Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 27
ínu svona vel. Við erum líka þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur. Nú er hins vegar komið að kveðju- stund og við þökkum af alhug allar samverustundir með henni, þá fyrir- mynd sem hún var okkur og síðast en ekki síst allar þær fyrirbænir sem hún veitti okkur. Það verður öðruvísi að koma á Egg og hitta hvorki afa né ömmu þar. Við munum halda áfram að segja börnunum okkar frá lang- ömmu Jónínu og halda minningu hennar á lofti. Blessuð sé minning ömmu Jónínu. Brynhildur, Brynjólfur, Sigur- borg og Sigríður Bjarnabörn. Okkur systurnar langar að minnast þín, elsku amma, í nokkrum orðum. Við eigum margar ljúfar og góðar minningar sem við getum leitað í þeg- ar við hugsum til þín. Við nutum þeirra forréttinda að fá að alast upp í sveitinni með þér og afa. Þegar við vorum litlar kenndir þú okkur ótal margt. Þú sagðir okkur sögur og æv- intýri og kenndir okkur þulur og vísur sem við munum búa að alla ævi og kenna okkar börnum. Tónlistin og orgelið þitt skipaði stóran sess í lífi þínu. Þú hafðir yndi af söng og spilaðir svo fallega á orgelið alveg fram á síðasta dag. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum með þér við orgelið, þú að spila og við að syngja. Einnig var svo gaman þegar þú komst til okkar í barnaskólann þar sem þú kenndir söng, þá tókum við alltaf fagnandi á móti þér. Þú varst mjög trúuð kona alla tíð og einkenndi það okkar uppeldi. Við munum vel eftir þér sitjandi í græna stólnum í herberginu þínu að hlusta á útvarps- messuna á sunnudögum, þá þótti þér vænt um að hafa okkur hjá þér og syngja með þér sálmana. Við minnumst þess svo vel þegar okkur líkaði ekki maturinn hjá mömmu, þá fórum við fram til þín og vonuðumst eftir betri mat hjá þér og áttir þú alltaf eitthvað gott handa okkur. Við minnumst sérstaklega hvað þú gerðir góðan grjónagraut. Þá borðuðu allir hjá þér. Þú hafðir unun af að fá gesti í heimsókn og gerðir þá gjarnan þitt góða súkkulaði og alltaf var til gott bakkelsi með. Við erum óendanlega þakklátar fyrir að hafa haft þig þetta lengi hjá okkur. Þú varst alla tíð hress og heilsugóð. Við gátum alltaf leitað til þín sem börn og líka eftir að við urð- um fullorðnar. Eftir að við fluttum að heiman þá héldum við áfram góðu sambandi við ykkur afa. Við komum flestar helgar í sveitina með börnin okkar og tókuð þið ávallt vel á móti okkur og voruð innilega glöð að sjá okkur. Okkur þykir vænt um hvað börnin okkar fengu að kynnast þér vel, þau elskuðu þig og þú sýndir þeim alltaf mikla umhyggju, ástúð og varst þeim svo góð. Þú ljómaðir af gleði þegar við kom- um að heimsækja þig þessa fimm síð- ustu mánuði ævi þinnar sem þú dvald- ir á dvalarheimilinu. Daginn áður en þú veiktist þá komum við til þín, þú varst svo hress og fórst að kenna Berglindi vísuna um Finnu sem veiddi fiðrildið. Við erum þakklátar fyrir að hafa getað verið hjá þér og haldið í höndina þína þegar þú kvadd- ir þetta jarðneska líf þó að það hafi verið mjög erfitt. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Þín verður sárt saknað en við varðveitum í hjarta okkar allar dásamlegu minningarnar um þig. Við þökkum þér fyrir allan tímann sem við áttum saman, hann er okkur ógleymanlegur. Við viljum kveðja þig með sálminum sem þú hélst mikið upp á alla tíð. Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sál um himingeim. Þýtt á vængjum söngsins svífur, sálin glöð í friðarheim. Lofið Drottin, lofið Drottin, lofið Drottin, amen. Þýtt á vængjum söngsins svífur, sálin glöð í friðarheim. Hvíldu í friði, Guð geymi þig. Valbjörg og Halldóra (Abba og Dóra). Elsku langamma mín. Þú varst alltaf svo góð við okkur barnabarnabörnin þegar við komum í sveitina. Þú gafst okkur alltaf kandís. Ég man þegar ég var lítil og var í sveitinni hjá ömmu og afa, þegar við komum inn úr fjósinu á morgnana fórum við alltaf til þín og fengum kaffi og kandís. Ég man að þú gafst mér alltaf smá kaffi og fullt af kandís. Elsku langamma, ég mun aldrei gleyma þér og varðveiti allar fallegu, skemmtilegu og góðu minningarnar um þig. Ég sakna þín og vona að þér líði vel þarna uppi. Kannski sitjið þið langafi einhvers staðar á fallegum stað og drekkið kaffi og fáið ykkur einn kandísmola. Ég mun alltaf elska þig og hugsa um þig hvern dag. