Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 29
Dagbók 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
6
2 9 5 4 6
8 3
7 2 3 4
9 2
7 6
8 6 5 9
7 8 5
3 7
1 5
2
2 3 7
2 5 1 8 9
5 2
3 1
7 3
5 8 1 6 3
3 8 1 6
9 5
4 8 7
5 4 7
7 2 4 3 8
6 7
8
3 6
5 6 9
4 2
8 4 5 1 7 6 3 9 2
7 3 1 2 5 9 4 8 6
9 2 6 8 3 4 1 7 5
5 9 7 3 4 8 2 6 1
6 8 2 5 9 1 7 3 4
4 1 3 6 2 7 9 5 8
1 5 4 9 8 3 6 2 7
3 7 8 4 6 2 5 1 9
2 6 9 7 1 5 8 4 3
9 7 8 1 6 2 4 3 5
5 3 1 9 4 7 8 6 2
6 2 4 3 8 5 1 7 9
3 9 6 8 2 1 5 4 7
2 4 7 5 9 3 6 1 8
1 8 5 4 7 6 2 9 3
8 5 9 6 3 4 7 2 1
7 6 3 2 1 8 9 5 4
4 1 2 7 5 9 3 8 6
6 1 8 4 3 7 2 9 5
5 3 7 8 2 9 6 4 1
4 9 2 1 5 6 8 7 3
9 4 5 2 8 3 1 6 7
3 2 6 7 1 5 9 8 4
7 8 1 9 6 4 3 5 2
8 6 3 5 4 2 7 1 9
1 5 9 3 7 8 4 2 6
2 7 4 6 9 1 5 3 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 9. apríl, 99. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er
nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðr-
um né lof mitt úthöggnum líkneskjum.
(Jesaja 42, 8)
Icelandair er fyrirmyndarflugfélagog Víkverji getur ekki annað en
hrósað starfsfólkinu sem hann hefur
átt samskipti við.
x x x
Um páskana varð Víkverjistrandaglópur í London á leið-
inni til Íslands. Klukkutíma bið eftir
töskum á Heathrow-flugvelli kom í
veg fyrir að Víkverji og kona hans
næðu kvöldvél heim. Starfsmenn Ice-
landair sáu hins vegar til þess að þau
komust með hádegisvélinni daginn
eftir.
x x x
Víkverji fór í páskafrí til Möltu.Icelandair bókaði farangurinn
alla leið. Á bakaleiðinni sögðu starfs-
menn Air Malta að ekki væri hægt að
tékka farangurinn til Íslands vegna
þess að enginn samningur væri við
Icelandair þess efnis og því þyrfti
Víkverji líka að sjá um að bóka far-
angurinn inn hjá Icelandair í Lond-
on. Þegar Víkverji benti á að Ice-
landair hefði bókað farangurinn alla
leið var kallað á annan starfsmann og
hann sagði að þar sem Víkverji væri
með tvo miða, pappírsfarseðil upp á
gamla móðinn milli Möltu og Eng-
lands og rafrænan farseðil milli Eng-
lands og Íslands, væri ekki hægt að
bóka alla leið.
Þegar umræddir ferðalangar
komu að töskufæribandinu á flugstöð
4 á Heathrow-flugvelli voru tæplega
tveir tímar í brottför Icelandair frá
flugstöð 1. Víkverji hafði samt vaðið
fyrir neðan sig og bað starfsmann um
að hringja í innritun Icelandair og
láta vita að von væri á viðkomandi
farþegum frá flugstöð 4. Bent var á
að lokað yrði fyrir innritun 45 mín-
útum fyrir brottför. Klukkutíma bið
eftir töskunum kom hins vegar í veg
fyrir áframhaldandi flug þetta kvöld-
ið þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir
farþega og starfsmanna.
Starfsstúlka Icelandair á Heath-
row benti Víkverja á hagkvæma hót-
elgistingu. Daginn eftir gekk allt eins
og í sögu og þegar komið var í frí-
höfnina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
blöstu töskurnar við á færibandinu.
Icelandair brást ekki frekar en fyrri
daginn. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 púsluspil, 4
ástæður, 7 líkindi, 8
spyr, 9 hagnað, 11 ögn,
13 at, 14 garpa, 15
merki, 17 ljómi, 20
mann, 22 hnífar, 23 tign-
armanns, 24 ránfugls, 25
fleina.
