Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 32
Eftir Matthías Árna Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
ÞAÐ var fjölmenni á Súfistanum í Hafnarfirði
þar sem blaðamaður sötraði svart kaffið og
beið eftir viðmælanda sínum. Með nokkra
mínútna millibili ganga inn þau Björgvin Hall-
dórsson, Helga Möller, Guðrún Gunnarsdóttir,
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Ótrúlegt en satt var ekkert þeirra viðmælandi
blaðamanns að þessu sinni. Í þetta skiptið er
það Hafnfirðingur, Sveinn M. Jónsson, sem
undanfarin ár hefur búið og unnið í Lund-
únum, nú síðast sem yfirupptökustjóri og
framleiðandi hjá hljóðverinu Great Eastern
Studios. Þar hefur hann unnið með hljóm-
sveitum á borð við The Horrors, White Lies
og Babyshambles, sem vandræðagemsinn
Pete Doherty fer fyrir.
Súfistinn er helst til þéttsetinn og því er
ákveðið að rölta um miðbæinn inn á Kaffi
Aróma og ræða málin í ró og næði.
Áhugaleysi ruddi veginn
– Nú ertu yfirupptökustjóri hjá Great Eas-
tern-hljóðverinu, hvernig kom það til?
„Það er mjög fyndið hvernig ég fékk þetta
starf. Ég fór í hljóðverið til að taka upp lög
með hljómsveit sem ég var í. Sjálfur hef ég
lært upptökustjórnun og grúskað í þessu í
fleiri ár, en yfirupptökustjórinn okkar þar var
alveg úti á túni. Hann var áhugalaus og horfði
á ruðning í sjónvarpinu og skoðaði ebay frek-
ar en að vinna með okkur. Þar af leiðandi
fengum við frekar lélegar upptökur miðað við
hvað þetta er gott stúdíó.“
– Þú tókst þá við af honum?
„Já, eftir þetta fór ég að spyrjast fyrir um
hver ætti stúdíóið og sæi um reksturinn. Við
fengum að vera þar þegar tími var laus án
þess að vera með upptökumann og gera bara
allt sjálfir. Fyrst fengum ég og breskur félagi
minn til okkar tvær hljómsveitir í prufuupp-
tökur, til að sjá hvernig gengi. Þessi vinur
minn var mikið í PR-málum, búinn að halda
klúbbakvöld í Lundúnum og þekkti fullt af
hljómsveitum sem vildu taka upp. Þegar eig-
andi hljóðversins heyrði þessar upptökur átt-
aði hann sig bara á því að hann var ekki með
rétta menn í vinnu. Þetta endaði með því að við
vorum bókaðir meira en hljóðverið gat ráðið
við. Og nú sé ég alfarið um hljóðverið.“
Átta hljóðver í sama hverfinu
– Hvernig hefur gengið að sjá um rekstur
heils hljóðvers?
„Það hefur gengið ágætlega. Fyrstu mán-
uðina gerðum við þetta fyrir nánast ekki neitt,
kannski með hundraðkall á tímann. En það var
nauðsynlegt til að byggja upp hóp við-
skiptavina og láta fólk vita af okkur. Það er
vitað mál að það er ekkert auðvelt að fá út-
gáfusamning í dag og að tónlistarfólk er ekki
ríkasta stéttin. Það getur verið erfitt að reka
fyrirtæki sem er að pína peninga út úr fátæku
fólkinu. Stundum heyrir maður í hljómsveitum
sem eru mjög efnilegar, þá reynir maður að
koma til móts við þær.“
– Er ekkert erfitt að vera í þessum bransa í
Lundúnum?
„Jú mjög. Það eru til dæmis í okkar hverfi
ein átta önnur stúdíó á mjög litlum radíus og
öll mjög flott. Þau eru ekkert endilega að taka
meira upp en við þó svo græjunar séu dýrari
og húsnæðið stærra. Stundum virðast tónlist-
armenn ekki endilega sækja í nýjustu og bestu
græjurnar, frekar í gott fólk og andrúmsloft,
og við höfum reynt að skapa það hjá okkur.
