Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 23
Stína mín, ég mun sakna þín, þinn-
ar hlýju og góðmennsku.
Halldór Bragason.
Það fyrsta sem mér dettur í hug
þegar ég hugsa um ömmu er faðm-
lagið hennar, það var engu líkt. Hún
knúsaði og kyssti mann svo innilega
að það sagði allt um hversu mikið
henni þótti vænt um mann. Strax eft-
ir að hún var farin þá fór ég einmitt að
hugsa um þetta: mun ég þá aldrei
geta faðmað hana aftur?
Ég þreif hjá ömmu reglulega og
gerði ýmislegt eins og að skreyta fyr-
ir jólin eftir að við fluttum heim til Ís-
lands frá Danmörku 2004. Í þessi
skipti settist ég alltaf með ömmu og
spjallaði um heima og geima og oft
endaði það þannig að ég eyddi hálfum
deginum heima hjá ömmu því við
höfðum svo rosalega mikið að tala
um. Það var einstaklega gaman að
spjalla við hana ömmu, hún hélt ávallt
með mér ef ég trúði henni fyrir ein-
hverju.
Einn af einstökum kostum sem
amma bar var hennar einstaki hæfi-
leiki til að hrósa, hún gerði í því að
hrósa flottum fötum eða einfaldlega
segja manni hversu mikill snillingur
maður væri í hinu og þessu. Þetta er
hæfileiki sem mér finnst ekki algeng-
ur í íslensku samfélagi í dag og ég fer
strax að hugsa hvort maður hafi verið
nógu duglegur að hrósa henni fyrir
góða kaffifrómasinn eða segja henni
hversu mikið maður mat hana eins og
hún gerði með sínu sterka faðmlagi.
Amma mín, ég mun sakna þín sárt,
en ég veit að þú ert á betri stað núna
og núna þarftu ekki að þjást lengur,
við getum öll huggað okkur við það.
Afi sagði daginn sem þú fórst að núna
ætti hann bara eina Kristínu Hall-
dórsdóttur eftir, en það verður nú
skrýtið að hafa þig ekki lengur til að
leita til.
Þitt barnabarn,
Kristín Elísabet Halldórsdóttir.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
hafði ekki mikið sofið, en hann var
alltaf með þeim allra síðustu að fara í
háttinn enda ekki takandi í mál ann-
að en að standa vaktina til enda.
Það er mitt lán að hafa fengið að
vera samferða Villa í þessi rúm 30 ár
og fengið að kynnast Villa mjög vel,
deila með honum í gleði og erfiðleik-
um, trúa honum fyrir mínum vanda-
málum og hann mér fyrir sínum og
rökræða hin ýmsu þjóðfélagsmál,
ferðast á erlendri grundu þar sem
við báðir nutum okkar sérlega vel og
áttum einstaklega góða tíma saman
sem ekki hægt er að rekja hér, en
þær ferðir hefðu ekki verið þær
sömu án hans. Við áttum saman
skemmtilegt áhugamál en það var að
kveðast á, iðkuðum það ekki oft en
við ákveðnar aðstæður og þá var
Arnar sonur hans ávallt með okkur
og skemmti sér konunglega.
Eftir að Villi greindist með
krabbamein ákváðum við að fara
saman í göngutúra á hverjum þriðju-
degi, á þeim göngutúrum áttum við
margar góðar stundir saman. Þar
ræddum við saman um okkar góðu
tíma, vandamál þjóðar okkar, plönin
okkar um framtíðina, það sem við
ættum eftir að gera og var þar sér-
staklega rætt um hjólhýsið hans og
Báru og sumarbústaðinn okkar
Svönu. Eitt var það sem við komum
okkur saman um að gera ekki í þess-
um göngutúrum og það var að ræða
mikið um það mein sem hann hrjáði,
Villa fannst það nefnilega gott að
vera ekki alltaf spurður um hvernig
heilsan væri, og ég skildi það vel,
„maður þarf að fá að ræða eitthvað
uppbyggilegra,“ sagði hann.
