Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 RAX Skemmtileg vísindi Sápukúluborðið, Ísprinsessan, Vatnshrútur, Sólarofninn, Kúlubekkurinn, Brunnurinn skjálfandi, Ölduvaggan, loftpúðaborð, spéspegill, hvirfilflöskur og orkuhjól. Þetta er meðal þess sem hægt er að skoða, upplifa og taka þátt í í Tilraunalandinu sem opnað verður í Norræna húsinu í dag. Tilraunalandið er lifandi og gagnvirk sýning þar sem vísindin eru kynnt á óvenjulegan og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku gesta. Í Tilraunalandinu eru allir jafnvígir, en gott er að hafa fróðleiksþorstann, hugrekkið og ímyndunaraflið með í farteskinu. Bandaríkjamenn og Rússar undirrituðu í gær nýjan samning um fækkun á langdrægum kjarnaeldflaugum (START) í Prag, sem fækka mun lang- drægum kjarnaeldflaugum í vopnabúrum okkar þannig að fjöldi þeirra verður samsvarandi því sem var á fyrsta áratug kjarnorkualdarinnar. Þessi sann- anlega fækkun hjá tveimur stærstu kjarnorkuveldum heims endurspeglar skuldbindingu okkar við grund- vallarhugmynd samningsins um bann við út- breiðslu kjarnavopna (NPT) – allar þjóðir eiga rétt á að nota kjarnorku á friðsamlegan hátt, en þeim ber einnig öllum skylda til að koma í veg fyrir fjölgun kjarnavopna, og þær þjóðir sem eiga slík vopn verða að vinna að afvopnun. Þessi samningur er aðeins eitt af mörgum raunhæfum skrefum sem Bandaríkin stíga nú til að efna heit Obama forseta um að gera Bandaríkin og allan heiminn öruggari, með því að draga úr þeirri ógn sem stafar af kjarna- vopnum, útbreiðslu þeirra og hryðjuverka- starfsemi. Á þriðjudaginn var kynnti forsetinn skýrslu um afstöðu Bandaríkjastjórnar í kjarnavopna- málum (NPR) þar sem fram kemur vegvísir um hvernig skuli draga úr hlutverki og fjölda kjarnavopna okkar en um leið verja Bandaríkin og bandamenn okkar á áhrifaríkari hátt fyrir mestu hættum samtímans. Í næstu viku tekur Obama forseti á móti rúm- lega 40 þjóðarleiðtogum á leiðtogafundi um kjarnorkuöryggi sem hefur það að markmiði að tryggja öll óvarin kjarnorkuefni svo fljótt sem auðið er til að koma í veg fyrir að þau falli í hendur hryðjuverkamanna. Og ásamt erlendum vinum okkar beita Bandaríkin nú diplómatískum aðferðum sem hafa raunverulegar afleiðingar fyrir ríki, eins og Íran og Norður-Kóreu, sem hunsa alþjóðlegar samþykktir um takmörkun á útbreiðslu kjarna- vopna. Þessi skref senda skýr skilaboð um forgangs- röðun okkar og staðfestu. Til bandamanna okkar og vina, og allra þeirra sem hafa lengi litið til Bandaríkjanna sem ábyrgðaraðila staðbundins og alþjóðlegs örygg- is: Ásetningur okkar, að verja hagsmuni okkar og bandamenn, hefur aldrei verið eindregnari. Þessi skref munu gera okkur öll óhultari og öruggari. Til þeirra sem neita að uppfylla alþjóðlegar skyldur sínar og reyna að ógna nágrönnum sínum: Heim- urinn stendur betur saman en nokkru sinni fyrr og mun ekki sætta sig við óbilgirni ykkar. Samningurinn sem undirritaður verður í dag er vitnisburður um þann ásetning okkar að standa við skuldbindingar okkar samkvæmt NPT-samningnum og þá sérstöku ábyrgð sem Bandaríkin og Rúss- land bera sem tvö stærstu kjarn- orkuveldin. Nýi START-samningurinn felur í sér 30 prósenta fækkun langdrægra kjarna- eldflauga sem Bandaríkin og Rússland mega hafa til taks, og sterkt og virkt eftirlit sem mun gera samband ríkjanna tveggja enn stöðugra, auk þess að draga úr hættunni á mistökum í boðskiptum eða útreikningum. Og samningurinn takmarkar ekki eld- flaugavarnir okkar – hvorki nú né í framtíðinni. Skýrsla Obama forseta um afstöðuna í kjarnavopnamálum (NPR) gerir meginregluna á bak við þennan samning – og heildarstefnu okkar hvað varðar takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna og vopnatakmarkanir – að hluta af þjóðaröryggisáætlun okkar. Nú hefur fjölgun kjarnavopna og kjarnorkuhryðjuverk komið í stað hættu