Morgunblaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010
LOKAHÓF Körfuknattleiks-
sambands Íslands fór fram á laug-
ardag. Hlynur Bæringsson úr
Snæfelli og Signý Hermannsdóttir
úr KR voru útnefnd bestu leik-
mennirnir í karla- og kvennaflokki
á Íslandsmótinu í körfuknattleik, í
lokahófi KKÍ.
Hlynur var jafnframt kjörinn
besti leikmaðurinn í úrslitakeppni
karla en Unnur Tara Jónsdóttir úr
KR var hinsvegar valin besti leik-
maðurinn í úrslitakeppni kvenna.
Bestu ungu leikmennirnir voru
kjörin Ægir Þór Steinarsson úr
Fjölni og Guðbjörg Sverrisdóttir
úr Hamri.
Bestu þjálfararnir voru kjörnir
Ingi Þór Steinþórsson úr Snæfelli í
karlaflokki og Benedikt Guð-
mundsson úr KR í kvennaflokki.
Úrvalslið IE-deildar kvenna:
Hildur Sigurðardóttir (KR),
Kristrún Sigurjónsdóttir (Hamri),
Margrét Kara Sturludóttir (KR),
Birna Valgarðsdóttir (Keflavík),
Signý Hermannsdóttir (KR)
Úrvalslið IE-deildar karla:
Hörður Axel Vilhjálmsson
(Keflavík), Brynjar Þór Björnsson
(KR), Páll Axel Vilbergsson
(Grindavík), Sigurður Þorvaldsson
(Snæfelli),
Hlynur Bæringsson (Snæfelli).
Bestu varnarmenn í IE-deild
karla og kvenna: Hlynur Bærings-
son (Snæfelli) og Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir (KR).
Morgunblaðið hlaut fjölmiðla-
verðlaun KKÍ,
annað árið í röð.
Aðrar við-
urkenningar:
Prúðustu leik-
menn í IE-deild
karla og kvenna:
Ómar Örn Sæv-
arsson (Grinda-
vík) og Ragna
Margrét Brynj-
arsdóttir (Hauk-
um).
Besti erl.
leikm. IE-deild
karla og kvenna:
Justin Shouse
(Stjörnunni) og
Heather Ezell
(Haukum).
Besti dóm-
ari í IE-deildum:
Sigmundur Már
Herbertsson
Úrvalslið 1. deildar karla:
Sævar Haraldsson (Haukar),
Baldur Ragnarsson (Þór Þ.),
Hörður Hreiðarsson (Valur), Óð-
inn Ásgeirsson (Þór Ak.), Grétar
Erlendsson (Þór Þ.). Besti leik-
maðurinn: Grétar Erlendsson.
Besti þjálfari 1.d. karla:
Borce Ilievski (KFÍ).
Úrvalslið 1. deildar kvenna:
Íris Gunnarsdóttir (Skallagrím-
ur), Erna Rún Magnúsdóttir (Þór
Ak.), Eva María Grétarsdóttir
(Fjölnir), Gréta María Grét-
arsdóttir (Fjölnir), Salbjörg Sæv-
arsdóttir (Laugdælir).
Besti leikmaðurinn: Gréta María
Grétarsdóttir (Fjölnir).
Besti þjálfari 1.d. kvenna:
Eggert Maríuson (Fjölnir)
Áhorfendaverðlaun 2009-2010
Stuðningsmenn Snæfells
Silfurmerki KKÍ:
Ágúst Kárason, Sigmundur Már
Herbertsson.
Gullmerki KKÍ:
Svali Björgvinsson.
Hlynur og
Signý best
Ægir Þór
Steinarsson
Guðbjörg
Sverrisdóttir
Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir
Sigmundur Már
Herbertsson
ÞAÐ verður örugglega mikil spenna í íþróttahúsinu á
Varmá í kvöld þegar lærisveinar Geirs Sveinssonar í Gróttu
á Seltjarnarnesi bregða sér bæjarleið. Afturelding og Grótta
munu þá leika annan leik sinn í umspilinu um eitt laust sæti
í efstu deild karla, N1-deildinni, í handknattleik næsta vet-
ur.