Það er meira svona heimilisfílingur hjá okkur,
stúdíóið er frekar eins og íbúð sem hægt væri
að búa í ef maður vildi.“
The Horrors banka upp á
– Þú hefur verið að taka upp hljómsveitir
eins og White Lies, The Horrors og Babysham-
bles. Hvernig kom það til?
„The Horrors voru sendir af útgáfufyrirtæki
sínu að taka upp nokkur lög. Þeir búa víst
nokkrir í sömu götu og Great Eastern og einn
daginn banka þeir bara upp á. Ég fer til dyra,
þá stendur þessi hljómsveit á götunni og spyr
hvort þeir megi koma inn og taka upp. Þessi
lög sem við tókum upp voru svo endanlega
kláruð af Geoff Barrow, gítarleikara Port-
ishead. Þetta gerðist bara svona allt í einu og
var mjög skemmtilegt. White Lies komu svo og
tóku upp demóplötu sem landaði þeim stórum
útgáfusamningi og um daginn leigði Placebo
hljóðverið í viku til þess að æfa fyrir tónleika.“
– En Babyshambles?
„Vinkona mín sem ég er að vinna tónlist með
kynnti mig fyrir Doherty og við fórum að
spjalla um tónlist og stúdíóið. Ég bauð honum
bara að koma og líta inn þegar hann hefði tíma.
Daginn eftir var hann svo bara mættur með
hljómsveitina til að skoða stúdíóið. Þá fékk ég
vin minn Teit Árnason til að hjálpa mér. Tók-
um upp nýtt efni á fjórum dögum.“
– Hvernig var að vinna með honum?
„Það er bara mjög fínt. Hann er algjört
lamb, rosalega rólegur og kurteis, ekki með
neina stjörnustæla við okkur. Hann bara lifir
fyrir tónlistina og vill ekkert annað gera. Hann
hlýddi manni í einu og öllu.“
Yfirupptökustjóri í
hljóðveri í Lundúnum
Tekið upp hljómsveitir á borð við Babyshambles, The Horrors og White Lies
Doherty Pete Doherty var sem lamb, rólegur og kurteis segir Sveinn.Horrors Hljómsveitin The Horrors bankaði upp á hjá Sveini einn daginn.
Upptekinn Sveinn M. Jónsson hefur nóg að gera.
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
Søren Rønholt er danskur ljós-
myndari sem er um þessar mundir
að vinna að verkefni um fegurð
hinnar norrænu konu. Hann ætlar
sér að ljósmynda tíu konur frá
hverri Norðurlandaþjóðanna nakt-
ar á heimilum sínum. Søren er
væntanlegur til landsins í dag og
verður hér til 18. apríl.
Í tilkynningu um verkefnið segir:
„Með verkefninu vill Søren endur-
skoða þær hugmyndir sem eru við
lýði í nútímasamfélagi um fegurð
sem helst birtist okkur á fótósjopp-
uðum myndum glanstímarita.“
Sýningar verða haldnar í hverju
þátttökulandi og ljósmyndabók
verður gefin út. „Søren hefur
margra ára reynslu sem tísku-
ljósmyndari þar sem hugmyndir
um hina svokölluðu „fullkomnu“
fegurð færast sífellt fjær raunveru-
leikanum. Með verkefninu vill hann
endurhugsa þessa ímynd.“
Nánari upplýsingar um Søren má
nálgast á www.roenholt.dk og
áhugasamar geta haft samband við
hann með því að senda tölvupóst í
póstfangið sr@roenholt.dk.
Ath. myndin fyrir ofan er ekki
eftir Søren Rønholt.
