafar í bankanum,
má líta á félögin eða þá sjálfa sem
skuggastjórnendur bankans.
Pétur Steinn skrifaði meist-
araritgerð í lögfræði þar sem m.a.
er fjallað um skuggastjórnendur
fyrirtækja og segir hann að í tilviki
Glitnis megi hugsanlega líta á FL
Group, sem var stór hluthafi í
bankanum, sem skuggastjórnanda.
Með því er átt við utanaðkom-
andi aðila, t.d. hluthafa, sem ekki
gegnir formlega embætti stjórn-
anda félags, en stýrir því á bak við
tjöldin. Atvik í aðdraganda hruns-
ins, þar á meðal hvernig staðið var
að lánveitingu til Jóns Ásgeirs og
Pálma, renni stoðum undir þá
kenningu að þeir hafi í krafti eign-
arhaldsins haft meiri áhrif á rekst-
ur bankans og ákvarðanatöku en
venjulegt þykir.
Engin ákvæði eru í íslenskum
lögum um skuggastjórnendur og er
ekki vísað til hugtaksins beint í
stefnunni. Hins vegar segir í henni
að þeir Jón Ásgeir og Pálmi hafi
haft frumkvæði að, hvatt til og í
raun stýrt ákvörðun bankans um að
veita sex milljarða króna lán til
FS38, félags í eigu Pálma.
Í stefnunni á hendur tvímenning-
unum er ekki vísað til brota gegn
Engin lög eru hér á landi um
skuggastjórnendur, en í ná-
grannalöndum okkar eru ákvæði
í lögum um skyldur slíkra aðila,
sem stýra félögum á bak við
tjöldin.
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SKULDIR Fons, fjárfestingafélags Pálma Har-
aldssonar, við Glitni námu 29 milljörðum króna á
þeim tíma sem sex milljarða lán var veitt til FS38.
Eigið fé Glitnis var á þeim tíma bókfært 283 millj-
arðar, og skuldir Fons því um 10,25% af eigin fé
hans. Þar af leiðandi áttu stjórnendur Glitnis að
meðhöndla lánabeiðni Fons og FS38 af sérstakri
varúð, með tilliti til þess að um stóra áhættuskuld-
bindingu var að ræða. Í ljósi þess að eina eign
FS38 var krafa á Stím, sem hafði þegar verið af-
skrifuð af hálfu Glitnis, var félagið ekki hæft til að
fá sex milljarða króna lán. Síðar var lánabeiðni
FS38 samþykkt, utan fundar áhættunefndar
bankans, eins og fram kom í fundargerð. Þetta
kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn
fyrrverandi eigendum og starfsmönnum bankans.
„Nokkuð ósanngjarnt“ gagnvart Fons
Pálmi sagði í einum þeirra pósta sem opinber-
aðir eru í stefnu skilanefndar að hann teldi „nokk-
uð ósanngjarnt“ að Fons tæki eitt á sig „FS38 æv-
intýrið,“ en Pálmi útskýrir ekki frekar í póstinum
hvaða merkingu eigi að leggja í það orðfæri.
FS38 var ævintýri
Reglur FME um stórar áhættuskuldbindingar ekki
virtar Áhætta gagnvart Fons yfir 10% af eigin fé
Morgunblaðið/Golli
Eigendur Jón Ásgeir og Pálmi eru taldir hafa
misbeitt stöðu sinni sem eigendur Glitnis.
BANKARNIR
þrír, Arion banki,
Íslandsbanki og
NBI, vilja litlu
svara um hvort
þeir, sem nú hef-
ur verið stefnt af
Glitni í sex millj-
arða skaðabóta-
máli, muni hafa
minni aðgang að
fyrirgreiðslu en
áður. Morgunblaðið sendi bönk-
unum þremur fyrirspurn þessa efnis
í gærmorgun. Frá Íslandsbanka,
sem áður var Glitnir, bárust þau
svör að ekki væri hægt að tjá sig um
málefni aðilanna sem um ræðir frek-
ar en einstakra viðskiptavina hjá
bankanum. Hins vegar var tekið
fram í svari bankans að mögulegar
auknar skuldbindingar við-
skiptavina hefðu vissulega áhrif á
lánshæfi þeirra, eins og það er orðað
í svari Íslandsbanka.
Í svari NBI við fyrirspurn
Morgunblaðsins, segist bankinn ekki
telja sig vera í stöðu til að tjá sig um
málefni fyrrverandi hluthafa Glitnis.
Málið verði að hafa sinn gang í rétt-
arkerfinu. NBI muni hins vegar
grípa til aðgerða ef þörf kræfi. Eng-
in svör bárust frá Arion banka.
365 miðlar, fyrirtæki í eigu eins
hinna ákærðu, Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, er í viðskiptum við NBI.
thg@mbl.is
Fábrotin
svör
bankanna
Auknar skuldir
skerða lánshæfi
Óvíst um fyrir-
greiðslu til stefndra
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./0
+10./
+,2./,
,,.13-
,+.3/2
+2.4+4
++1./
+./-+,
+13.+3
+25.-0
+,-.44
+10.22
+,2.41
,/.5+0
,+.0
+2.44-
++1.4/
+./-0,
+13.2,
+2+.//
,,2.2350
+,-.12
+14.,3
+,-.54
,/.5-,
,+.04/
+2.2,
++1.14
+./-1,
+10./
+2+.-+