Afturelding hafði betur í leik liðanna á Seltjarnarnesi á
laugardaginn, 25:22, og tryggir sér sæti í efstu deild með
sigri í kvöld. Afturelding færi þá upp um deild ásamt Sel-
fyssingum þannig að tvö lið úr annarri deildinni færast upp
um deild og Grótta og Stjarnan færu þá niður um deild.
En Grótta á enn möguleika á að halda sæti sínu í efstu
deild og þarf til þess að sigra í Mosfellsbænum í kvöld og
síðan aftur úti á Seltjarnarnesi á miðvikudgskvöldið þegar
oddaleikurinn verður, komi til hans.
Leikurinn á laugardaginn var jafn og alveg ljóst að það
verður vel tekið á því í Mosfellsbænum í kvöld þegar liðin
mætast öðru sinni. Hjalti Þór Pálmason og Anton Rúnarsson
voru markahæstir í liði Gróttu á laugardaginn með fimm
mörk hvor um sig en hjá Aftureldingu var Bjarni Aron
Þórðarson með sjö mörk og Jón Andri Helgason gerði fimm.
skuli@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Sigur Hrafn Ingvarsson sækir að Matthíasi Ingimarssyni.
Nær Grótta í oddaleik?
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„MÉR þætti gaman að vita hversu oft
Haukar hafa leikið þann leik að snúa
tapaðri stöðu í vinning í leikjum sínum
í vetur. Þau eru örugglega nokkur
skiptin enda liðið feikisterkt og býr yf-
ir mikilli reynslu,“ sagði Óskar og und-
irstrikar að sitt verk fram að næstu
viðureign úrslitanna verði að fara yfir
og kanna hvað veldur því að hans
menn glopra niður vænlegri stöðu á
síðustu tíu til fimmtán mínútum leikja.
Í gær sluppu Valsmenn fyrir horn en
naumlega þó. „Við megum ekki láta
þetta gerast hvað eftir annað,“ sagði
Óskar Bjarni og bætti við. „Það er alls
ekki boðlegt hjá okkur að skora ekki
nema tvö mörk síðasta stundarfjórð-
unginn í leiknum. Á þeim tíma var
enginn leikmanna minna mjög líklegur
til þess að skora. Við þurfum að fara
vel yfir okkar mál áður en að þriðja
leiknum í einvíginu kemur.
Ég neita því ekki að það var farið að
fara um mig í lokin. Síðustu mín-
úturnar frá fyrsta leiknum við Hauka
á föstudagskvöldið runnu í gegnum
huga minn. Ég er með reyndan að-
stoðarþjálfara, Heimi Ríkarðsson,
mér við hlið og það skiptir miklu máli á
svona stundum. Útlitið var ekki bjart
og allt stefndi í jafntefli og þar með að
leikurinn yrði framlengdur. Það bjarg-
aði okkur að Aron [þjálfari Hauka]
fékk gult spjald. Þá fengum við nýja
sókn, gátum stokkað spilin upp á nýtt
og spilað upp á sigurmarkið,“ sagði
Óskar Bjarni og óttast ekki fram-
haldið, ekki síst ef tekst að draga úr
miklum sveiflum í sóknarleik Valsliðs-
ins.
„Við höfum alveg næga orku til þess
að leika okkar sterku vörn í fimm leiki,
ef með þarf. Við eigum fleiri mögu-
leika í varnarleiknum og síðan á ég
nokkra ása uppi í erminni ef í harð-
bakkann slær,“ sagði Óskar Bjarni
Óskarsson, þjálfari Vals, hvergi bang-
inn.
Var orðinn pínu smeykur
„Ég var orðinn pínu smeykur undir
lokin að við værum að missa leikinn úr
höndum okkar á nýjan leik. En gula
spjaldið á Aron varð okkur mikilvægt
þegar upp var staðið. Það var síðan
sætt að sjá Adda [Arnór Þór Gunn-
arsson] skora sigurmarkið,“ sagði
Ingvar Árnason, fyrirliði Vals.