kalda stríðsins á stórfelldri kjarn- orkuárás, sem mesta ógn við öryggi Bandaríkj- anna og umheimsins. NPR útlistar nýja nálgun sem mun tryggja að varnir okkar og utanríkis- stefna séu sniðin að því að taka á þessum við- fangsefnum á árangursríkan hátt. Það er hluti af þessari nýju nálgun að Banda- ríkin heita því að nota hvorki né hóta að nota kjarnavopn gegn kjarnavopnalausum ríkjum sem eru aðilar að NPT-samningnum og fara eft- ir ákvæðum hans um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Bandaríkin myndu aðeins íhuga notkun kjarnavopna við öfgakenndar aðstæður til að verja lífsnauðsynlega hagsmuni Banda- ríkjanna eða bandamanna þeirra og vinaþjóða. Enginn ætti hins vegar að velkjast í vafa um að við munum láta hvert það ríki, hryðjuverkahóp eða aðra aðila sem styðja eða auðvelda hryðju- verkamönnum að komast yfir eða nota gereyð- ingarvopn svara til saka. NPR-skýrslan leggur einnig áherslu á nána samvinnu við bandamenn okkar um allan heim, og viðheldur skuldbindingum okkar um gagn- kvæmt öryggi. Við munum vinna með vina- þjóðum okkar að því að styrkja svæðisbundna öryggisuppbyggingu, eins og eldflaugavarnir og aðra eflingu hefðbundins herstyrks. Bandaríkin munu halda áfram að viðhalda tryggri, öruggri og áhrifaríkri kjarnorkufælingu fyrir okkur sjálf og bandamenn okkar svo lengi sem þessi vopn eru til einhvers staðar í heiminum. Fjölgun kjarnavopna og hryðjuverka- starfsemi eru hnattræn viðfangsefni og krefjast hnattrænna viðbragða. Þess vegna hefur Obama forseti boðið leiðtogum hvaðanæva úr heiminum til Washington á leiðtogafund um kjarnorkuöryggi og mun leita eftir skuldbind- ingu allra þjóða – sérstaklega þeirra sem nýta sér kjarnorkuver – um að grípa til aðgerða til að stöðva útbreiðslu kjarnavopna og tryggja ör- yggi óvarinna kjarnorkuefna. Ef hryðjuverka- menn kæmust yfir þessi hættulegu efni yrði af- leiðingin hræðilegri en hægt er að gera sér í hugarlund. Allar þjóðir verða að gera sér ljóst að tak- mörkun á útbreiðslu kjarnavopna gengur ekki ef þeir sem brjóta samkomulagið fá að ganga fram refsingarlaust. Þess vegna vinnum við að því að ná alþjóðlegri samstöðu um aðgerðir sem munu sannfæra leiðtoga Írans um að breyta um stefnu. Þar á meðal eru nýjar refsiaðgerðir Ör- yggisráðs SÞ sem munu skýra þá kosti sem þeir standa frammi fyrir, að standa við skuldbind- ingar sínar, eða horfast í augu við aukna ein- angrun og sársaukafullar afleiðingar. Hvað varðar Norður-Kóreu þá sendum við áfram þau skilaboð að það sé ekki nóg að snúa aftur að samningaborðinu. Yfirvöld þar verða að taka skref í átt til algerrar og sannanlegrar kjarn- orkuafvopnunar með óafturkræfum aðgerðum ef þau vilja eiga eðlileg og refsilaus samskipti við Bandaríkin. Öll þessi skref, allir samningar okkar, leið- togafundir og refsiaðgerðir hafa það sameig- inlega markmið að auka öryggi Bandaríkjanna, bandamanna okkar og fólks um allan heim. Í apríl á síðasta ári stóð Obama forseti á Hradcany-torgi í Prag og skoraði á þjóðir heims að sækjast eftir framtíð sem væri laus við þær kjarnorkuógnir sem hafa vofað yfir okkur öllum í meira en hálfa öld. Þetta er verkefni fyrir heila mannsævi, ef ekki lengri tíma. En í dag, einu ári síðar, stígum við stórt skref í átt að þessu mark- miði. Eftir Hillary Rodham Clinton » Öll þessi skref, allir samningar okkar, leiðtoga- fundir og refsiaðgerðir hafa það sameiginlega markmið að auka öryggi Bandaríkjanna, bandamanna okkar og fólks um allan heim. Hillary Clinton Höfundur er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Útfærsla á kjarnavopnaáætlun fyrir 21. öldina Reuters Samningurinn í höfn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, takast í hendur og skiptast á eintökum af samningnum um fækkun kjarnorkuvopna, sem þeir undirrituðu í Prag í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.