Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
EFTIR að hafa bú-
ið við eitt og hálft ár
af fjármálakreppu og
lagaflækjum, nið-
urskurði og ýmiss
konar samningum um
afborgunarskilmála,
er kominn tími til að
hefja uppbyggingu og
leggja sterkan grunn
að framtíðinni. Gott
er að hafa í huga að
kínverska táknið fyrir
„kreppu“ táknar einnig „mögu-
leika“.
Ísland er stórkostlegt land tæki-
færa, náttúruauðlinda og sjálf-
stæðrar og friðelskandi þjóðar.
Með slíkan grunn, og í ljósi þeirra
möguleika sem fámenn þjóð hefur
til að laga sig fremur hratt að nýj-
um aðstæðum, er framtíðin björt
sé tækifærið gripið einmitt nú.
Nú er lag að hefja uppbyggingu
með langtímasjónarmið að leiðar-
ljósi, í umhverfi sem er í far-
arbroddi á heimsvísu þegar kemur
að þeim sköpunarkrafti og fram-
kvæmdagleði sem náttúra Íslands
blæs okkur í brjóst á einstakan
hátt. Við getum með skjótum
hætti orðið fordæmi til að snúa
þróuninni við eftir fjármálakreppu
heimsins. Ef við þorum að taka
nokkur óhefðbundin hliðarspor
getum við byggt upp kröftugan og
hugmyndaríkan hóp sem höfðar
bæði til skapandi fólks og skap-
andi fjármagns. Ísland á mögu-
leika á að verða fyrsta land í heimi
þar sem jafnvægi næst í losun og
upptöku koltvísýrings. Á tíu árum
gætum við endurnýjað allan bíla-
flota landsins þannig að notuð yrði
innlend og endurvinnanleg orka.
Á Íslandi er gnótt af því sem al-
mennur skortur er á í heiminum;
víðernum og auðnum. Við vitum öll
að með matvöru sem framleidd er
á staðnum og framreidd af
hugmyndaauðgi og
sjálfsögðum gæðum,
og með nýstárlegum
gistimöguleikum og
aukinni þjónustu, á
landið möguleika á að
verða gífurlega vinsæll
áningarstaður ferða-
manna.
Til að koma þessu í
framkvæmd er þörf á
þekkingu, hug-
myndaauðgi, hugrekki
og sköpunarkrafti.
Árið 2010 mun Nor-
ræna húsið í Reykjavík, sem ég
vona að geti lagt sitt af mörkum
sem frjósamt og kraftmikið afl á
erfiðum tímum, setja börnin í önd-
vegi. Börnin okkar taka þátt í að
byggja upp landið á ný og þau
þurfa að fá í hendurnar verkfæri
og einnig stuðning sem eykur hug-
myndaflug, hugrekki og þann
mikla sköpunarkraft sem getur
gert Ísland að besta landi í heimi.
Í samvinnu við Háskóla Íslands
verður nú í apríl opnað Tilrauna-
land sem er öllum opið þeim að
kostnaðarlausu. Tilraunalandið
höfðar til sköpunarkrafts og for-
vitni, það er fræðandi og skapandi
en jafnframt skemmtilegt. Til-
raunalandið er sett upp í samvinnu
við Tom Tits Experiment í Svíþjóð,
sem er miðstöð upplifana í Söder-
tälje sunnan við Stokkhólm og fær
árlega heimsóknir mörg hundruð
þúsund gesta og hefur hlotið fjölda
evrópskra verðlauna fyrir fræðslu-
efni sitt. Ætlunin er einnig að
ferðast vítt og breitt um landið
með Tilraunalandið í tveimur vögn-
um í sumar.
Norræna húsið hefur skipulagt
fjölda viðburða sem ætlað er að
höfða til barna, undir yfirskriftinni
„Fjöregg“. Í lok apríl verður
Barna- og unglingabókmenntahá-
tíðin Mýrin haldin, en hana sækja
margir af færustu höfundum og
myndskreytum heims. Í ár verða
líka í boði leiksýningar, kvik-
myndasýningar, breikdans og til-
raunareitur til ræktunar. Stav-
anger hefur sent okkur
„sandkassa með yfirbreiðslu“ –
innsetningu sem gerð var þegar
bærinn var ein af menning-
arborgum Evrópu fyrir nokkrum
árum. Í haust verður hafist handa
um að byggja upp betra votlendi
fyrir fuglana í Vatnsmýrinni og
samtímis setjum við upp einstakan
útiskóla í miðri höfuðborginni.