Vantar hugrakkar
íslenskar konur
Fólk
HÓPUR listamanna ætlar næstkomandi mánudag að
setja upp sýninguna Nei, Dorrit! í Iðnó. Þetta verður
fyrsta og jafnframt eina sýningin, en verkið er unnið
eftir viðtali breska tímaritsins Condé Nast við forseta-
hjónin Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
Það er Snorri Ásmundsson sem fer fyrir hópnum í
hlutverki Ólafs Ragnars, en Ásdís Sif Gunnarsdóttir
leikur Dorrit, Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður leik-
ur Joshua Hammer og er höfundur hljóðmyndar, tón-
listarkonan Kría Brekkan leikur hund forseta-
hjónanna og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir
leikstýrir leikgerðinni sem er eftir Þórarin Leifsson.
„Kjarni málsins er sá að við höfum verið að hittast í
hálft annað ár á Holtinu, nokkrir listamenn; myndlist-
armenn, rithöfundar og kvikmyndagerðarfólk, og svo
kom þessi hugmynd á einum fundinum. Við vorum að
ræða þetta viðtal og við bara ákváðum að kýla á þetta,“
segir Snorri. Sýningin er 25 mínútur og hefst kl. 20.30,
akkúrat á eftir Kastljósinu, eins og segir í tilkynning-
unni, en þennan sama dag kemur einmitt rannsókn-
arskýrsla Alþingis út og mun hún liggja frammi á barn-
um til sýnis eftir sýninguna. Snorri segir að sú
staðreynd hafi aðeins spilað inn í dagsetningu sýning-
arinnar en segir verkið þó ekki beint vera pólitíska yf-
irlýsingu.
„Ja, pólitískt „statement“? Við erum náttúrlega bara
að leika viðtalið, það var svo ótrúlegt. Blaðamaðurinn
leyfir sér að birta og segja frá svo mörgu. Og Dorrit
segir það í viðtalinu að hann megi nota þetta, gefur hon-
um grænt ljós. Og við höfum verið að spyrja okkur eftir
á hvort forsetaembættið hafi ekkert lesið þetta yfir eða
fylgst með þessu?“
Einstök sýning á verkinu Nei, Dorrit! í Iðnó
Snorri Ólafur Ragnar í Iðnó.
Félagarnir Nökkvi Svavarsson og
Kiddi Big Foot (Kristján Jónsson)
hyggja nú á samstarf að nýju og er
það „lounge“-tónlist sem á hug
þeirra allan um þessar mundir.
Piltarnir störfuðu á sínum tíma
saman á Skuggabarnum sáluga,
sem skemmtanastjórar og skífu-
þeytarar.
Nú snúa þeir aftur sem dúóið
SHADOW DJ’s og ætla að leggja
undir sig Pósthúsið vínbar-bistró á
milli kl. 22-01 um helgar. Þar ætla
þeir að spila þægilega tónlist og er
þessi stund hugsuð sem nokkurs
konar upphitun fyrir djammið.
SHADOW DJ’s spila
„lounge“ á Pósthúsinu
Í dag kemur út þriðja plata takt-
smiðsins og upptökustjórans
Steves Samplings. Breiðskífan
heitir Milljón mismunandi manns
og „fjallar um ungan mann í leit að
betra lífi og ástinni eina langa nótt í
lífi hans“. Tónlistarmaðurinn gefur
plötuna sjálfur út í samstarfi við
Kimi Records.
Á plötunni koma fram hvorki
meira né minna en tíu rapptónlist-
armenn, en þeir eru meðal annarra
DiddiFel og Byrkir B. úr Forgotten
Lores, Gnúsi Yones, Steini úr Quar-
ashi, G. Maris, Dabbi T., Brjánsi, B.
Kay og Mezzias MC.
Í tilefni af útgáfunni verða út-
gáfutónleikar á Venue í kvöld og
platan flutt þar í heild sinni. Sér-
stakir gestir á tónleikunum eru 3ja
hæðin og Quadruplos.
Fjallar um betra líf,
ástina og djammið