Lóðrétt | 1 hnötturinn, 2
þrífur, 3 peninga, 4 síða,
5 lokka, 6 skerðir, 10
ræna, 12 ávinning, 13
duft, 15 milda, 16 undir-
staðan, 18 trjáviður, 19
rýja, 20 ósoðinn, 21 ófög-
ur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 alvarlegt, 8 orðum, 9 níðir, 10 ugg, 11 tærar,
13 asnar, 15 starf, 18 ólgar, 21 lof, 22 meiða, 23 álúta, 24
tungutaks.
Lóðrétt: 2 liður, 3 aumur, 4 langa, 5 góðan, 6 gort, 7
frúr, 12 aur, 14 sál, 15 sómi, 16 atinu, 17 flagg, 18 ófátt,
19 grúsk, 20 róar.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxd5
exd5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Rf6 7. O-O
Be7 8. Rc3 cxd4 9. Rxd4 O-O 10. h3
Db6 11. Rxc6 bxc6 12. b3 Be6 13.
Bb2 Hac8 14. Hc1 Hfd8 15. Ra4 Db5
16. Dc2 c5 17. Ba3 Hc7 18. Hfd1
Hdc8 19. e3 h5 20. Db2 Re4 21. Bxe4
dxe4 22. De5 Bf6 23. Dxh5 g6 24.
Dh6 c4 25. Bb2 c3 26. Rxc3 Da5
Staðan kom upp í seinni hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Rimaskóla í Reykjavík. Al-
þjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinns-
son (2360) hafði hvítt gegn kvenna-
stórmeistaranum Lenku Ptácníkovu
(2317). 27. b4! Dxb4 28. Rd5 Dxb2
29. Rxc7 Be5 30. Rd5! Bd6 svartur
hefði orðið mát eftir 30… Hxc1 31.
Re7#. 31. Hxc8+ Bxc8 32. Dh4 Kg7
33. Rf6 Be7 34. Dh7+ og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Öryggisnet.
Norður
♠D64
♥KG
♦10763
♣10852
Vestur Austur
♠K973 ♠ÁG82
♥109873 ♥652
♦K8 ♦9542
♣63 ♣94
Suður
♠105
♥ÁD4
♦ÁDG
♣ÁKDG7
Suður spilar 3G.
Þrátt fyrir veikt tvíspil í spaða opn-
ar suður á 2G og norður hækkar í
þrjú. Útspilið er hjartatía. Þetta er
fljótafgreitt spil í sveitakeppni eða rú-
bertubrids, enda níu slagir á borðinu.
En hvað gera menn í tvímenningi?
Í svona spilum ræður skapgerðin
för. Hérarnir taka laufin fyrst og sjá
svo til með tígulsvíninguna, en
spennufíklar láta skeika að sköpuðu
og svína strax í tígli. Þriðji kosturinn
er reyndar til: Að svína strax, en setja
upp öryggisnet ef svíningin skyldi
misheppnast. Þetta er gert með því að
taka fyrsta slaginn á ♥K í borði og
láta ♥D undir heima, eins og um
♥Á-D tvíspil sé að ræða. Spila svo
tígli á drottningu, frekar en gosa.
Vestur þarf að vera mjög tortrygginn
ef hann skiptir yfir í spaða eftir þessa
þróun mála.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú tekur þér ýmislegt fyrir hend-
ur sem öðrum þykir flókið. Mundu að fólk
þarf ekki endilega að vera sammála þér
þótt það elski þig.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er eitthvert eirðarleysi í þér.