Þetta verður gert í samvinnu við
Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg
og eftir hugmyndum frá X-Clinic
við New York-háskóla.
Með þessu frumkvæði og með
framkvæmdagleðina að leiðarljósi
fá börnin tækifæri til að kynnast
uppfinningum og frjórri hugsun
sem gagnast við uppbyggingu þess
Íslands sem mun standa sterkt um
langa framtíð.
Þessi grein er hvatning til
stjórnmálamanna, sem hefja senn
kosningabaráttu, til að úthugsa
leiðir til að fá börnum okkar í
hendur tól, tækifæri og forsendur
til nýsköpunar í borginni, auk
sköpunargleði og samkenndar.
Þannig verður framtíð Íslands
björt.
Að auki finnst mér að grafa eigi
Hringbrautina í göng svo að við
eignumst sannkallaðan borgargarð
og háskóla í miðri Reykjavík-
urborg.
Fjöreggin klekjast út í Til-
raunalandinu í Vatnsmýrinni
Eftir Max Dager » Börn þurfa að fá í
hendurnar verkfæri
og stuðning sem eykur
hugmyndaflug, hug-
rekki og sköpunarkraft,
til að gera Ísland að
besta landi í heimi.
Max Dager
Höfundur er forstjóri Norræna
hússins.
VONBRIGÐI og
reiði vegna aðgerða-
leysis stjórnvalda fara
vaxandi með hverjum
deginum. Í góðri
grein Ástu Hrundar
Guðmundsdóttur í
Morgunblaðinu 24.
mars sl., „Bakka-
bræður afturgengn-
ir?“ er forkólfum rík-
isstjórnarinnar líkt
við þá kumpána og ekki að
ástæðulausu. Mörg úrræði sem
gripið hefur verið til hafa reynst
vanhugsuð og lítt eða ekki und-
irbúin af þeirri kostgæfni sem
gera verður kröfu til. Ríkisstjórnin
hefur heykst á að taka ákvarðanir
og afstöðu til brýnna mála og við-
fangsefna. Á alþingi hafa þarflaus
mál, dægurmál og
gæluverkefni, étið
upp vinnustundir
þingmanna og tekið
tíma frá þörfum og
áríðandi verkefnum,
sem bíða úrlausnar.
Verkstjórn og for-
gangsröðun hefur ver-
ið í molum.
Sagan af hestinum
Í Kristnihaldi undir
Jökli lætur Halldór
Laxness Jón prímus
segja frá hesti sem datt ofan í
Goðafoss, ef rétt er munað. Hann
kraflaði sig upp á eyri neðan við
fossinn og hímdi þar í tvo daga -;
svo fór hann aftur að bíta.
Þjóðinni er kannski líkt farið og
þessum hesti. Fall hestsins niður
fossinn táknar hér hrunið og enn
er þjóðin að híma; bíða úrlausna
þeirra sem hún hefur valið til for-
sjár. En biðin er orðin of löng.
Fólkið er enn að átta sig á stöð-
unni, en á meðan fólkinu er haldið
í óvissu um afkomu fjölskyldna í
landinu, af forsjármönnum, er ekki
við því að búast að unnt verði að
glöggva sig á kringumstæðum,
þannig að hægt verði að byrja að
bíta, eins og hesturinn gerði, þeg-
ar hann hafði áttað sig.
Lausnir felast í grasrótinni
Menn eru misfljótir að taka við
sér. Hugmyndir hafa kviknað hjá
einstaklingum og sumar eru þegar
farnar að bera ávöxt, en stjórnvöld
hafa þegar brugðið fæti fyrir önn-
ur verkefni, sem ella væri unnt að
hrinda í framkvæmd til heilla fyrir
land og þjóð. Kreppunni linnir
ekki fyrr en einstaklingarnir í
þjóðfélaginu hafa áttað sig og „far-
ið að bíta“, en til að flýta því verð-
ur að skapa fólkinu ramma sem
það unir og treystir. Þá fyrst mun
birta til og vonir kvikna. Stjórn-
völd verða að mynda grunninn, en
að öðru leyti koma lausnir ekki að
ofan, þ.e. frá þeim. Lausnir verða
til meðal fólksins í landinu, vegna
fólksins í landinu og fyrir fólkið í
landinu.