Villi minn, ég kveð þig með þess-
um orðum:
Ég gleymi ei við góðra vina skál
mér gaman þótti að dvelja með þér
stund
og eins var gott ef angur mæddi sál
að eiga tryggan vin með kærleikslund.
(Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti)
Elsku Bára mín og fjölskylda,
megi góður guð vera með ykkur og
styrkja. Blessuð sé minning Villa.
Kærar kveðjur.
Guðbjartur Kr. Greipsson
og fjölskylda.
✝ Ingvar EinarBjarnason fæddist
2. mars 1922 í Reykja-
vík. Hann lést aðfara-
nótt föstudagsins
langa sl., 2. apríl.
Ingvar var sonur
Bjarna Nikulássonar
vélstjóra og Þórunnar
Ingibjargar Páls-
dóttur húsmóður.
Systkini Ingvars voru
Ragna, f. 1918, hún
lést aðeins eins og
hálfs árs, Guðríður
Ragnheiður, f. 1924,
hún lést árið 2006, Ragnheiður, f.
1929, hún lést árið 1991, og Guð-
mundur Þórarinn, f. 1933, hann lést
árið 1999. Eina eftirlifandi systkini
Ingvars er Páll, en hann fæddist
1926.
Ingvar kvæntist í október 1944
Ingibjörgu Erlu Egilsdóttur, þau
skildu. Ingvar og Ingibjörg Erla
eignuðust saman börnin 1) Bjarna
Þór, f. 1946, hann lést aðeins tveggja
ára. 2) Sigrún, f. 1949, maki hennar
er Bjarni Bjarnason. 3) Guðjón, f.
1950. 4) Þórunn Ingibjörg, f. 1954,
maki hennar er Eðvald Sigurðsson.
Barnabörnin eru orðin 11 og barna-
barnabörnin 12.
Árið 1984 kvæntist Ingvar eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Valgerði
Jóndísi Guðjónsdóttur.
Ingvar ólst upp í Reykjavík en
dvaldi á veturna austur í Holti og
lauk þar barnaskóla-
prófi en þar var sr. Jón
Guðjónsson í Holti
undir Eyjafjöllum. Og
þegar í Iðnskólann var
komið þá þurfti hann
ekki að hafa mikið fyr-
ir náminu svo vel hafði
sr. Jón kennt honum
og bjó hann lengi að
þeim lærdómi. Ingvar
hóf prentnám í prent-
smiðju Jóns Helgason-
ar 1938 og lauk prófi í
Víkingsprenti í ágúst
1943. Ingvar vann við
prentun í Víkingsprenti þar til í októ-
ber 1944. Þá flutti hann til Akureyr-
ar og starfaði þar við prentiðnina í
eitt og hálft ár. 1948 stofnaði Ingvar
Þórsprent í Reykavík og flutti með
það til Neskaupstaðar 1952 og stofn-
aði þá Nesprent, var þar við prent-
störf og sjósókn til 1957. Á Neskaup-
stað stofnaði Ingvar lúðrasveit en
þar kenndi hann einnig ungum tón-
listarmönnum. Ingvari var tónlistin í
blóð borin og spilaði hann á trompet,
en þar naut hann tilsagnar Karls O.
Runólfssonar. Ingvar spilaði einnig á
önnur hljóðfæri, t.a.m. á lúður og
sög. Í Reykjavík spilaði hann í Lúðra-
sveitinni Svani og Lúðrasveit verka-
lýðsins. 1957 flutti Ingvar til Reykja-
víkur og starfaði þar við prentiðnina.
Útför Ingvars Einars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. apríl, og
hefst athöfnin kl. 15.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stefánsson)
Það eru um það bil sextán ár síðan
ég kynntist honum Ingvari. Ég hafði
þá skömmu áður farið að rugla reyt-
um saman við Einar, son Valgerðar.
Strax í upphafi þessara kynna tókst
með okkur sérstök vinátta sem ekki
bar skugga á og ég vil nú að leið-
arlokum þakka hjartanlega fyrir.