Áður en þú veist af ertu komin/n á kaf í
áhugamál sem mun eiga hug þinn allan
næstu árin.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Vegna stöðu himintunglanna
hentar dagurinn vel til breytinga á þínu
nánasta umhverfi. Rómantíkin liggur í
loftinu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert full/ur af krafti og iðar í
skinninu að koma öllu því í verk sem hef-
ur verið á biðlistanum. Leitaðu leiða til að
njóta lífsins og fara í frí.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú nýtur góðs af ríkidæmi annarra í
dag. Byrjaðu á því að reyna að gera þér
grein fyrir stöðunni sem komin er upp í
stórfjölskyldunni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Nú styttist í sumarfríið og þú verð-
ur að hafa stjórn á því í hvað peningarnir
fara á næstunni. Aðstæður eru þannig að
þú þarft á öllu þínu að halda.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þótt margir eigi sér sama takmark
þá geta leiðirnar að því verið marg-
víslegar. Gerðu eitthvað í þínum málum,
þú átt eftir að kunna að meta breytingar
heima.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þetta er góður dagur til að
gera upp gömul deilumál innan fjölskyld-
unnar. Regnboginn er einskonar blekk-
ing, en færir von.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Hugsanir um rómantík eru
áleitnar í dag og þú veist ekki í hvorn fót-
inn þú átt að stíga. Opnaðu hugann og
breyttu áætlunum. Það er enginn á móti
þér, í mesta lagi þú sjálf/ur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er ekki von að þér sé
skemmt, þegar þú situr bara með hendur
í skauti og ætlast til þess að fá allt upp í
hendurnar.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú munt að öllum líkindum
hitta áhugaverðan einstakling í dag sem
er ólíkur því fólki sem þú ert vön/vanur
að umgangast.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Dagurinn hentar ekki til að taka
ákvarðanir varðandi fjármálin. Haltu
áfram að gefa eftir að sólin er sest.
Mundu að sinna heilsunni.
Stjörnuspá
9. apríl 1869
Kristján Jónsson Fjallaskáld
lést, 26 ára. Meðal kvæða hans
eru Yfir kaldan eyðisand og
Allt fram streymir endalaust.
9. apríl 1981
Heklugos hófst. Það stóð stutt
og er talið framhald gossins
árið áður.
9. apríl 1982
Mattheusarpassía Bachs var
flutt í fyrsta sinn í heild hér á
landi, í Háskólabíói. Flytj-
endur voru á fjórða hundrað,
Pólýfónkórinn, Hamrahlíðar-
kórinn, Kór Öldutúnsskóla,
kammerhljómsveitir og ein-
söngvarar. Flutningurinn tók
rúmar fjórar klukkustundir.
Stjórnandi var Ingólfur Guð-
brandsson.
9. apríl 1982
Fimmtán ungmenni fermdust
borgaralegri fermingu, þeirri
fyrstu hér á landi. Athöfnin
var í Norræna húsinu.
9. apríl 2003
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Dana, afhenti
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra frumrit fyrstu stjórnar-
skrár Íslands frá 1874. Hún
var síðan til sýnis í Þjóðmenn-
ingarhúsinu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
María Kristín
Guðmundsdóttir
er 45 ára í dag, 9.
apríl. Hún mun
eyða deginum
með fjölskyldu
sinni.
45 ára
„ÉG hef afskaplega gaman af því að halda upp á
afmæli og nota til þess öll tækifæri,“ segir Þorvald-
ur Karl Helgason biskupsritari, sem verður sex-
tugur í dag. Systkinum sínum og konu sinnar, og
mökum þeirra, býður Þorvaldur heim til sín í fiski-
súpu í hádeginu í tilefni dagsins. Um kvöldið býður
hann svo börnum sínum og tengdabörnum heim.
„Það eru forréttindi að eiga börn og fjölskyldu
sem maður getur kallað saman með auðveldum
hætti. Mér finnst hver einasti maður vera af-
skaplega ríkur sem hefur tækifæri til að hitta börn
sín og fjölskyldu. Þannig að það er hátíð hvenær
sem fjölskyldan kemur saman,“ segir hann.
Allur dagurinn hjá Þorvaldi verður undirlagður afmælisveislum, því
dagurinn hefst á afmæliskaffi á skrifstofu Biskupsstofu. „Það er líka
mikil hamingja fólgin í því að vinna á svona góðum vinnustað, þar sem
ólíkir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og menntun koma saman.“
Í nógu er að snúast hjá Þorvaldi fyrir biskupsstofu um þessar mund-
ir, þar sem árleg prestastefna verður haldin í lok mánaðarins, en
skipulagning hennar er að miklu leyti á herðum hans.
hlynurorri@mbl.is
Þorvaldur Karl Helgason sextugur
Forréttindi að hitta börnin
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is