Kunna ráðamenn til verka?
Ef þú, lesandi góður, værir að
stofna fyrirtæki og ætlaðir að ráða
fólk til starfa er nokkuð víst að
valið myndi helgast af kunnáttu
og reynslu umsækjenda. Hafa þau
sem valist hafa til stjórnarstarfa í
þjóðfélaginu þá kunnáttu og
reynslu til að bera? Væri þetta
fólkið sem þú réðir til starfa í fyr-
irtækinu þínu? Hér er verið að
tala um stjórn stærsta fyrirtækis
landsins, sjálfs þjóðfélagsins. Nú-
verandi setar í ráðuneytum hafa
fæstir fengist við stjórnunarstörf
af þeirri gráðu sem við er að
glíma þar. Reynsla þeirra, upp til
hópa, hefur helgast af því að vera
í stjórnarandstöðu, en ekki við
stjórnvölinn. Á þessu tvennu er
mikill munur. Það hefur verið sagt
að vel menntaðir en reynslulitlir
menn hafi komið bönkunum á
kaldan klaka. Nú á vel menntað
en reynslulítið fólk að leiða þjóð-
ina til bjargálna. Er líklegt að
þeim takist það? Efi læðist að.
Ekki svo að skilja að einhverjir
aðrir sem nú sitja á þingi séu lík-
legir til að ráða við þetta verkefni.
Því fer sennilega fjarri.
Lausn úr fjötrum
stjórnmálaflokka
Er ekki kominn tími til að taka
stjórnartaumana af stjórn-
málaflokkunum, flokksklíkum og
flokkseigendafélögum? Alþingi er
því miður máttlaust og úrræða-
laust, en ef einhver dugur og heil-
indi finnast enn á meðal þing-
manna, ættu þeir að losa sig úr
fjötrum flokkanna og fara að
vinna samkvæmt eigin sannfær-
ingu að málefnum sem varða þjóð-
arheill. Skilgreina málefnin og
skipa þeim í flokka. Annars vegar
verkefni, sem varða þjóðarvelferð,
sem auðvelt á að vera að ná sam-
stöðu um, og hins vegar mál, sem
kalla má pólitísk mál og eru þess
eðlis að vera næring fyrir stjórn-
málaþrætur. Setja þjóðþrifamálin
í forgang og pólitísku málin í salt.
Er ekki full ástæða til að núver-
andi stjórnvöld víki og störf seta í
ráðuneytum verði auglýst laus til
umsóknar? Í framhaldi af því
verði hópur valinkunnra manna
(ekki þingmanna) skipaður til að
fara yfir umsóknir og velja þá
hæfustu til setu í ráðuneytum, þ.e.
umsækjendur sem búa yfir þekk-
ingu og reynslu af stjórn-
unarstörfum. Menn og konur sem
kunna til verka, hafa reynslu af
vandaðri og markvissri áætl-
anagerð, getu til að hrinda góðum
áætlunum í framkvæmd og kjark
til að fylgja þeim eftir og sinna
nauðsynlegu eftirliti og endurmati
þeirra á hverjum tíma.
En er nokkur von til að það geti
orðið á meðan flokkshagsmunir,
klíkur og óstjórnlegur þorsti
óhæfra einstaklinga í völd (og sem
komast í þá aðstöðu að verma
valdastóla) einkenna stjórnkerfið.
Breytum kerfinu. Komum raun-
verulegu lýðræði á, þannig að völd
og ábyrgð verði tengd órjúfandi
böndum og að þingmenn og fram-
kvæmdavald leggi störf sín í dóm
fólksins á fjögurra ára fresti í
raun og veru. Lifandi lýðræði.
Kunna stjórnvöld til verka?
Eftir Magnús
Axelsson »Er ekki full ástæða
til að núverandi
stjórnvöld víki og störf
seta í ráðuneytum verði
auglýst laus til umsókn-
ar og ráða fólk með
reynslu af stjórnun?
Magnús Axelsson
Höfundur er fasteignasali
og matsmaður.
