Morgunblaðið - 09.04.2010, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
✝ Guðmundur ÁrniBjarnason var
fæddur í Reykjavík
27. júlí 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
þann 31. mars sl. eftir
skamma legu. Móðir
Guðmundar var Jón-
ína Árnadóttir, f. að
Áshóli í Ásahreppi 6.
maí 1908, d. 16. sept
1998. Sambýlismaður
hennar mörg hin síð-
ustu ár var Bjarni
Bjarnason, f. 5. apríl
1912 að Vatnsenda í Skorradal, d.
14. sept 2009. Faðir Guðmundar
var Bjarni Guðmundsson, f. 7.
sept. 1906 að Auðsholti í Ölfusi, d.
25. okt 1999. Guðmundur átti eina
hálfsystur sammæðra, Eyrúnu
Jónu Axelsdóttur, f. 1937, d. 1994.
Hálfsystkini hans samfeðra eru
níu talsins.
Þann 13. desember 1958 gekk
Guðmundur að eiga Gyðu Þor-
steinsdóttur, f. 2. apríl 1942, d. 28.
júlí 2000. foreldrar hennar eru
Guðríður Guðbrandsdóttir, f. 23.
maí 1906, og Þorsteinn Jóhanns-
son, f. 19. maí 1907, d. 23. júlí
1985. Þeim Guðmundi og Gyðu
varð þriggja barna auðið. Þau eru:
aldurs, en síðustu ár þess tímabils
var hún ráðskona hjá Gísla Frí-
mannssyni að Hamraendum á
Mýrum. Þegar Jónína hvarf á
braut þaðan til annarra starfa,
ákvað Guðmundur að vera áfram
hjá Gísla, sem hann kallaði æ síð-
an fóstra sinn. Þegar Gísli brá búi
og fluttist til Reykjavíkur nokkr-
um árum síðar, var Guðmundur í
fylgd með honum og héldu þeir
heimili saman þar til Guðmundur
hóf búskap með Gyðu. Fyrstu 10
til 11 árin í Reykjavík starfaði
Guðmundur hjá Lýsi hf. og síðan
Sælgætisgerðinni Nóa hf. Árið
1967 kom hann sér upp sendibíl og
starfaði eftir það við sendibíla-
akstur hjá Nýju sendibílastöðinni
allt til ársins 1990, mestan hluta
þess tíma að verkefnum fyrir
Sölufélag garðyrkjumanna. Árin
1990 til 2001 starfaði Guðmundur
við afgreiðslustörf hjá Skeljungi
hf. Hann tók alla tíð virkan þátt í
starfsemi Breiðfirðingafélagsins.
Fyrstu árin stóð heimili Guð-
mundar og Gyðu í Reykjavík, en
árið 1962 fluttu þau í Kópavog,
þar sem þau bjuggu lengst af á
Nýbýlavegi 21, síðar Grenigrund
6. Allra síðast var heimili þeirra í
Hafnarfirði. Fyrir um 20 árum
reistu þau sér sumarhús við Gísl-
holtsvatn í Holtum. Þessi staður
var þeim báðum afar kær og þar
áttu þau margar yndisstundir með
fjölskyldu sinni.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag, 9. apríl
2010, og hefst athöfnin kl. 11.
1) Þorsteinn Guð-
mundsson, f. 30. júní
1959, sambýliskona
hans er Björg Sig-
urðardóttir, f. 5.
febr. 1965. 2) Júlíana
Ósk Guðmunds-
dóttir, f. 4. des. 1966.
Eiginmaður hennar
er Ólafur Björn
Heimisson, f. 2. sept
1961, og eru börn
þeirra a) Heimir
Bergmann Ólafsson,
f. 5. febr 2002, og b)
Gyða Ósk Ólafs-
dóttir, f. 28. júlí 2003. Fyrrverandi
eiginmaður Júlíönu er Hannes Sig-
urður Guðmundsson og eru synir
þeirra a) Sindri Þór Hannesson, f.
16. mars 1995, og b) Atli Freyr
Hannesson, f. 8. sept 1997. Dætur
Ólafs af fyrri sambúð eru tvíbur-
arnir Sólveig og Salbjörg, f. 1.