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri og skemmtilegri langömmu en þig og hvað ég fékk að hafa þig lengi og kynnast þér vel. Þitt langömmubarn, María Ósk Sigurðardóttir. Elsku langamma okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar. Hvíl þú í friði. Þín langömmubörn, María Ósk, Telma Björk, Pálmar Ingi, Berglind Björg, Bjarki Freyr, Brynjar Snær, Alexander Franz, Sunneva Dís og Bjartmar Dagur.  Fleiri minningargreinar um Jón- ínu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri -Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is Leó, s. 897- 5300. Atvinnuhúsnæði Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma: 894-0431. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Bókhald Bókhald, ráðgjöf, skattaskil Bókhald, launavinnslur, VSK uppgjör, innheimta og greiðsla reikninga. Getum bætt við okkur verkefnum. Fagleg og vönduð vinnubrögð. TEMP ehf., Bæjarlind 14-16, S. 555 3311, www.temp.is - temp@temp.is Skattframtal Fjármálaráðgjöf, bókhaldsþjónusta, skattframtöl, stofnun félaga og samningagerð fyrir einstaklinga og rekstraraðila. SELUR selur@simnet.is 567 3367 - 840 1925 FRAMTAL 2010 Skattframtöl, uppgjör og ársreikn- ingar fyrir einstaklinga og rekstrar- aðila. Fagleg og vönduð vinnubrögð. TEMP ehf., Bæjarlind 14-16, S. 555 3311, www.temp.is, temp@temp.is Ýmislegt Teg. Romance - "push up" fínlegur og flottur í BCD skálum á kr. 6.885,- Teg.Romance - "push up" mjög glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Laugavegi 178, sími 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Teg. 93350 - létt fylltur og flottur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 10253 - sérlega mjúkur og glæsilegur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Laugavegi 178, sími 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Létt og þægileg dömustígvél úr leðri. TILBOÐ: 5.000. Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Heitir pottar Sími 565 8899 GSM 863 9742 www.normx.is normx@normx.is Góð fjárfesting Hagstætt endurgjald af peningum þínum !!! Sjáðu nú til ! http://uppspretta.is/loan/179 Fóðraðir, dömukuldaskór úr leðri. Stærðir: 36 - 42. Litir: svart og brúnt. Verð: 18.750. Vönduð, gæruskinnfóðruð dömustígvél úr leðri. Stærðir: 36 - 42. Litir: svart og brúnt. Verð: 28.850. Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bekkjarpartí Afmælisveislur Fermingarveislur Besta verðið. Studio 29 Laugavegur 101 sími 511 3032/861 2319 ...þegar þú vilt þægindi Kr. 8.900,- Dömu leður sandalar með frönskum rennilás. Litir: Svart - Hvítt - Rautt. Stærðir 36-42 Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- fimmtud kl. 11.00 - 17.00 föstudaga kl. 11.00 -15.00 www.praxis.is Bátar Útvega koparskrúfur á allar gerðir öxla Beint frá framleiðanda. Upplýsingar á www.somiboats.is eða oskar@somi- boats.is Óskar 0046704051340 Til sölu glæsilegur skemmtibátur Skilsö, árgerð 1998, 30 feta, norskur með 260 hestafla Volvo penta vél. Keyrður aðeins 550 tíma á vél. Mjög lítið notaður. Til sýnis og sölu hjá Snarfara, Naustavogi. Tilboð óskast. Bílar Til sölu Kia Sportage dísel jeppi árg. 2002. Ekinn 71.000 þús. Upplýsingar í síma: 894-0431. Bílaþjónusta Hjólbarðar RÝMINGARSALA 135 R 13 kr. 3.900 165 R 13 Sava kr. 4.900 185/70 R 13 kr. 5.900 165 R 15 Sava kr. 5.900 185 R 15 Matador kr. 6.900 195 R 15 Camac kr. 9.900 205 R 16 Bridgestone kr. 13.900 30x 9.5 R 15 Camac kr. 21.900 31x12.5 R 15 S Swaper kr. 23.900 265/70 R 16 Insa Turbo kr. 19.500 Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi Sími 544 4333 Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Skattframtöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.