V i n n i n g a s k r á
49. útdráttur 8. apríl 2010
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur)
3 2 1 3 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 4 8 3 0 3 9 5 7 4 6 1 7 8 8 7 0 8 8 8
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
14341 32136 37298 47252 56122 66601
16005 34157 37883 55702 60049 67679
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
2 6 8 9 1 1 0 6 8 1 8 3 2 5 2 9 1 4 8 4 2 8 8 5 5 2 3 7 1 6 3 6 8 7 7 0 6 5 8
3 2 5 0 1 1 4 7 9 2 0 8 9 0 2 9 7 9 7 4 3 7 5 3 5 4 1 0 9 6 4 5 2 9 7 3 2 0 1
3 8 8 3 1 2 2 3 3 2 1 4 9 5 3 0 2 8 4 4 4 0 2 2 5 5 1 0 7 6 5 0 0 7 7 3 5 5 9
4 4 2 8 1 3 4 4 8 2 1 5 6 5 3 1 3 5 0 4 4 1 5 7 5 5 3 6 6 6 5 2 9 6 7 4 2 4 0
5 1 3 7 1 3 8 7 7 2 3 3 2 0 3 1 6 1 1 4 4 5 2 2 5 6 1 8 0 6 5 3 8 3 7 4 9 5 2
6 1 6 4 1 4 0 9 3 2 4 1 6 4 3 2 1 2 3 4 5 1 3 5 5 6 2 7 8 6 5 8 1 5 7 4 9 8 3
6 2 1 5 1 6 0 2 7 2 4 5 0 6 3 4 0 9 5 4 5 7 5 5 5 6 3 8 9 6 5 9 6 4 7 5 4 1 7
7 0 2 6 1 6 1 7 5 2 6 0 6 1 3 4 7 7 6 4 6 5 8 3 5 7 8 3 5 6 7 5 2 3 7 7 1 5 6
7 4 3 2 1 6 7 7 1 2 7 0 2 0 3 6 5 4 1 4 6 6 7 8 5 8 1 0 5 6 8 0 5 7 7 9 0 2 3
7 9 1 1 1 6 7 7 5 2 7 2 8 5 3 7 2 3 6 4 6 6 7 9 5 8 9 8 5 6 8 6 3 1
8 7 3 1 1 6 9 3 4 2 8 7 3 0 3 8 6 3 3 4 9 8 7 8 5 9 9 7 1 6 8 9 2 2
9 1 0 2 1 7 2 8 3 2 8 7 4 5 3 8 6 8 0 5 0 7 1 4 6 3 3 3 7 6 9 8 0 6
1 0 9 4 5 1 7 5 4 3 2 8 9 6 8 3 9 9 5 2 5 1 7 6 1 6 3 5 6 2 7 0 3 3 8
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 7 6 1 0 2 9 7 2 0 1 2 5 2 9 3 4 7 4 2 9 9 6 5 2 6 0 3 6 1 9 9 6 7 3 2 3 9
2 4 5 1 0 5 6 2 2 0 2 2 2 2 9 6 2 1 4 3 6 5 5 5 2 6 3 0 6 2 0 9 3 7 3 2 8 2
3 6 1 1 0 6 5 5 2 0 6 1 1 2 9 6 9 7 4 4 1 2 9 5 3 1 8 3 6 2 2 0 5 7 3 3 1 4
9 2 9 1 0 7 6 2 2 0 9 3 0 3 0 1 0 5 4 4 3 5 3 5 3 2 5 0 6 2 2 7 6 7 3 3 5 5
1 2 1 1 1 1 2 1 9 2 1 1 6 4 3 0 4 0 8 4 4 3 9 7 5 3 2 6 9 6 2 4 4 9 7 3 4 1 8
1 4 2 0 1 1 4 0 6 2 2 1 2 3 3 0 5 1 8 4 4 7 0 7 5 3 4 7 0 6 2 4 9 9 7 3 5 9 8
1 6 4 2 1 1 4 3 2 2 2 2 7 2 3 0 9 1 8 4 4 8 6 3 5 3 6 9 7 6 3 8 9 1 7 3 6 2 6