ágúst 1985. 3) Guðmunda Gyða
Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1976.
Eiginmaður hennar er Gylfi Berg-
mann Heimisson, f. 8. maí 1975, og
eru börn þeirra a) Dóróthea Gylfa-
dóttir, f. 11. sept 1998, og b) Darri
Bergmann Gylfason, f. 29. apríl
2001.
Guðmundur var með móður
sinni í ýmsum vistum til 15 ára
Elsku pabbi, kallið er komið.
Læddist aftan að okkur og veitti
þungt högg. Það er erfitt að kyngja
því að þú sért farinn þar sem þú
varst allaf svo hress. Það eru margar
minningar sem hrannast upp. Þú
vannst mikið þegar við systkinin vor-
um lítil en gafst þér samt alltaf tíma
fyrir okkur á kvöldin eftir að þú
komst heim og last sögur fyrir okkur
fyrir svefninn. Sterk er sú minning
þegar þú settist niður fyrir framan
sjónvarpið og ég tyllti mér á sófabak-
ið fyrir aftan þig með hárgreiðu og
æfði mig í alls konar túberingum og
hárgreiðslu á þér. Þetta lést þú yfir
þig ganga og síðar tók Guðmunda
systir við. Þú hefur nú oft skotið því
að okkur systrum í góðu að það sé nú
á okkar ábyrgð hversu fljótt þú
misstir hárið. Oft fékk ég að vera
með þér í sendiferðabílnum þegar þú
varst að keyra út grænmetið. Fékk
ég að hjálpa þér að bera inn í búð-
irnar. Man að stundum fannst mér
nóg um móttökurnar sem þú fékkst í
búðunum og kom heim einn daginn
og tilkynnti mömmu það að þú kysst-
ir allar kerlingarnar í búðunum. Þá
hlýddir þú mér yfir lærdóminn fyrir
próf. Alltaf gat ég leitað til ykkar
mömmu. Þegar ég átti Sindra minn
þá tókst þú að þér að passa hann 3
mánaða gamlan þegar ég fór að
vinna, þar sem þú varst í veikindafríi
eftir mjaðmaaðgerð. Seinna flutti ég
heim til ykkar mömmu með drengina
mína tvo og síðan í næsta hús við
ykkur. Eftir að mamma veiktist
keyptum við saman hús í Hafnarfirði
og þar hefur þú búið niðri hjá okkur
síðustu 10 árin og verið einn af fjöl-
skyldunni okkar. Alltaf var afi teikn-
aður með þegar börnin áttu að teikna
fjölskyldu sína. Þú hjálpaðir okkur
með barnahópinn. Passaðir Heimi og
Gyðu þegar þau voru lítil og við
Bjössi vorum að vinna þangað til þau
komust á leikskóla og alltaf varstu
tilbúinn að skjótast og ná í þau. Þá
nutu krakkarnir góðs af því að þú
varst oftast heima þegar þau komu
úr skólanum eða komst heim rétt á
eftir þeim. Og oft sóttir þú þau í skól-
ann. Ég gat skotist út án þess að
þurfa að taka þau með mér og gat
komið við í búð á leið heim úr vinnu
vitandi að þú værir heima og til taks
ef eitthvað kæmi upp á. Þú gekkst í
heimilisverkin, hengdir út á snúru ef
ég setti í þvottavél á morgnana og oft
varstu búinn að taka hann niður og
brjóta saman þegar ég kom heim.
Fastur liður var að þú hitaðir kaffi
handa þér og Bjössa. Þið náðuð vel
saman og aðstoðuðuð hvor annan. Til
dæmis lögðuð þið parketið hjá okk-
ur. Saman dúkalögðuð þið eldhúsin á
báðum hæðum, settuð upp kofa hér í
garðinum og fyrir austan. En það
sem ég er stoltust af er pallasmíðin
ykkar hérna í kringum húsið.
Elsku pabbi, ég vona að þú hafir
vitað hvað ég mat það mikils að hafa
þig hér hjá okkur og alla aðstoðina
sem þú veittir okkur. Barnabörnin
sætta sig ekki alveg við það að afi
komi ekki heim aftur. Það er stórt
skarð komið í okkar daglega líf sem
þarf að skipuleggja upp á nýtt. Það
sem þótti lítið mál er stórt mál í dag
því þig vantar. Elsku pabbi, við sökn-
um þín sárt og hafðu hjartans þökk
fyrir allt.
Þín dóttir,
Júlíana Ósk.
Elsku afi, við söknum þín sárt og
spyrjum oft af hverju þú þurftir að
deyja. Þú hugsaðir svo vel um okk-
ur. Þegar þú fórst á spítalann hafðir
þú áhyggjur af því hvort mamma
vissi ekki örugglega um páskaeggin
sem þú varst búinn að kaupa handa
okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur og tilbúinn að snúast með
okkur og sækja okkur í skólann. En
núna ertu farinn til ömmu.
Elsku afi, við elskum þig. Þín
barnabörn,
Sindri Þór, Atli Freyr,
Heimir Bergmann
og Gyða Ósk.
Vinátta okkar Guðmundar stóð í
meira en hálfa öld og á hana féll
aldrei skuggi. Hann gekk að eiga
fóstursystur mína, Gyðu Þorsteins-
dóttur, í desember 1958 og bjuggu
þau saman í farsælu hjónabandi þar
til í júlí árið 2000, þegar hún var
burt kölluð eftir hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Guðmundur og
Gyða voru mjög samhent í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur. Þau
komu sér upp fallegu heimili, fyrst í
Reykjavík, síðan í Kópavogi en loks
í Hafnarfirði. Minnisstæðast er
okkur Ingu heimili þeirra við Ný-
býlaveg, þar sem við nutum gest-
risni þeirra í mörgum fjölskyldu-
boðum. Þá er ótalið sumarhús
þeirra við Gíslholtsvatn í Holtum
þar sem þau áttu margar yndis-
stundir með börnum sínum. Eftir
störf hjá ýmsum fyrirtækjum á höf-
uðborgarsvæðinu kom Guðmundur
sér upp traustri sendiferðabifreið
og má segja að sendibílaakstur hafi
orðið ævistarf hans. Á þessum vett-
vangi naut meðfæddur dugnaður
hans sín vel og varð lykillinn að
góðri afkomu. Guðmundur hélt alla
tíð uppi kærleiksríku sambandi við
tengdaforeldra sína, Guðríði Guð-
brandsdóttur og Þorstein Jóhanns-
son. Minnisstæð er umhyggja Guð-
mundar fyrir tengdaföður sínum,
þegar hann lá banaleguna fyrir tutt-
ugu og fimm árum. Fram á síðasta
dag hélt Guðmundur uppi traustu
sambandi við Guðríði og var henni
innan handar á ýmsa vegu. Hún er
nú á 104. aldursári og við dágóða
heilsu. Á kveðjustund er margt að
þakka og margs að minnast. Við
þökkum Guðmundi fyrir samfylgd-
ina og biðjum honum blessunar
Guðs. Börnum hans og fjölskyldum
þeirra og Guðríði tengdamóður
hans sendum við Inga innilegar
samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu
ræður styðja þau öll og styrkja á
þessum erfiðu tímamótum.
Sigurður Markússon.
Guðmundur Árni
Bjarnason
✝ Helga BjörgJónsdóttir fædd-
ist á Þorvaldsstöðum
í Breiðdal 10. nóv-
ember 1920. Hún
lést á sjúkradeild
sjúkrahússins á Eg-
ilsstöðum 1. apríl
2010.
Foreldrar Helgu
Bjargar voru Guðný
Jónasdóttir. f. 30.
október 1891, d. 7.
janúar 1956, og Jón
Björgúlfsson, f. 5.
mars 1881, d. 10 maí
1960. Helga Björg fór tveggja ára
í fóstur til fósturforeldra móður
sinnar, Árna Björns og Bjargar, í
Dísastaðaseli og dvaldi þar til 10
ára aldurs.
Fyrri eiginmaður Helgu Bjarg-
ar var Valgeir Eiríksson, sjómað-
ur, f. 1. mars 1924, d. 20. október
1973. Þau eignuðust sjö börn en
fjögur af þeim komust á legg.
Þau eru Margrét Jenný, f. 20. júní
1946, d. 17. október 2002, Guðjón
Smári, f. 27. apríl 1950, Val-
gerður Heba, f. 28. mars 1953,
Ólafur Björgvin, f. 20. janúar
1955. Í dag eru
barnabörnin 13,
barnabarnabörnin 23
og eitt barnabarna-
barnabarn. Síðari
eiginmaður Helgu
Bjargar var Þorfinn-
ur Jóhannsson, f. 11.
ágúst 1900, d. 29.
apríl 1981, bóndi og
oddviti, Geithellum 2
í Álftafirði,
S-Múlasýslu.
Eftir venjubundið
forskólanám lá leið
hennar í Alþýðuskól-
ann á Eiðum haustið 1938 og lauk
hún þaðan prófi 1940 og vornám-
skeiði í húsmæðraskólanum á
Hallormsstað 1941. Helga Björg
lagði auk húsmóðurstarfa gjörva
hönd á margt á langri starfsævi,
lengst af norðan heiða á Akureyri
þar sem hún vann m.a. í mörg ár
við saumaskap á saumastofunni
Heklu.
Helga Björg var síðast til heim-
ilis í Miðvangi 22, Egilsstöðum.
Útför Helgu Bjargar fer fram í
Garðakirkju í dag, 9. apríl 2010,
og hefst athöfnin kl. 11.
Það var mikil ró, sátt og friður sem
lýsti svo fallega ásjón elskulegrar
móður minnar þegar hún kvaddi
þetta jarðneska líf. Ég verð forsjánni
ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið
að vera hjá henni þar til yfir lauk.
Móður minni á ég allt að þakka og það
er með miklli lotningu og söknuði sem
ég mun ávallt minnast hennar,
sterku, fallegu og vel gefnu konunnar
sem í mínum huga gerði og gat allt.
Móðir mín var stolt kona, stolt af landi
og þjóð, uppruna sínum, sveitinni
sinni og arfleifð. Hún hafði stórt
hjarta, hlýja hönd og öruggan faðm.
Móðir mín lagði hart að sér við upp-
eldi okkar systkinanna, hún var vakin
og sofin yfir velferð okkar og hlífði sér
á engan hátt. Hún kenndi okkur börn-
unum sínum að vera orðheldin, heið-
arleg, ábyrg og umfram allt góðar
manneskjur, eftirleikurinn var síðan
okkar. Ég ætla að kveðja hana móður
mína að sinni með þessum fallegu orð-
um sem skáldið frá Fagraskógi orti í
minningu móður sinnar og gera þau
orð að mínum til minningar um móð-
ur mína.
Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þínum,
og stjarna hver, er lýsir þína leið,
er lítill gneisti, er hrökk af strengjum
mínum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund frá liðnum árum,
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér
og þú skalt vera mín – í söng og tárum.
(Davíð Stefánsson)
Elsku mamma mín takk fyrir allt
og allt.
Þín dóttir,
Valgerður (Vala Heba).
Löngum og oft ströngum æviferli
er lokið. Móðir sem fórnaði kröftum
sínum til að sjá börnum sínum far-
borða hefur kvatt.
Þegar ég horfi til baka er mér hulin
ráðgáta hvernig Helgu entist sólar-
hringurinn til þeirra hluta sem hún
kom í verk. Árum saman meðan börn-
in uxu úr grasi vann hún á saumastofu
í verksmiðju á Akureyri, oft nætur-
vinnu. Einnig á sjúkrahúsi Akureyr-
ar, síðan biðu hennar börnin og heim-
ili, oft hefur hvíldin ekki verið löng
með fjögur börn á ýmsum aldri og í
skóla. Auk annars saumaði hún og
prjónaði allan fatnað á sig og börnin.