„Í vörninni höfðum við góð tök á
Haukunum allan leikinn. Sóknarleik-
urinn var hins vegar erfiður þegar á
leið, það var eins við verðum
full-„passífir“ þegar við náum góðu
forskoti. Á því verðum við að vinna og
það verður eflaust verkefni okkar
fram að næsta leik,“ sagði Ingvar
Árnason.
Þurfum að vinna leiðir
framhjá vörninni og Hlyni
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka,
var þungur á brún eftir tapið í gær
„Það var eins og allan vilja vantaði í
liðið lengst af leiknum. Eftir að hafa
fengið „sjokkbyrjun“ þar sem við vor-
um fimm mörkum undir þá vorum við
lengst af í vandræðum í sókn-
arleiknum. Ekki síst þegar við vorum
manni fleiri. Síðan var skotnýtingin
slæm og menn alls ekki að meta hlut-
ina rétt.
Fyrir næstu viðureign við Val verð-
um við að finna leiðir til þess að brjóta
vörn Valsliðsins á bak aftur og hvernig
auðveldast er að skjóta á Hlyn, mark-
vörð þeirra sem svo sannarlega hefur
reynst okkur erfiður í tveimur fyrstu
leikjunum,“ sagði Aron.
„Það er alls ekki nóg að vakna upp
síðasta korterið í leiknum. Við verðum
að vera á tánum frá fyrstu mínútu í
leikjunum.
Fyrirfram átti ég von á miklum bar-
áttuleikjum og það hefur svo sann-
arlega komið í ljós. Úrslit tveggja
fyrstu leikjanna hafa ráðist á síðustu
sekúndum.
Nú verðum við að hvílast vel fyrir
næstu viðureign sem fram fer á þriðju-
dagskvöldið og mæta betur undir
þann leik búnir en í dag,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari Íslands- og bik-
armeistara Hauka.
Morgunblaðið/Kristinn
Sterkur Valsarinn Fannar Þór Friðgeirsson hefur reynst Haukum afar erfiður í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppninni.
Nægur kraftur eftir
Óskar Bjarni segist ánægður með varnarleikinn og markvörsluna en minnka
verði sveiflur í sóknarleik Vals Ekki nóg að vakna korteri fyrir leikslok, segir Aron
„Nú tókst okkur að halda út og vinna,
rétt eins og við áttum að gera á föstu-
daginn,“ sagði Óskar Bjarni Ósk-
arsson, þjálfari Vals, eftir nauman sig-
ur á Haukum, 22:20, í öðrum
úrslitaleik liðanna um Íslandsmeist-
aratitilinn á heimavelli gær. Eðlilega
var léttara yfir Óskari í gær en eftir
fyrsta leik liðanna á föstudag þegar
lærisveinar hans misstu unninn leik
niður í tap á síðustu sekúndum.
LIÐ Sundknattleiksfélags Reyk
varð um helgina Íslandsmeistar
nattleik karla þegar liðið lagði
Hafnarfjarðar 4:3.
Það eru aðeins tvö lið sem æf
nattleik hér á landi og því var le
laugardaginn hreinn úrslitaleik
ilinn og þar hafði SKR betur.
Leikurinn var bæði jafn og sk
legur og í fyrri hálfleik hafði SK
var 3:2 yfir og í síðari hálfleik g
lið um sig eitt mark.
Glenn Moyle gerði tvö mörk f
og þeir Vadim Forafonov og St
Sævarsson eitt mark hvor. Kris
son gerði tvö marka SH og Mla
pavcevic eitt.
Að úrslitaleiknum loknum lé
áttuleiki við hollenska liðið WS
og höfðu Hollendingar betur í b
áðum leikjunum, unnu SKR 8
6:2. skuli@mbl.is
SKR meist