1 7 2 1 1 1 4 5 4 2 2 6 2 2 3 1 0 1 9 4 4 9 1 4 5 3 7 2 1 6 4 2 9 7 7 3 9 8 1
1 8 9 6 1 1 9 3 9 2 2 6 4 6 3 2 4 0 6 4 5 2 2 7 5 3 8 7 0 6 4 3 3 3 7 4 0 4 8
2 2 7 2 1 2 5 1 3 2 3 2 1 4 3 2 9 0 5 4 5 6 3 6 5 4 1 0 6 6 4 3 9 9 7 4 1 8 4
2 3 3 1 1 3 1 0 9 2 3 3 9 7 3 2 9 2 2 4 5 8 5 1 5 4 3 7 2 6 4 5 8 9 7 4 8 6 9
2 4 9 7 1 3 1 3 4 2 3 4 8 0 3 3 0 7 8 4 7 3 5 4 5 4 8 4 1 6 4 6 3 1 7 5 0 3 0
3 1 2 2 1 3 1 4 3 2 3 6 4 4 3 3 8 0 8 4 7 8 3 0 5 5 1 8 1 6 4 8 9 3 7 5 2 9 0
4 0 8 0 1 3 2 8 8 2 3 9 3 8 3 3 9 0 0 4 7 8 4 2 5 5 9 4 5 6 5 3 2 8 7 5 6 9 7
4 3 7 2 1 3 5 6 7 2 4 7 1 1 3 4 4 6 4 4 7 9 2 3 5 6 2 1 5 6 7 0 4 1 7 5 8 2 1
4 5 9 4 1 3 5 8 2 2 4 9 9 5 3 4 6 0 8 4 8 0 4 7 5 6 2 6 4 6 7 1 4 3 7 6 6 1 4
4 6 0 7 1 3 7 8 4 2 5 1 9 0 3 5 2 2 6 4 8 3 0 8 5 6 6 9 9 6 7 5 1 1 7 7 3 4 0
5 8 0 3 1 4 2 1 3 2 5 5 2 7 3 6 0 2 4 4 8 3 9 3 5 6 7 6 2 6 7 6 1 2 7 7 5 8 2
6 1 3 7 1 5 5 0 4 2 6 2 1 2 3 6 9 4 4 4 8 4 1 3 5 7 3 9 7 6 7 6 4 0 7 7 7 2 0
6 2 2 9 1 5 8 0 8 2 6 2 8 3 3 7 3 8 7 4 8 8 0 4 5 7 6 5 3 6 9 4 1 6 7 7 7 3 4
6 4 3 4 1 6 0 0 0 2 6 9 7 6 3 8 5 7 2 4 9 3 6 3 5 8 0 2 3 6 9 4 3 2 7 8 0 1 8
6 7 1 2 1 6 0 8 8 2 7 1 4 2 3 9 2 2 5 4 9 4 0 9 5 8 2 1 2 6 9 8 1 9 7 8 3 5 0
6 7 6 6 1 6 2 8 9 2 7 3 4 1 4 0 0 3 8 4 9 8 3 3 5 8 4 9 5 6 9 8 3 6 7 9 0 3 2
6 7 9 3 1 6 4 5 2 2 7 6 1 1 4 0 4 7 2 5 0 1 8 5 5 8 5 8 9 6 9 9 9 0 7 9 1 6 4
8 5 2 6 1 6 7 5 1 2 7 9 7 5 4 0 9 1 2 5 0 3 1 8 5 9 2 6 6 7 0 1 1 0 7 9 2 4 4
8 5 8 4 1 6 8 5 3 2 8 5 1 1 4 1 2 1 9 5 0 5 6 9 5 9 5 2 5 7 0 6 8 1 7 9 3 2 0
8 6 3 7 1 7 1 6 9 2 8 5 4 2 4 1 5 9 2 5 0 7 2 6 5 9 6 8 7 7 0 8 2 0
8 7 3 6 1 7 2 8 2 2 8 7 3 6 4 2 0 3 6 5 0 8 6 7 5 9 7 7 2 7 0 9 3 8
8 7 3 9 1 7 2 8 4 2 8 8 2 7 4 2 1 8 0 5 1 3 7 4 6 0 5 1 0 7 1 2 1 9
9 0 8 3 1 7 9 5 2 2 8 8 7 7 4 2 3 0 6 5 2 0 3 0 6 0 8 0 1 7 1 4 3 1
9 3 2 4 1 8 4 6 4 2 8 9 9 1 4 2 4 7 7 5 2 1 9 5 6 1 3 5 5 7 2 4 5 7
9 7 3 8 1 9 4 0 7 2 9 2 8 2 4 2 6 0 1 5 2 5 8 5 6 1 6 5 8 7 3 1 1 9
Næstu útdrættir fara fram 15. apríl, 21. apríl & 29. apríl 2010
Heimasíða á Interneti: www.das.