Þegar ég kem nú í Fannborgina
sakna ég þess að heyra ekki kallað
innan úr stofu „hæ skutla“. Og ef
Manchester United hafði tapað leik
var Einari jafnan heilsað með þess-
um orðum: „Jæja Ninni minn, eigum
við nokkuð að tala um fótbolta
núna?“ Eins voru stundum æði
snarpar umræður um pólitík og varð
nú stundum að biðja þá aðeins að róa
sig því ekki voru þeir sammála um þá
hluti frekar en fótboltann, allt í góðu
þó. Veit ég að Einar á eftir að sakna
þessara heimsókna ekki síður en ég.
Ingvar var sannarlega tilbúinn í
ferðalagið langa enda búinn að skila
sínu og ríflega það.
Aðstandendum öllum votta ég
dýpstu samúð.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Guðrún Kristinsdóttir (Gunný).
Ingvar Einar
Bjarnason
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hvíl í friði.
Erla og Unnur Katrín.
✝
Elsku hjartans dóttir okkar, systir og barnabarn,
ALEXÍA BARTOLOZZI,
Túngötu 11,
Álftanesi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 6. apríl.
Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárbyggð
þriðjudaginn 13. apríl kl. 14.00.
Ragnheiður Sverrirsdóttir, Luigi Bartolozzi,
Sverrir Bartolozzi,
Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Michele Bartolozzi, Franca Di Marco.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSLAUG ARNAR,
Hjallavegi 7,
Reykjanesbæ,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 5. apríl.
Útför hennar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 13. apríl kl. 14.00.
Sigurbjörg Ó. Stefánsdóttir, Vilberg Eiríksson,
Guðbjartur J. Sævarsson, Heiðrún B. Sigmarsdóttir,
Áslaug Eyrún Guðbjartsdóttir,Aron Ingi Vilbergsson,
Birkir Freyr Guðbjartsson, Arnar Gauti Vilbergsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Sambýliskona mín fyrrverandi, elskuleg dóttir,
systir, mágkona og frænka,
KRISTÍN RÓSA STEINGRÍMSDÓTTIR
frá Torfastöðum 1,
Kleppsvegi 108,
lést af slysförum þriðjudaginn 6. apríl.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
björgunarsveitirnar.
Magnús Ingi Guðmundsson,
Steingrímur Gíslason,
Jensína S. Steingrímsdóttir, Ægir Hilmarsson,
A. Jóna Steingrímsdóttir, Björn Magnússon,
Árný V. Steingrímsdóttir, Friðgeir Jónsson,
Gísli Steingrímsson, Ragnheiður Sigmarsdóttir,
Birgir Árdal Gíslason, Magrét Jónsdóttir,
Sigurður Þór Steingrímsson, Guðbjörg Bergsveinsdóttir,
Bergur G. Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRDÍS GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Dídí,
Reykjamörk 2b,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
5. apríl.
Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
10. apríl kl. 13.00.
Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Davíð Jóhannesson,
Sólveig Bjarnþórsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Valdís Bjarnþórsdóttir, Þormóður Ólafsson,
Jón Ingi Bjarnþórsson,
Bjarnþór Bjarnþórsson, Jóna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
INGUNN INGVARSDÓTTIR,
Tjarnarkoti,
Vestur-Húnavatnssýslu,
áður Arnarhrauni 15,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 22. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Jóhannsdóttir, Ásgeir Haraldsson,
Ingunn Hallgrímsdóttir,
Úrsúla Linda Margeirsdóttir, Michael Bragi Whalley,
Þorsteinn Margeirsson,
Jóhann Ingi Margiersson
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÁLL JANUS ÞÓRÐARSON,
Hlíf II, Torfnesi,
Ísafirði,
lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
á Ísafirði fimmtudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
10. apríl kl. 14.00.
Sigrún Þorleifsdóttir,
Þorleifur Pálsson, Guðlaug Stefánsdóttir,
Þórður Pálsson, Sveinfríður Högnadóttir,
Hilmar Pálsson, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir,
Sigrún Pálsdóttir, Jón Þorleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda
í gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins. Smellt á reitinn
Senda inn efni á forsíðu mbl.is
og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar