Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 ÚTSALA Smellurammar 10x15 kr. 100.- 20x25 kr.250.- og 40x50 kr. 800.- Myndir frá kr. 2.500.- Málverk frá kr. 5.000.- Innrömmun 20% afsláttur Sérskorinn karton 20% afsláttur Karton m. glugga kr. 200-600.- Álrammar 21x30 kr. 1.200.- og 59x67 kr. 1.800.- Tré og álrammar 50-60% Afsláttur Íslensk grafík 20-60% afsl. Tolli - Bragi - Jón Reykdal - Þórður Hall o.fl. Síðumúla 34 - Sími 533 3331 Opið virka daga kl. 9-18 Laugardag kl. 11-15 Kurmanbek Bakijev, forseti Kirg- isistans, sagði í samtali við rúss- neska útvarpsstöð í gær að hann væri í suðurhluta Kirgisistans og hefði engin áform um að yfirgefa landið. Bakijev komst til valda eftir byltingu í landinu fyrir fimm árum, en flúði frá höfuðborginni Bishkek eftir uppreisnina á miðvikudag og var talið að hann hefði farið til Osh. Hann sagðist ekki viðurkenna ósigur þrátt fyrir að stjórnarand- stæðingar stjórnuðu nú landinu en viðurkenndi að þó hann væri for- seti hefði hann engin völd. Bakijev neitar að gefast upp BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, lýstu yfir ánægju með af- vopnunarsamninginn, sem þeir undirrituðu í Prag í Tékklandi í gær. Bandaríkjaforseti sagði að samningurinn væri sögu- legur. Hann stuðlaði að öruggari og friðsamari heimi og með því að koma í veg fyrir fjölgun kjarnorkuvopna fjar- lægðust þjóðirnar kalda stríðið enn frekar. Samkvæmt nýja samningnum mega Bandaríkin og Rússland ráða í mesta lagi yfir 1.550 kjarnaoddum, um 30% færri en gert var ráð fyrir í fyrri afvopnunarsamn- ingi frá 2002. Samningurinn tekur við af svonefndum START-samningi frá 1991, sem rann út í desember sl. og verða þjóðþing ríkjanna að samþykkja hann til þess að hann taki gildi. Obama sagðist vona að Bandaríkjaþing samþykkti samninginn á þessu ári. Samþykki 66% þing- manna þarf til og repúblikanar hafa sagt að þeir sam- þykki engan samning sem veiki eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna. Nýr kafli Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, sagðist líta björt- um augum til framtíðarsamskipta við Bandaríkin. „Ég vona að undirskriftin marki nýjan áfanga í samskiptum þjóðanna,“ sagði hann. Samningaviðræðurnar drógust á langinn, meðal ann- ars vegna deilu um áform Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu og sögðu rússnesk stjórnvöld, að sáttmálinn öðlaðist því aðeins gildi að Bandaríkin drægju mjög úr umfangi eldflaugavarnanna. Tímamótasamningur  Obama segir afvopnunarsamninginn sögulegan og hann tryggi friðsamari heim  Medvedev vonast til þess að viðburðurinn bæti enn samskiptin við Bandaríkin Reuters Undirskrift Ánægðir forsetar. MIKILL uppgangur er í Kína og í sumum tilfellum bitn- ar hann á íbúum sem er gert að yfirgefa heimili sín án þess að þeir hafi endilega í önnur hús að venda. Landið er dýrmætt og í stað núverandi húsnæðis á að byggja stærra, betra og dýrara. Það hentar ekki íbúunum en stjórnvöld halda sínu striki. Reuters Umdeildar framkvæmdir víða í Kína Uppgangur og niðurrif FORSVARSMENN breska flug- félagsins British Airways og spænska ríkisflugfélagsins Iberia tilkynntu í gær að þeir hefðu undir- ritað samkomulag um samruna í þeim tilgangi að stofna eitt stærsta flugfélag heims. Stefnt er að því að nýja félagið, International Airlines Group, reki 419 flugvélar, sem fljúgi til meira en 200 áfangastaða með um 58 milljónir farþega á ári og spari um 400 milljónir evra á ári fimm árum frá samruna. Sameining flugfélaganna er háð samþykki evrópskra samkeppnis- yfirvalda auk hluthafa í British Air- ways og Iberia. British Airways og Iberia semja um sameiningu Sameining Vélar frá Iberia og BA. KÍNA og Nepal hafa um árabil deilt um hæðina á tindi Everest- fjalls, hæsta fjalls heims, sem er á landamærum landanna. Nepal hefur sagt fjallið vera 8.848 m hátt og hefur sú hæð almennt verið viðurkennd síðan 1955. Kína segir að hæðin sé 8.844,43 m fyrir utan snjólagið og miðar við þá tölu. Í vik- unni náðu þjóðirnar samkomulagi um hæð fjallsins. Kínverjar viður- kenna að hæðin að snjóhettunni meðtalinni sé 8.848 m og Nepal fellst á að án hettunnar sé hæðin 8.844,43 m. Vegna jarðhræringa telja land- fræðingar að Everest sé að hækka. Samkvæmt mælingum bandarísks leiðangurs 1999 er Everest 8.850 m og styðst Landfræðifélag Banda- ríkjanna við þá tölu. Samkomulag um hæðina á Everest Margir hafa klif- ið Everest. RÚSSAR hafa boðið ráðandi öflum í Kirgisistan aðstoð og fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hafa verið sendir til höfuðborgarinn- ar Bishkek vegna ástandsins, en tal- ið er að meira en 70 manns hafi látist í átökunum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að sérstakur sendifulltrúi SÞ yrði send- ur til Kirgisistans og auk þess færi þangað fulltrúi frá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu vegna ríkjandi ástands í landinu síðan á miðvikudag í kjölfar uppreisnar stjórnarand- stæðinga. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, átti í gær símtal við Roza Otunbajeva, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, sem hefur boðað kosning- ar eftir sex mánuði. Að sögn tals- manns forsætisráðherrans lagði Pútín áherslu á sérstakt samband landanna og sagði að Rússland myndi hér eftir sem hingað til styðja íbúa Kirgisistans. Rússar bjóða aðstoð Sendifulltrúar Sameinuðu þjóð- anna og ÖSE til Kirgisistans Reuters Völd Roza Otunbajeva, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, fer fyrir bráðabirgðastjórn í Kirgisistan og boðar kosningar eftir hálft ár. SÉRFRÆÐINGAR telja líklegt að Venesúela verði hernaðarlega háð Rússlandi eftir að Hugo Chavez, for- seti Venesúela, samdi í liðinni viku við Rússa um að kaupa hergögn fyrir sem samsvarar fimm milljörðum dollara. Raul Salazar, varnarmálaráð- herra Venesúela 1999 til 2000, segir að vegna vopnakaupa af Rússum undanfarin ár sé Venesúela háð þeim og viðskiptin útiloki samkeppni á þessu sviði. Stjórnmálaskýrandinn Carlos Romero segir að með kaupunum vilji Chavez sýna að hann hafi mikilvægu hlutverki að gegna á heimssviðinu. Aðrir sérfræðingar benda á að rúss- nesku vopnin séu of dýru verði keypt. Maruja Tarre, sérfræðingur í erlendum málefnum, segir að stór hluti þjóðarinnar spyrji hvernig for- setinn geti leyft sér að eyða svo mikl- um peningum í hergögn þegar þjóðin hafi varla efni á því að borga fyrir vatn og rafmagn. Samningurinn kveður meðal ann- ars á um kaup á þremur kafbátum, 92 gömlum skriðdrekum, brynvörð- um bílum í tugatali, 10 herþyrlum, eftirlitsvélum og loftvarnarkerfum. Vígbún- aður vek- ur athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.