Gömul föt öðluðust nýtt líf sem barna-
föt í höndum Helgu, útprjónuðu peys-
urnar vöktu athygli á götum Akur-
eyrar, en þar átti Helga heima þegar
börnin uxu úr grasi. Hún fékkst einn-
ig við gerð minjagripa fyrir verslanir
á Akureyri. Helga var bókhneigð og
prýðilega ritfær í bundnu og óbundnu
máli og eftir hana liggja ritsmíðar og
ljóð. Eina ljóðabók gaf hún út sem
heitir För. Helga hafði hug á frekara
námi eftir veru sína á Eiðaskóla en ör-
lög ráða og kynnist hún ungum og
glæsilegum manni, Valgeiri Eiríks-
syni frá Fáskrúðsfirði. Þau giftust og
hófu búskap í Breiðdal en þar kom að
þau settust að á Akureyri og bjuggu
þau þar meðan sambúðin stóð. Eftir
að leiðir skildi flutti Helga til Reykja-
víkur og vann ýmis störf. Helga og
Valgeir eignuðust sjö börn en fjögur
komust upp. Það var mikil gleði þegar
Margrét Jenný fæddist, sú fyrsta af
börnunum sem lifðu, og reyndist
móður sinni stoð og stytta í umönnum
systkina sinna. En einnig mátti þessi
móðir sjá á bak henni langt fyrir aldur
fram úr þungbærum sjúkdómi sem
dró hana til dauða hægt og hægt, það
var henni þung raun.
Helga Björg réðst sem ráðskona að
Geithellum í Álftafirði til Þorfinns
bónda og þau gengu síðar í hjóna-
band. Þarna fann Helga öryggi og
skjól, enda maðurinn valmenni og
reyndist henni og börnunum af-
bragðsvel. Síðustu árin eftir andlát
Þorfinns bjó Helga á Miðvangi í íbúð
fyrir aldraða sem hún keypti þar. Þar
var hún uns kraftana þraut og hún
dvaldi að síðustu á sjúkrahúsi á Egils-
stöðum.
Að síðustu er hér vísa eftir Helgu
úr ljóðabókinni För:
Ég legg á koddann lúin kona,
ljúfum blundi ætla að ná.
Að dýrðlega mig dreymi vona,
Drottinn viltu um mig sjá.
Með þökk fyrir allt sem þú varst
mér systir. Með samúðarkveðju,
Þórey Jónsdóttir.
Elsku amma og langamma. Okkur
systurnar og langömmustelpuna þína
langar til að kveðja þig með fallegu
ljóði eftir þig sjálfa.
Sem lítil börn, við lutum æðri vilja.
Þó leiðir flestar þekkjum gegn um skóginn.
Vitum eitt, að verðum öll að skilja.
Þá voldug dauðans hönd er lögð á plóginn.
Æ hver ert þú, hinn huldi dauðans kraftur?
Þú hjúpar allt með dimmri rökkurskýlu.
Við skiljum ei – en guð allt gefur aftur
er göngum vér í hinsta sinn til hvílu.
Og vel sé þeim er vini sína kveðja
með von og trú á bjarta endurfundi.
Þeim veitt er þrek þá veiku að styrkja og
gleðja
og vekja trú er annars deyja mundi.
(Helga Björg Jónsdóttir
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal)
Elsku amma og langamma, í okkar
augum varst þú alltaf merkileg kona
sem ávallt fór ótroðnar slóðir. Það var
sannarlega engin amma eins og þú.
Þín verður sárt saknað. Ástarkveðja,
Hildur Rós, Heba Björg
og Birta.
Helga Björg
Jónsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN BJARNASON,
Miðtúni 16,
Tálknafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 1. apríl.
Útför verður frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn
10. apríl kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess.
Ása Jónsdóttir,
Viðar Jónsson,
Kristrún Jónsdóttir, Gunnlaugur Björn Jónsson,
Ólafur Jónsson,
Jón Ingi Jónsson, Gerður Rán Freysdóttir,
Bjarni Jónsson, Bjarnveig Guðbrandsdóttir,
Hugi Jónsson, Ýr Árnadóttir Poulsen,
barnabörn og barnabarnabörn.